Stjarnan - 01.02.1948, Síða 5
STJARNAN
13
Sá sami í gœr í dag og að eilífu
Vér heytram fólk oft segja að Guð gjöri
ekki kraftaverk nú á dögum eins og á fyrri
tíðum, og tali ekki til manna eins og hann
gjörði á dögum spámannanna og postulan-
na. En Jesús Kristur er í gær í dag og
að eilífu einn og hinn sami. Vilbur A. Dunn
sannar þettað með eftirfarandi frásögu:
Fjöldinn af fólkinu á eyjunni Ceylon er
heiðið. Þar finnast margir sem er djöful-
óðir. í bænavikunni fyrir rúmu ári síðan
var komið með unga stúlku á samkomur
vorar. Þegar eg spuði hverjir óskuðu eftir
sérstakri bæn stóð konan upp, sem hafði
komið með ungu stúlkuna og óskaði að
beðið væri fyrir henni því hún væri djöful-
óð. Unga stúlkan féll á kné með okkur, en
rétt strax kom hinn illi andi yfir hana, svo
hún varð frá sér numin og bar sig til líkast
vitfyrring.
Hún þóttist hafa séð andann sem líktist
fóstru hennar, er nú var dáin og unga stúlk-
an saknaði hennar mikið því hún hafði
verið góð við hana. Andinn birtist henni og
benti henni að koma, stúlkan var freistuð
til stjálfsmorðs, svo hún kæmist til fóstru
sinnar.
Trúsystir okkar hafði sagt ungu stúlk-
unni að þetta gæti ekki verið fóstra hennar
af því “Þeir dauðu vita ekkert”. Þegar hún
skildi að þetta hlyti að vera illur andi þá
reyndi hún að veita mótstöðu en andinn
vildi ekki láta hana í friði og kvaldi hana
ákaflega.
Stúlkan var 19 ára gömul og hét Magða-
lena. Hún hafði unnið hjá andatrúarkonu
einni sem framdi undralækningar og
Magðalena hafði hjálpað henni til þess. Alt
í einu virtist eins og andinn yfirgæfi kon-
una og tæki umráð yfir ungu stúlkunni.
Þegar vér fórum að biðja barðist stúlkan
við andann, og varð svo máttlaus og upp-
gefin að lokinni bæn vorri að hún gat ekki
farið á strætisvagn, svo eg varð að flytja
hana heim í bílnum mínum. Hún virtist
náttúrlega frísk í nokkra daga þar til hún
fékk bréf frá andatrúar manni, í því var
kross, sem blessun hafði verið lesin yfir,
henni var líka send lítil flaska með olíu
sem hafði verið blessuð. Nú fékk Magða-
lena kast aftur og það gekk sfo langt að
hún reyndi að drepa bróður sinn.
Trúsystir vor sem kom með Magðalenu
hafði alist upp með henni og tók hana nú
heim til sín svo hún gæti betur hjálpað
henni. Nú bað hún okkkur að koma til
heimilis síns og biðja fyrir Magðalenu. Nú
var unga stúlkan svo áköf að það tók þrjá
menn til að halda henni niðri. Eftir að við
höfðum verið langa stund á bæn sungum
við sálma og höfðum svo aðra bænastund.
Alt í einu varð stúlkan róleg. Hún sléttaði
hár sitt lagaði fötin á sér og féll á kné með
okkur. Að lokinni samkomu var hún mjög
máttfarin, en hún var með réttu ráði.
Eftir þetta kom hún reglubundið til kirk-
junnar. Hún sagði að hvernig sem hún
reyndi að halda huganum við ræðuna gæti
hún það ekki það var alt eins og í þoku
fyrir henni. Hún gat hvorki hlustað á né
beðið. Vér höfðum bæn með henni aftur og
réðum henni til að standa móti hinum illu
áhrifum.
Oft þegar hún var á gangi fanst henni
eins og henni væri hrint svo hún féll á-
fram. Reynsla þessarar stúlku minnir oss á
Matt. 17:15-18 þar sem faðirinn kom með
son sinn til Jesú og bað: “Herra miskuna
þú syni mínum . . . Oft fellur hann í eld og
vatn . . . og hann hastaði á hann og djöfull-
inn fór út af honum, og sveinninn varð
samstundis heilbrigður það gleður oss að
Magðalena hefir líka verið frelsuð fyrir
Guðs almáttuga kærleikskraft. Hún e r
skírð og sameinuð söfnuðinum. Andlit hen-
nar ljómar af gleði og kærleika Krists. Hún
elskar orð hans. W. A. D.
Ahrif heilags anda
Jesús lofaði lærisveihum sínum að senda
þeim sinn heilaga anda og sagði: “Þegar
hann kemur mun hann sannfæra heiminn
um synd, og um réttlæti og um dóm.” Jóh.
16:8.
Það eru áhrif Guðs anda sem sannfæra
manninn um synd og vekja samvisku hans,
svo hann sér það er skylda sín, ekki síður
en einkaréttindi að halda Guðs boðorð og
tilbiðja hann, og þannig búa sig undir
dóminn. Það er Guðs andi sem knýr synd-
arann til að leita Krists sér til sáluhjálpar.