Stjarnan - 01.02.1948, Síða 7
STJARNAN
15
Þegar trúbóðinn mintist á Biblíuna sína
kom þorpsfólkið hlaupandi til hans og
sagði: “Við trúum því sem stendur í bók-
inni. Vertu hjá okkur og kendu okkur
meira um þann Guð sem bókin talar um.”
Trúboðinn staðnæmdist hjá þeim um
tíma, hjálpaði þeim að byggja kirkju og
kendi þeim meira um Guð og kærleika
hans til mannanna.
“Guð lét þig týna bókinni svo við gætum
fundið hana og lært um Jesúm,” sagði
fólkið.
“Næðu þín orð til mín, tók eg við þeim
með græðgi. Þín orð voru mér unan og
fögnuður míns hjarta.” Jer. 15:16.
INEZ BRASIER
Áríðandi starf
Vera má það sé of seint að frelsa heim-
inn frá yfirvofandi eyðileggingu, en það
er ekki of seint að frelsa einstaklinga svo
þeir geti orðið erfingjar Guðs dýrðarríkis.
Útlitilð í heiminum og sá raunverleiki að
skamt er eftir, ætti að vera ómótstæðileg
hvöt fyrir lærisveina Krists til að flytja
fagnaðarboðskap Guðs frelsandi kærleika
með meiri k r a f t i og áhuga heldur en
nokkru sinni fyr. “Komið, því alt er til
reiðu.” Þetta er boðskapurinn sem á að
flytja með krafti út á stigu og þjóðvegi,
og þrýsta mönnum til að koma.
Lúk. 14:17-23.
Jóhannes skrírari hvatti m e n n til að
“umflýja tilkomandi hegningu”, þegar
hann var að undirbúa menn fyrir komu
Krists í heiminn. Matt. 3:7. Nú, þegar
endurkoma Krists er í nánd eiga sendiboð-
ar Guðs að flytja boðskapinn: “Óttist Guð
og vegsamið hann því tími hans dóms er
kominn.”
Eins og englamir aðvöruðu Lot og fjöl-
skyldu hans um að flýja hina bráðu eyði-
leggingu Sódómu og Gómorru, þannig
þurfa lærisveinar Krists með áhuga og al-
vöru að knýja menn til að “Frelsa líf sitt og
líta ekki aftur.” 1 Mós. 19:17.
Þó sorglegt sé, vanrækja flestir prestar
og söfnuðir að flytja þennan boðskap, en
verja tíma sínum og kröftum til stjórnmála,
umbóta og til að bæta félagslíf manna á
milli. Þeir prédika aðlaðandi málefni, sem
láta vel í eyrum manna, meðan heimurinn
er rétt við eyðileggingu. Þeir líkjast
mönnum sem eru að mála og laga utan
hús, sem stendur á árbakka þar sem flóð-
ið hefir þegar fylt kjallarann og er að
eyðileggja undirstöðurnar. Þeir tala fögr-
um orðum við íbúa hússins um litinn á
málinu sem þeir eru að mála með, í stað
þess að skipa fólkinu að flýja í skyndi til
að frelsa líf sitt frá flóðinu, sem innan
lítillar stundar mun eyðileggja húsið og
flytja það með straumnum.
Endir allra hluta er nálægur og Jesús
kemur bráðum. Það er sannarlega tími
til kominn að flytja með krafti “hinn eilífa
fagnaðarboðskap til allra þjóða, kynkvísla,
tungumála og fólks”. Aðvörunin verður að
ná til allra. Allir verða að fá tækifæri til
a,ð meðtaka eða hafna hinum síðasta boð-
skap Guðs um náð og frelsun. S. T.
Þetta var áður en frystivélar voru búnar
til. Stórt íshús stóð í útjarðri bæjarins Iron-
ton í Missouri, það var gluggalaust og hafði
þykka veggi, svo að vor og sumarhiti ekki
bræddi ísinn. Einn vetur sem oftar hjuggu
menn stórar spildur af ís og pökkuðu þær
í þykku lagi af sagi. Einn af verkamönnun-
um saknaði úrsins síns. Hann var sann-
færðður um að það hafði fallið út úr vasa
hans og ofan í sagði. Það var gott úr svo
hann sá eftir að missa það. Hann fékk sér
ljósbera og hrífu og leitaði í saginu, en
árangurslaust. Svo bauð hann rífleg fund-
arlaun þeim sem fyndi úrið. Samverka-
menn hans leituðu og leituðu en fundu
ekki.
Lítill drengur stóð í dyrunum og horfði
á mennina leita. Þegar þeir fóru heim að
borða læddist hann inn í íshúsið og þegar
mennirnir komu aftur stóð hann fyrir utan
dyrnar með úrið í hendinni.
Eigandinn, sem var steinhissa greip
drenginn og úrið og spurði: “Hvernig gastu
fundið það?” “Eg lagðist þegjandi niður í
sagið og hreifði mig ekki, rétt strax heyrði
eg úrið ganga.” Ef vér erum kyrlátir og
hlustum þá getum vér ef til vill heyrt Guð
tala til vor: “Þetta er vegurinn. Fylgið
honum.” C. O. G.