Stjarnan - 01.09.1948, Side 1

Stjarnan - 01.09.1948, Side 1
STJARNAN SEPTEMBER, 1948 LUNDAR, MANITOBA Trúði Jesús á himnaríki? Stundum mætum’ vér fólki sem ekki seg- ist trúa að himnaríki sé til. En Biblían talar um himnaríki og Jesús talaði oft um himnaríki og hví skyldi eg þá ekki trúa að það sé verulegleiki. Fyrsta setningin í drottinlegri bæn er: “Faðir vor, þú sem ert á himnum”. ,Matt. 6:9. Svo það er ekkert efamál að Jesús vissi um himnaríki og lét aldrei neinn efa í ljósi því viðvíkjandi. Hann kendi oss að biðja að Guðs vilji yrði á jörðu eins og á himni. Englarnir eru á himnum og þeir sjá auglit Guðs. Matt. 18:10. Jesús sagði lærisveinum sínum að laun þeirra mundu verða mikil á himnum og hann fullvissaði þá um að nöfn þeirra væru þegar skrifuð þar. Lúk. 6:23 10:20. Undir ýmsum kringumstæðum er nauð- synlegt að nafn vort sé skrifað niður hér á jörðinni, en það er miklu meira áríðandi að nöfn vor séu rituð á himnum. Því ef þau eru skráð þar meinar það að vér erum Guðs börn og eftirfylgjendur Krists. Það er algjörlega á voru valdi hvort nöfn vor eru skrifuð á himnum eða ekki. Hefir þú gefið inn nafn þitt með því að játa' trú þína á Guð og son hans Jesúm Krist? í Lúkas 15:7 segir Jesús oss meira um himininn. Hann segir þar sé gleði yfir syndurum sem bæti ráð sitt. Það sýnir náið samband milli himins og jarðar, fyrst viðburðir á jörðu geta orsakað gleði á himnum. Hugsið yður, það er gleði á himnum yf- ir einum syndara sem iðrast. Líf, ákvörðun og framtíð eins mans er mikils metin á himni. Með öðrum orðum, himininn veitir nákvæma eftirtekt því sem vér gjörum. Það gleður íbúa himinsins þegar vér iðr- umst synda vorra og biðjum fyrirgefning- ar. Jesús sagði einu sinni frá að hann hefði komið niður frá himni. Jóh. 3:13. Himin- inn var heimili hans. Hann kallaði það “hús föður síns.’- Hann sagði lærisveinum sínum að hann mundi uppstíga til himins hvar hann áður var, svo mundi hann koma aftur og taka þá til sín “svo þér séuð þar sem eg er.” Jóh. 6:62 og 14:1-3. Þegar Jesús var í garðinum Getsemane, rétt áður en hann gaf sig í hendur óvin- anna “kom engill frá himni sem styrkti hann.” Lúk. 22:43. Eftir að Jesús hafði dáið og risið upp frá dauðum þá sté hann upp til himins. Öll frásögn Nýja Testamentisins um líf Krists snýst um þann verulegleika að hann kom frá himni og fór aftur til himins. Hann talar aftur og aftur um himininn. Hann var honum verulegur, hann hafði verið þar. Jesús hvetur oss til að safna fjársjóðum á himni og varar oss við að vér ekki fyrir- lltum smælingjana. Því “englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður.” Matt. 6:20, og 18:10. Einu sinni sagði Jesús að hann hefði séð “satan falla frá himni eins og eldingu.” Lúk. 10:18. Jesús sagði að sér væri gefið alt vald á himni og jörðu, og að hann hefði komið niður frá himni, ekki til að gjöra sinn vilja heldur vilja föðursins sem sendi hann. Jóh. 6:38. Hann sagði að enginn vissi daginn eða stundina sem hann kæmi aftur “ekki englar á himnum nema faðirinn einn.” Matt. 24:36. Hví skyldi eg ekki trúa á himnaríki. Eg er kristinn og Jesús frelsari minn trúði á himnaríki. Sá sem hafnar trú á himnaríki hafnar hinni blessuðu von. Kenning Krists og trú hans á himnaríki er skýr og einföld, sá sem hafnar þeirri trú ráfar í nætur- myrkri vonleysisins. Guði sé lof að margir hafa öruggga sterka von og trú á himna-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.