Stjarnan - 01.10.1948, Page 5

Stjarnan - 01.10.1948, Page 5
STJARNAN 77 jarðríki. Orðin eru þessi: “þá munu þeir • . . þó ekki samþýðasi hvorir öðrum." Nei, þeir munu ekki samþýðast hver öðrum. Ekkert eitt veldi mun ráða heim- inum. Ekki fyr en Kristur kemur sjálfur til að taka við stjórninni — og það er vissu- lega næsti og mesti atburðurinn í sögu mannkynsins. Skifting hins forna rómverska ríkis helst við til daganna enda, því það er á dögum þessara konunga að Drottinn himnanna stofnar konungdæmi, sem aldrei líður und- ir lok, konungdæmi “sem skal engri annari þjóð í hendur fengið verða, það mun knosa * og að engu gera öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu.” Dan. 2:44. (Tekið upp úr Tákn Tímanna 2. júlí 1940) Látum oss aldrei, gleyma því að það voru þessi fáu orð: "Þeir munu ekki samþýðasi hvorir öðrum/' sem sigruðu Hitler, fremur en úthald Breta hugvit og framleiðsla Bandaríkjanna, eða hin margvíslegu fram- lög Bandamanna. Það var þessi stutta, fáorða yfirlýsing spámannsins fyrir tuttugu og fimm öldum, sem velti um koll og niður- lægði hinar stórorðu, yfir lætisfullu áætlan- ir um yfirráð Nazistanna, það voru þessi orð fremur en mælska Churhills eða stjórn- vizka Roosevelts, fremur en öll stjórnhygg- indi og ráð stjórnmálamanna, hershöfð- ingja, leiðtoga, vísindamanna og .verkfræð- inga, og þannig verður það enn ef til kemur. Hvaða afl sem hugsar sér að ná einræði yfir allri Evrópu þá á það víst að bíða ósig- ur. Hversu slægviturt, hversu grimdarfult það afl væri sem hugsaði sér að krækja klónum í hinar ýmsu þjóðir og vefja þær í net sitt, þá hepnaðist því aldrei að halda þeim saman í einni heild. Ósigur væri ó- hjákvæmilegur, því “þeir munu ekki sam- þýðast hvorir öðrum.” Þessi spádómur ónýtir einnig hugmynd- ina um Bandaríki Evrópu sem svo oft er raatt um nú aftur eftir stríðið. Mazzini, Garibaldi, Victor Hugo og margir aðrir hafa hrópað hástöfum um sundrungina í Evrópu, sem skapað hefir svo miklar þraut- ir og tjón. Aristide Briand hrópaði árið 1922 til hálfsveltandi fólksins í Evrópu og sagði: “Sameinist þið svo þið getið lifað og auðgast”. Árið 1926 kom saman þing með fulltrúum frá öllum Evrópulöndunum; það var haldið í Vínarborg. Þar voru saman komin tvö þúsund manns. Tilögur sem þar komu fram um sameining ríkjanna eru einmitt nú að endurvakna, og þeim er að aukast mikið fylgi. Þeir hafa jafnvel fylgi Trumans forseta. En þrátt fyrir alt það fylgi sem þær fá geta þær ekki náð fram- gangi. Engin mannleg tilraun getur komið því til leiðar að ríkin í Evrópu myndi eina heild og haldi saman. Því spádómurinn segir: “þeir munu ekki samþýðast hvorir öðrum.” Og þá er spurningin um alþjóðastjórn. Með spádómi Daníels.er það mál úr sög- unni. Svo er annað: Ef Evrópa verður ekki sameinuð, hvernig væri það þá hugsandi að allur mannheimur sameinaðist. Margar þjóðanna í öðrum heimsálfum eru afkom- endur íbúanna í hinu forna rómverska ríki og þótt þær mætist öðru hverju og hafi ýmislegt saman að sælda í yfirborðs félag- skap og vinsamlegum samtökum þá er það víst að þær eru og yrðu jafn ófúsar og Evrópuþjóðirnar til að sameinast eða láta af hendi sjálfstjórn sína til nokkurrar yfir- stjórnar. Það er að vísu ekki ómögulegt að sett verði á laggirnar einhver bráðabyrgðar- stofnun, sem líktist alþjóðastjórn, en ef til þess kemur þá endist það ekki lengi því “þeir samþýðast ekki hver öðrum”. Merkilegasta atriðið í þessari undursam legu opinberun er það að á vorum dögum, einmitt nú á þessum síðustu dögum mun Guð á himnum stofna sitt ríki sem aldrei mun til grunna ganga. Af þessu vitum vér að nýtt og betra þjóðskipulag er greinilega á stefnuskrá hins guðlega stjórnara. Al- þjóðastjórn verður um síðir sett á stofn með Kristi sem leiðtoga og réttlætið ríkj- andi í hverju mannshjarta. Þegar litið er á ásigkomulag mannyknsins eins og það nú er þá er þessi fullvissa undursamlega þýð- ingarmikil. Já, þegar litið er á allar rúst- irnar, sorgina og hörmungarnar, öll von- brigðin og skipbrotin, og svo hið allra ægi- legasta, sprengjuna. Vér getum ekki efast um að spádómurinn á við vorn tíma. Og stofnun Guðs ríkis er ekki ákveðin að eiga sér stað í fjarlægri framtíð, heldur nú, á vorum dögum. Vér ættum að gefa þessu alvarlegan gaum og það tafarlaust því Tíminn er svo siuiiur. A. S. MAXWELL

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.