Stjarnan - 01.09.1948, Qupperneq 5
STJARNAN
69
á dögum,” sagði dómarinn. “Hvað last þú
sérstaklega í Biblíunni?”
“Eg las í Korintubréfinu þar sem Páll
postuli talar um upprisuna.”
Nú var stutt þögn. Svo spyr dómarinn:
“Er nokkur hér í réttarsalnum sem veit
hvort þetta er í Biblíunni. Ef ekki þá færið
mér Biblíu.”
Lögreglumaðurinn svarar: Yðar tign, vér
höfum enga Biblíu hér.”
“Farið þá í flýti og kaupið eina,” sagði
dómarinn. Þetta var gjört og dómaranum
afhent Biblían. Hann opnaði hana nálægt
byrjun og hélt áfram að blaða í henni en
fann ekki Korintubréfið, svo hann bað
unga manninnn að finna það sem hann
hefði verið að lesa. Ungi maðurinn fletti
upp 1 Kor. 15 og rétti dómaranum Biblíuna
aftur. Dómarinn leit yfir þetta og sann-
færðist um að ungi maðurinn hefði sagt
sannleikann. Fáum dögum seinna var sak-
leysi unga -mannsins fullkomlega sannað,-
Vinir útveguðu honum atvinnu. Síðan hefir
hann fengið hverja trúnaðarstöðuna eftir
aðra. Nú er Biblía í réttarsalnum þar sem
hann mætti og dómarinn hefir lesið hana
spjaldanna milli. C.O.G.
VI. KAPÍTULI
Alþjóðastjórn - eða
Svo hrætt er fólkið nú um að mannkyn-
ið verði eyðilagt innan skams með þeim
drápsvélum sem stöðugt fjölgar og hættu-
legri verða ár frá ári, að það vill sjá al-
þjóðastjórn komast á í stað þjóðabanda-
lagsins, því sýnist það vera eina framtíðar-
vonin. Menn halda því fram að þjóðabanda-
lagið sé als ekki fært um að mæta því
ofurefii sem nú standi fyrir dyrum.
Þessir menn halda því fram að þjóða-
bandalagið líkist safnaðnefnd, sem haldi
langar ræður um mál og stýli álykt-
anir með trúarbragða blæ, en því sé of-
vaxið að ráða fram úr þeim ósköpum sem
sprengjan hafi í för með sér. Þeir segja að
þjóðbandalagið sé kraftlaust. Þeir segja
það þurfi meira vald til umsvifalausra
framkvæmda hvernær sem nauðsyn krefji.
Sé það ekki mögulegt eins og þjóð-
bandalaginu nú er varið þé. álíta þeir best
að leysa það upp og stofna nýja nefnd með
stjórnarvaldi.
Einn af þeim sem ákveðnast mæla með
þessari stefnu er Stephen King Hall her-
foringi, ritstjóri blaðsins “National News
Letter”, og einn hinna vitrustu manna sem
nú eru uppi. Eftir að fyrsta sprengjan var
notuð 16. ágúst 1945 skrifaði hann það sem
hér segir:
“Eini vegurinn út úr þeim vandræðum
sem ríkið er nú komið í, er sá að stofna
alþjóðaríki, eða yfirríki, eins fljótt og hægt
er. Enginn annar vegur er til, nema sá að
yfirgefa heiminn—fremja sjálfsmorð með
ógurlegum sprengingum.”
“Nú vitum við það,” segir hann enn
fremur,” að alþjóðaríki með eðlilegri fram-
þróun hefði að líkindum ekki skapast 1
næstu eina að tvær aldir. Þjóðbandalagið
var einn liður í þeirri keðju, og samt voru
þjóðirnar of harðsvírðar til þess að vilja
beygja sig undir tiltölulega vægar kröfur
þeirrar stofnunar.
Tuttugu og fimm árum síðar var gerð
ennþá veigaminni tilraun í San Francisco
til þess að stofna yfirríki öllum til verndar
og styrktar, og það var gert í andlegu lofts-
lagi háðs og hálfvelgju. Allar þessar spila-
borgir gereyðast með tveimur sprengjum
og fáeinum ungum mönnum í tveimur B-
29 flugvélum.
“Eigum vér að segja já eða nei? Kjósa
líf eða dauða? Það er aðeins um tvent að
ræða: annaðhvort að sameinast eða mæta
algerðrí glötun, hvort eigum vér að velja?
Þetta eru grimdarfullar spurningar sem
erfitt er að svara. Þær eru í sambandi við
hið ógurlega afl, sem leyst hefir verið með
sprengjunni . . . ”.
Þannig fórust honum orð, og hann bætti
þessu við: “Ef vér misskiljum svo tákn
tímanna að vér ímynduni oss að vér getum
leiðrétt öll þesssir ósköp með reglum þeim
sem þjóðbandalagið hefir sett, bæði í
stjórnarskará sinni, á fundinum í Bretton
Woods, með samningnum í Hot Springs,
með UNRRA og á fundi utanríkis ráð-
herranna, þá drögum vér sjálfa oss á tálar.
“Viðfangsefni vor nú eru ekki þau sömu
og áður voru, þau eru ný og ómótmælan-
lega alþjóða viðfangsefni — viðfangsefni
mannkynsins í heild sinni. Þau eru ekki
aðeins þjóðar málefni með alþjóða auka-
atriðum. Af þessu leiðir það að ef vér
eigum að ráða fram úr viðfangsefnum