Stjarnan - 01.09.1948, Blaðsíða 2
66
STJAKNAN
ríki. Það léttir alla erfiðleika lífsins og
gjörir þá bærilega. Hvað meinar himna-
ríki fyrir þig?
Einu sinni var mentaður vantrúarmaður
með lítilmótlegum trúuðum manni, og til
að sýna yfirburði sína sagði hann við hinn
trúaða: “Eg skil herra minn að þú býst við
fara til himins. Getur þú sagt mér hvers
konar pláss þessi himin þinn er?”
“Já,” svaraði hinn trúaði, “það er til-
búinn staður fyrir fólk sem tilbúið er að
fara þangað. Ef sál þín er ekki tilbúinn þá
getur ekki allur þinn lærdómur og þekk-
ing veitt þér inngöngu þangað.”
Jesús sagði: “Eg fer burt að tilbúa yður
stað.” -Jóh. 14:2 þeir sem að lokum inn-
ganga í Guðs ríki verða undirbúnir. Vér
lesum í Amos 4:12 “Verið nú til taks að
mæta yðar Guði.”
Einu sinni dreymdi mann að hann stóð
við hlið himnaríkis. Engill stóð þar á verði.
Þangað kom auðugur maður sem bað um
inn göngu, hann hafði safnað miklu fé
og verið nafnkunnur iðnaðarmaður,. Hon-
um var sagt að þessháttar tilheyrði tíman-
um, honum var vísað burt í örvæntingu.
Annar kom sem taldi sér til gildis að hann
hefði lifað siðferðisgóðu lifi, en honum var
visað burt því engillinn sagði: “Af verkum
lögmálsins als ekkert hold réttlætist fyrir
honum.” Róm. 3:20. Sá þriðji kom er kvaðst
hafa haft mikinn áhuga fyrir kirkjumálum
og biðjast mikið fyrir. En honum var vísað
burt með þessum orðum: “Meðal manna
gefst ekki nokkur annar undir himninum
fyrir hvers fulltyngi oss sé ætlað hólpnum
að verða.” Post. 4:12. Loks kom þangað
maður sem mintist þess að blóð Jesú
Krists, hans sonar hreinsar oss af allri synd.
1 Jóh. 1:7. Nú var hlið himinsins opnað og
engillinn sagði: “Þá mun yður veitast ljúf-
ur inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors
og frelsara Jesú Krists.” 2 Pét. 1:11.
Draumur þessi kennir oss áríðandi lær-
dóm. Að undirbúa sig undir himininn er
að meðtaka Jesúm sem frelsara sinn. Him-
ininn verður heimili syndara, en það verða
aðeins syndarar sem frelsaðir eru fyrir
blóð Krists. 1 Jóh. 3:2.3 lesum vér: “Elskan-
legir, nú þegar erum vér Guðs börn, en það
er ennþá ekki opinbert hvað vér verða
munum, en það vitum vér að þegar hann
birtist þá munum vér verða honum líkir,
því vér munum sjá hann eins og hann er.
“Og hver sem hefir þessa von til hans
hreinsar sjálfan sig eins og hann er
hreinn.”
Hversu bitur vonbrigði það yrðu að von-
ast eftir inngöngu í himnaríki en ftnna svo
að maður hefði bygt þá von sína á fölskum
grundvelli. En þetta verður þó reynsla
sumra. Það verður flokkur manna sem
Jesús mun segja við: “Aldrei þekti eg yð-
ur.” Matt. 7:23. Má vera einhver hugsi:
“Hann mun aldrei segja það við mig, því
eg bið til Guðs”. Það er gott svo langt sem
það nær, en það er ekki nóg, því Jesús
segir: “Ekki munu allir þeir sem til mín
segja: herra, herra innganga í himnaríki”.
Ekki allir sem biðja til Guðs munu inn-
ganga í Guðs ríki. Það tekur meir en ein-
ungis bæn. Þeir sem innganga í Guðs ríki
munu biðja. Þeir munu leita Guðs í lifandi
trú. En þeir munu gjöra annað líka. Hvað
er það? Hlustið á hin alvarlegu orð Krists:
“Ekki munu allir þeir sem til mín segja,
herra herra innganga í himnaríki, heldur
þeir einir sem gjöra vilja míns himneska
föður. Matt. 7:21.
Stundum er það ekki samkvæmt venjum
fjöldans að gjöra Guðs vilja það getur kost-
að sjálfsafneitun og sjálfsfórn eftir því sem
fólk alment lítur á það. En það er þess
vert. Himnaríki er þess vert.
Herprestur einn, McCape að nafni átti
bróður sem var forfallinn drykkjumaður í
40ár, en fyrir óþreytandi trú og kærleika
bróður síns var hann frelsaður frá drykkju-
skapar ástríðunni. Presturinn sagði að
þegar hann kæmi til himins þá ætlaði hann
að leiða bróður sinn við hönd sér, finna
móður þeirra og segja: “Móðir, hér er
George, eg kom honum heim að lokum.”
Og McCape mun finna að himnaríki er vel
þess vert sem hann hefir unnið, grátið og
beðið til þess að hjálpa bróður sínum að
komast í gegn um perluhliðin.
Þegar verkamenn nokkrir voru að grafa
fyrir undirstöður á húsi nálægt rústum
borgarinnar Pompei, sem grafin var undir
öskunni frá eldfjallinu Vesúvíus fyrir
.nærri 1900 árum síðan, þá fundu þeir lík
konu sem orðið var steingervingur. Báðar
hendur hennar sem orðnar voru að steini
voru fullar af alveg óskemdum gimstein-
um. Þar voru armbönd, hálsfestar hringir