Stjarnan - 01.04.1949, Qupperneq 3
STJARNAN
27
Vér getum komist hjá eyðileggingu ef
vér snúum frá syndum vorum. Leiðin út
úr vandræðunum, er að snúa sér til Guðs.
Nú er aðvörunarboðskapur fluttur út um
allan heim. Hann stendur í Opinberunar-
bókinni 14. kap. 6. til 14. vers, og líkist
boðskap þeim er Jónas spámaður flutti
Ninive borgarmönnym. (Jónas 3:4.)
Guð hefir ákveðið tímatakmark fyrir
þennan heim. Samkvæmt Ritningunni mun
Jesús koma aftur sem konugur konung-
anna, til að dæma heiminn, (2. Tím. 4:1),
til að hegna hinum óguðlegu, en umbuna
hinum réttlátu. Jóh. 14:13. Endurkoma
Krists mun skyndilega gjöra enda á sögu
heimsins. Of seint munu þá þjóðirnar sjá
að þær hafa strítt á móti Guði þegar þær
stríddu hver á móti annari. En það munu
verða þúsundir og þúsundir manna frá öll-
um löndum og kynkvíslum, sem fagnandi
mæta frelsara sínum og Drottni. Hinir rétt-
látu burtsofnuðu verða reystir úr
gröfum sínum, og ásamt hinum réttlátu
lifandi verða hrifnir til skýja til að
mæta Drotni í loftinu. I Thess. 4:16-18.
Þeir eru frelsaðir. Endurkoma Krists er
fyrir þá byrjun á nýjum degi. Allar vonir
þeirra verða nú uppfyltar. Nú hafa þeir
öðlast stöðugan frið og hamingju, sem
endurgjald fyrir trú sína á freslara sinn.
Vér biðjum yður alla að athuga þessa
björtu framtíðarvon. Hugsandi menn al-
staðar sjá að tíminn er þegar liðinn og
eitthvað sérstakt, alvarlegt mun koma yfir
heiminn. Endurkoma Krists er í nánd.
Þessi dýrðlegi atburður hefir verið von
Guðs barna á öllum öldum heimsins.
Vér þekkjum ekkert áhugamál, sem er
meira áríðandi heldur en það að vera
reiðubúinn að mæta Jesú þegar hann kem-
ur í dýrð sinni. H.I.
----------*----------
“Læknið sjúka, hreinsið líkþráa”, bauð
Jesús lærisveinum sínum. Matt. 10:8. þessi
skipun er bókastaflega framkvæmd á
sjúkrahúsum vorum fyrir hina holdsveiku
í Afríku og á Salomonseyjunum. Æfðir
kristnir læknar nota nýjustu aðferðir til
að lækna líkamann, og þeir flytja um leið
boðskapinn um kærleika Krists til þúsunda
holdsveikra á ári hverju.
Canada og alheimstrúboðið
Canada er einn hlutinn af starfsviði
Sjöunda dags Aðventista. Það er ekki ein-
ungis að Canada njóti góðs af starfi þeirra,
heldur á hún mikinn þátt í að flytja starf-
ið út um heiminn.
Svo árum skiftir hafa Sjöunda dags
Aðventistar verið að byggja upp starfið i
Canada, bæði fjölgað safnaðfólki bygt
kirkjur og skóla. Þessi kirkjudeild hefir
hér 142 söfnuði, 36 kirkjuskóla, tvo há-
skóla, eina prentsmiðju og eitt heilsuhæli.
Síðastliðin þrjú ár hafa háskólarnir verið
stækkaðir. Nýjar byggingar við þessar
uppeldisstofnanir og útbúnaður þeirra hef-
ir kostað um 450,000 dollara. Þetta hefir
hjálpað skólastarfinu svo mikið að helm-
ingi fleiri nemendur heldur en áður geta
fengið inngöngu, svo' nú geta börn og ungl-
ingar fengið kristilega mentun. Þetta er
svo mikils vert nú á dögum þegar vantrú
og guðleysi er svo alment út um heiminn.
Nú sem stendur eru söfnuðir vorir að
sameina krafta sína til að útbreiða lækna-
trúboð í Canada. Trúboðslæknar vorir eru
að setja sig niður í útjöðrum fylkjanna til
að geta hjálpað þeim, sem lengi h^fa beðið
um og beðið eftir slíkri hjálp. Fimm af
fylkjum Canada hafa þegar fengið trú-
boðslæknir, og vér væntum að fá tvo í
viðbót þetta yfirstandandi ár.
Starf það sem söfnuðir vorir halda uppi-
byggist fyrst og fremst á fórnfýsi fólksins,
sem borgar skilvíslega tíund af tekjum
sínum og gefur til trúboðsins þar að auki
til að halda uppi starfinu og útbreiða það.
Til þess enn fremur að efla starfið vinna
Sjöunda dags Aðventistar sem sjálfboða-
liðar að því að safna gjöfum frá vinum
og nágrönnum einu sinni á ári. Þessi að-
ferð hefir verið viðhöfð í Canada yfir 30
ár. Almenningur í Canada hefir á þennan
hátt átt mikinn þátt í framför starfsins
bæði í Canada og öðrum löndum.
Vér þökkum hér með góðviljuðum vin-
um vorum fyrir alt sem þeir hafa gjört á
liðnum tíma og fullvissum þá um að hjálp
þeirra framvegis verður mikils metin, og
kærleiks starf þeirra mun verða til ómet-
anlegrar blessunar á þessum yfirstandandi
erfiðu tímum.
H. L. RUDY