Stjarnan - 01.02.1948, Side 2
10
STJARNAN
Þegar gufubáturinn “Princess Alice,”
varð fyrir árekstri frá “Bywell Castle” á
Thames fljótinu, þá var sjómaður nálægt
á litlum róðrarbát, hann fór til að bjarga
fólkinu, sökkhlóð bát sinn og reri svo burt.
En er hann sá hin fölu andlit fólksins sem
hrópuðu til hans: “Bjargaðu mér, yfirgefðu
mig ekki.” þá fórnaði hann upp höndunum
og sagðiró að eg hefði stærri bát.” Hjarta
hans tók inn alla sem voru að því komnir
að farast, en báturinn var of lítill svo hjálp
hans var takmörkuð.
Það er alt öðru máli að gegna með Krist.
Hann sjálfur er björgunarbáturinn fyrir
hinn glataða heim. Hann getur bjargað öllu
mannkyninu því hann “dó íyrir alla”, 2
Kor. 5:15. Minnumst þess líka að Jesú
forlikunarfórn var fyrir allar syndir og
fyrir alla menn, á öllum tímum. Jesús
Kristur færði eina algilda fórn, engin önn-
ur líkist henni, og engin önnur fæst. Hans
fórn var eilíf eins og hann er sjálfur. Hann
var gegnstunginn á krossinum, en fórn hans
er enn fyrir framan náðarstólinn. Hann var
krossfestur fyrir 1900 árum síðan, en blóði
hans var úthelt, samkvæmt loforði Guðs
4000 árum áður, og benjar hans forlíka fyri^
oss alt til þessa dags. Fórn hans er full-
komin og fullgild fyrir alla og eilíflega.
Kristnir menn tala oft um hið fullkomnaða
verk Krists, og það með réttu. þetta á við
það að hann fórnfærði sjálfum sér á kross-
inum. En það er alveg eins í samræmi við
heilaga Ritningu að tala um yfirstandandi
starf hans, þegar vér minnumst þess að
hann er vor æðsti prestur og biður fyrir
oss síðan hann sté til himna. Þar, fyrir
hásæti Guðs, stendur hann sem fulltrúi
allra, “sem eru í Kristi”, svo vér “fyrir
Jesú blóð höfum djörfung til að innganga
í helgidóminn, hvert hann hefir opnað oss
nýjan og sáluhjálplegan veg gegn um for-
tjaldið það er hans eigin líkama”. Hebr.
10:19.20.
Þar, við föðursins hægri hönd er Jesús í
dag: “þá hann hafði fært eina einustu
syndafórn situr hann að eilífu til Guðs
hægri handar og bíður framvegis þangað
til óvinir hans verða gjörðir að hans fóta-
skör.”
Eftir hverju bíður hann? Hann bíður
eftir uppfylling hins guðdómlega loforðs
um að fagnaðar erindið verði flutt um alla
heimsbygðina og að hann verði sendur
hrósandi eilífum sigri yfir öllum óvinum
sínum. Ó hvílík framtíðarvon þetta er, og
öll Guðs" börn eiga hlut í henni. Vér megum
fagna með honum í voninni um að sjá
hann opinberst í ríki sínu.
Athugið enn einu sinni orðin: “Hann bíð-
ur framvegis þangað til óvinir hans verða
gjörðir að hans fótaskör.” Á krossinum var
trygging gefin fyrir algjörðum sigri yfir
hinu illa. Krossinn gaf fullvissu um al-
gjörða eyðileggingu satans, syndarinnar og
dauðans. Er Jesús sté til himna hefir hann
litið fram í timann væntandi þeirrar stund-
ar þegar endulausnar verkið verður full-
komnað og óvinir hans, satan og dauðinn
falla alveg úr sögunni. Sigurinn á krossin-
leiðir með sér eyðilegging als hins illa.
Ó hversu indæll þessi heimur væri, ef
hvorki væri synd, dauði sorg né kvein.
Guð hefir gefið oss loforð um slíka tilveru.
Það stendur í Op 21:4.5. “Guð mun þerra
hvert tár af þeirra augum, og dauðinn
mun ekki framar til vera, hvoíki harmur
né vein né mæða mun framar til vera,
því það fyrra er farið. Sá sem í hásætinu
sat sagði: Sjá eg gjöri alt nýtt.”
Þetta er það sem Jesús bíður eftir. Eg
undrast yfir hvort vér bíðum eftir því,
hvort vér lifum fyrir það. Er þessi bless-
aða von gróðursett djúpt í hjörtum vorum?
Vér ættum að vera svo hugfangnir af því,
svo fullir af eftirvæntingu að alt annað,
vinna, leikur, erfiðleikar, sorg, gleði, skemt-
anir, vinir og tímanlegar vonir hefðu minna
gildi í vorum augum.
Þegar Whitefield, hinn mikli prédikari
kom til Ameríku, talaði hann eitt kvöld
frá tröppunum á réttarsalnum í Phíladel-
phia. Meðal fjölda áheyrendanna var lítill
drengur, sem tók eftir því að Mr. Whitefield
sá ekki vel til að lesa Biblíuna, svo hann
hljóp og sótti ljósbera sinn kveikti á honum
og hélt - honurn uppi fyrir Whitefield að
lesa við ljósið. Whitefield var þakklátur
honum. Litli drengurinn hlustaði á ræðuna
með mestu athygli, hann hafði aldrei heyrt
slíkan prédikara. Hann hlustaði með svo
mikilli eftirtekt að hann gleymdi öllu öðru,
jafnvel ljósberanum svo hann datt úr hönd-
um hans ofaná tröppurnar og brotnaði.
Mörgum árum seinna þegar Whitefield