Stjarnan - 01.10.1948, Side 2

Stjarnan - 01.10.1948, Side 2
74 STJARNAN stöðu vorri gagnvart skipunum Guðs. Þeg- ar vér höfum sama hugarfar sem var í Jesú Kristi þá fáum vér lifandi löngun til að gjöra Föðursins vilja. Á þann hátt verð- ur hlýðnin gleðiefni og skyldan einka- réttindi. Ernesi Lloyd Spádómurinn opinberar framtíðina VII KAPÍTULI “Sá Guð er á himnum sem opinberar leynda hluti, og hann gerir kunnugt það sem verða mun á hinum síðustu dögum.” Dan. 2:28. Þeim lesendum sem orðið hafa fyrir vonbrigðum, eða sem hafa aðra skoðun, þar sem því er haldið fram að allar mann- legar tilraunir til að stofna alþjóðastjórn muni mishepnast, þeim vil benda á hvað ritað er um þetta efni í hinum miklu spá- dómum Biblíunnar. Þessir spádómar sem skráðir voru fyrir mörgum öldum, eru undursamlegir. Þeir segja fyrir hina sögulegu viðburði svo ná- kvæmt og greinilega að ekki er hægt annað en verða samdóma spásagnamönnunum á Egyptalandi sem sögðu: “Þetta er Guðs fingur.” 2. Mós. 8:19. Þ>að eitt er víst að í engum bókmentum, ýngri né e 1 d r i er mögulegt að finna eins glögglega lýst fram- tíðarviðburðunum. Eins og geislandi Ijós- vaki lýsa þessir undraverðu spádómar út yfir myrkri skygða framtíðina svo öldum skiftir, sýnandi í björtu ljósi það sem ske skyldi um allan aldur. Með því að athuga þessa spádóma geta menn séð og skilið atburði sögunnar öld fram af öld, þar sem eitt stórveldið kemur á eftir öðru og berst um völdin þangað til það nær hámarki sínu og hrynur. Flestir þessara spádóma hafa þegar að mestu leiti komið fram. Það er auðvelt að Ijera þá saman við söguna og sjá hvernig þeir eru nákvæmlega uppfyltir. Hver sem reynir þennan samanburð hlýtur að fyllast undrun og aðdáun og komast á sömu skoð- un og Pétur þegar hann sagði: “Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn frá Guði, knúðir af heilögum anda.” 2 Pét. 1:21. Ef til vill er spádómurinn hjá Daníel merkilegastur þeirra allra og oftar er í hann vitnað en nokkurn annan spádóm þótt allir séu þeir innblásnir. Hann er í Dan. öðrum kapítula. Þar í einum fimm versum er lýsing á stórveldum heimsins frá Babýlon alt til vorra daga og lengur. Það er eins og verið sé að lesa eigin- handar rit drottins um vöxt og hrun þjóð- anna; þangað til sá tími kemur að hann tekur stjórnina í hendur sér. Með þessar óviðjafnanlegu upplýsingar fyrir augum fáum vér svör við þúsundum spurninga, sem ekki var mögulegt að ávara áður. Það er eins og fortíðin, nútíðin og framtíðin verði opin bók fyrir augum vorum. Þessi miklu sögulegu spádómsvers hljóða þannig: “Þú horfðir fram fyrir þig, konungur, og stóð þar líkneski mikið. Líkneski þetta var stórt og yfirtaks ljómandi. Það stóð frammi fyrir þér og var ógurlegt ásýndum: Höfuð líknesis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir úr silfri, kviður- inn og lendarnar úr eiri leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kost- ar af leiri. þú horfðir á það þar til steinn nokkur losnaði án þess að manns hönd nokkur kæmi við hann. Hann lenti á fót- um líkneskisins, sem voru af járni og leir og molaði þá. Þá muldist sundur í sama bili járnið, leirinn, eirinn, silfrið og gullið og varð eins og sáðir á sumarláfa, vindur- inn feykti því burt svo þess sá engan stað. 'En steinninn sem lenti á líkneskinu varð að stóru fjalli og tók yfir alla jörðina.” Dan. 2:31-35. Sá sem talaði þessi orð var Daníel, ungur hebreskur fangi við hirðina í Babýlon. Konungurinn sem átt er við var hinn voldugi Nebúkadnezar stjórnandi hins mikla stórveldis. Þetta skeði hér um bil 603 fyrir Krist. Kringumstæður þær sem knúðu fram lýsinguna á líkneskinu og af- drifum þess voru þessar: Eina nótt dreymdi Nebúkadnezar draum einmitt um líkneski svipað þessu, en þegar hann vaknaði um morguninn hafði hann alveg gleymt um hvað draumurinn var, en fanst hann hlyti að vera þýðing^r mikill. Hann reyndi að ryfja upp draummn en árangurslaust. Þetta gramdist honum. Hann lét kalla fyrir sig ráðgjafa sína og alla vísindamenn- ina í Babýlon til að segja honum drauminn og þýðingu hans, en þeir gátu það ekki, af þessu reiddist hann svo að hann gaf út skipun um að lífláta þá, þegar hér var komið hafði Daníel leitað Guðs og beðið

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.