Stjarnan - 01.09.1948, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.09.1948, Qupperneq 3
STJARNAN 67 og eyrnagull alt mjög verðmætt. í hverj- um eyrnahring voru 21 ekta perlur í gull umgjörð lagað eins og vínberjaklasi. Þessi kona hafði reynt að bjarga dýrgripum sínum, en fórst sjálf er hún flýði frá borg- inni. Miljónir manna halda föstum tökum á þessa heims gæðum, en missa af hinni sönnu auðlegð sem Guð gefur oss í Jesú Kristi, Jesús sagði um hræsnarana: “Þeir hafa sín laun úttekið”, Matt. 6:2. Þeir hafa öll þau gæði sem þeir munu nokkurn tíma njóta, það er ekkert himnaríki fyrir þá. “Faðir, eg vil að þeir sem þá gafst mér séu hjá mér þar sem eg er svo þeir sjá mína dýrð sem þú gafst mér, því þú elskað- ir mig fyr en veröldin var grundvölluð.” Joh. 17:24. Wilbur Chapman segir frá vini sínum sem var í Krímea stríðinu. Við hlið hans stóð hermaður sem misti annan fótinn fyr- ir íallbyssukúlu, hann hafði sig upp og studdist við tré ákveðinn í að halda áfram, en þá kom annað skot og tók af honum hinn fótinn. Hann vor borinn blæðandi, og menn héldu deyjandi á sjúkrahús, en öllum til undrunar lifði hann áfram og var fluttur heim í ættland sitt. Loks kom dag- urinn þegar átti að útbýta heiðursmerkj- um til hermannanna. Hann var borinn í , burðarrekju fram fyrir Victoríu drotningu. Þegar hinir hermennirnir gengu framhjá afhenti skrifari drotningarinnar þeim heið- ursmerkið. En þegar hún sá þennan mann borinn inn, sem var fölur og þunnleitur þá stóð hún upp úr sæti sínu, beygði sig niður að honum og festi sjálf heiðursmerk- ið á brjóst hans. Félagar mínir í stríði lífsins mætti þetta verða reynsla vor allra þegar vér mætum frammi fyrir konungi vorum. Vér munum sjá hann augliti til auglitis. Hann mun stíga niður af hásæti sínu til að mæta okkur og með sínum gegnum stungnu höndum setja sigurskórónuna á höfuð okk- ar. Það verður himnaríki fyrir oss. Voice of Prohpecy, U.S. Signs. Yfir 350,000 manna og kvenna í Mexico hefir lært að lesa og skrifa þessi síðustu þrjú ár, svo nú hafa 1,100,000 Mexicanar stundað bóknám síðan farið var að berjast fyrir að bæta mentun fólksins. “Nú er sú æskilega tíð” Guðs orð varar oss við því að sá tími muni koma að Guðs andi ekki lengur tali til samvisku manna. Það meinar endir náð- artímans fyrir manninn, þegar Guð hefir lokað dyrunum. Fyrir flóðið var mönnum gefin aðvörun: “Andi minn skal ekki eilíflega óvirðast í manninum”. 1 Mós. 6:3. Þér þekkið söguna. Nói prédikaði iðrunarboðskap og hvatti menn til að leita sér frelsunar í örkinni svo þeir kæmust hjá eyðileggingunni. í meir en heila öld flutti Nói aðvörunarboðskap- inn. Guðs andi talaði til mannanna en fáir gáfu því gaum. Öllum var gefið tækifæri til frelsunar, en aðeins 8 gengu inn í örkina þegar tíminn kom. Þegar þessar fáu trúföstu sálir höfðu gengið inn lokaði engill Drottins örkinni. En flóðið kom ekki strax. 1 sjö daga gátu hinir vantrúuðu framkvæmt fyrirætlanir sínar, alt gekk svipað því sem vant var En svo var dóminum fullnægt. Gluggar him- insins opnuðust, uppsprettur undirdjúpsins lukust upp. Hættan sem menn höfðu verið varaðir við en þeir skeyttu ekki um, kom nú skyndilega yfir þá óviðbúna. Guðs andi sem þeir höfðu hafnað og fyrirlitið talaði nú ekki lengur til hjartna þeirra. Hvenær endaði náðartími mannanna á dögum Nóa? Var það þegar fór að rigna, eða þegar engillinn lokaði örkinni? Setjum svo að einhver hefði breytt skoðun sinni og ‘knúið á dyr hennar eftir að henni var lokað, mundi hann hafa fengið inngöngu? Nei. Menn höfðu um tugi ára fengið að- vörunarboðskap Guðs gegn um prédikun Nóa. í meir en heila öld var tækifæri til frelsunar. Hinn náðugi kærleiksríki Faðir á himnum hafði lengi varað þá við hinum komandi dómi. Nú var tækifærið farið, þegar dyrunum var lokað. Þó einhver hefði viljað komast inn í örkina vikuna sem leið frá því dyrunum var lokað og þangað til flóðið kom, þá hefði það verið of seint. Náðin var ekki lengur framboðin. Fyrir nálægt 2,000 árum síðan flutti Jesús oss þá aðvörun að “Eins og dagar Nóa voru, eins mun tilkoma mannsins son- ar verða”. Matt. 24:37. Á þessum síðustu dögum rétt áður en Jesús kemur aftur, mun hann, vor himn- eski málafærslumaður ljúka við starf sitt

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.