Stjarnan - 01.04.1949, Síða 6
30
STJAKNAN
manna og kvenna í f jarlægum löndum. Mér
dettur í hug læknir einn og fjölskylda hans
í Vestur Afríku. Fjölmennasta kirkjan sem
starfar þar sá með vanþóknun hve vel
gekk með starf mótmælenda þar í bygðar-
laginu. Vegna samninga milli þjóðanna
geta þeir ekki rekið út alla trúboða, þeir
geta heldur ekki fengið lög gefin út sem
banni þeim landgöngu. En þessi kirkja sem
blátt áfram setur sig upp yfir stjórnina hef-
ir fundið upp ráð til að hindra aðgang fyrir
trúboða á þann hátt að beiðni um inngöngu
er send frá einni skrifstofu til annarar, án
þess að svara henni. Tilgangurinn er sá
að beiðninni verði aldrei svarað. Afleið-
ingin er sú að menn blátt áfram fá ekki
inngönguleyfi. Læknir vor, sem ég mint-
ist á sagði við meðstarfendur sína, að ef
leyfi til að koma aftur fengist ekki þá
væri hann reiðubúinn að verja öllu lífi
sínu við sjúkrahúsið í Afríku, svo ekki
þyrfti að loka því. Sýnum vér eins mikla
sjálfsfórn í starfi voru hér heima? Vér
getum ekki efast'um að slíkir menn skilja
og framkvæma skipunina sem segir: “Ver-
ið með sama hugarfari sem Jesús Kristur
var.” og “Takið á yður mitt ok og lærið af
mér, því ég er hógvær og af hjarta lítillát-
ur, og þá skuluð þér finna sálum yðar
hvíld!”
Þessir menn og konur sem hafa yfir-
gefið heimili og ástvini skilja vel það sem
Jesús sagði: “Lífið er meira vert en fæðan
og líkaminn meir en klæðnaðurinn.” “Leit-
ið fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis, þá
mun alt þetta veitast yður að auki.” “Safn-
ið yður fjársjóðum á himni.” Það lítur svo
út að sumir vænti eftir að geta tekið mikið
af fjársjóðum sínum með sér til hins kom-
andi heims.
Þegar við fórum til Indlands' snemma
á árinu 1944 þá stóð stríðið í Indlandshaf-
inu sem hæðst. Vér tókum far á skipi frá
Durban í Suður Afríku til einhverar hafn-
ar við Indland, eða í nálægð við Indland.
Vikuna áður en vér fórum af stað hafði
fjórum skipum verið sökt nálægt Durban.
Flestir farþegarnir sem ætluðu að fara með
sama skipi og ég hættu við að fara. Þegar
við stýrðum með hægð út af höfninni fór
stórt skip fram hjá okkur sem verið var að
draga inn. Það hafði stórt gat á annari
hliðinni. Varnarskip sem lofuð höfðu verið
til að fylgja vorum bát komu eki. í þrjár
vikur fórum vér ýmsar krókaleiðir gegn
um Indverska hafið og komumst svo að
heilu og höldnu til Colombo á eyjunni
Ceylon. Þar fréttum vér að vor bátur varð
að fara gegn um Bengalska flóann. Það var
hættulegasti hluti leiðarinnar og engin
varnarskip.
Hún hajði jjársjóð sinn með sér.
Þegar við lögðum af stað frá Colombo
til Calcutta fór annað skip samtímis út af
höfninni. Eftir vikuferð komumst vér
slysalaust til Calcutta. Hitt skipið varð
fyrir neðansjáfarsprengju 12 tímum eftir
það lagði út frá höfninni. Þetta var á þeim
tíma sem óvina neðansjáfarbátar skutu
á þá sem komust í björgunarbát til þess
að ekkert fréttist um slysin. Nokkrum dög-
um seinna sagði Methodista trúboði frá
reynslu sinni. Hann var einn af þeim fáu
sem af komust. Menn voru rétt gengnir
til hvíldar þegar sprengjan hitti skipið.
Þegar hann fékk meðvitund rétt á eftir
lá hann á gólfinu. Hann smeygði sér í
björgunarjakkann og hjálpaði til að koma
fólkinu í björgunarbátana Innan fjögra
mínútna, sökk skipið. Einn af vinum
hans í björgunarbátinu sagði “Mrs. G.
var að spyrja eftir þér, fann hún þig?”
“Nei.” “Ég ætlaði að reyha að hjálpa henni,
en hún stóð fast á því að það yrði að
bjarga töskunni hennar, og hún ætlaði að
fá hjálp hjá þér til þess.” Hún var ekki
í neinum björgunarbátnum. Hún hafði
fjársjóð sinn með sér, en hvað kostaði það
hana?
Höldum vér dauðahaldi í jarðneska
muni, án þess að gefa gaum að orðum
Krists: “Hver sem vill fylgja mér afneiti
sjálfum sér, taki sinn kross og fylgi mér
eftir.” Ef vér lifum í samfélagi við Guð,
ef vér í sannleika elskum hann, þá munum
vér minnast þess að það er aðeins örstuttur
tími þangað til Guð mun leiða inn í ríki
sitt þá, sem hér hafa gjört sáttmála við
hann með fórnum. “Þar eð alt þetta ferst
þannig, hversu ber yður þá að framganga
í heilagri breytni og guðrækni?” Páll
postuli svarar því: “Verið með sama hug-
arfari sem Jesús Kristur var.”
THEODORE R. FLAIZ, M.D.