Stjarnan - 01.04.1949, Blaðsíða 4
28
STJARNAN
Synd blindar augu manna
Auðmýkt er ein af þeim dygðum sem
skortur er á hjá nútíðarmönnum. Þessi
skortur er afleiðing tíðarandans. Meðan
alt gengur vel og þekking og framfarir
aukast, þá finst manninum að hann sé
sjálfum sér nógur og hann sé ekki svo
mikið kominn upp á Guð.
Nýtízku farísea hugsunarháttur virðist
gagntaka líf Ameríkumanna eftir því sem
Ladies Home Journal nóvember 1948 setur
fram. Þótt 95 hundruðustu Ameríkumanna
játi trú á algóða veru, þá eru fáir sem
gjöra sér grein fyrir afstöðu sinni gagn-
vart Guði. Þeir hafa lítinn áhuga fyrir
að þekkja Guðs vilja eða laga líf sitt eftir
honum.
Ábyrgð mannsins gagnvart skapara
sínum er ekki alment viðurkend. Aðeins
fáir af þeim sem þó ákalla Guð, biðja hann
um fyrirgefningu synda sinna. Fjöldinn af
fólki kannast varla við að þeir séu syndar-
ar. Þeir virðast vel ánægðir með sitt and-
lega ástand, og hugsa ef ekki segja eins
og faríseinn forðum: “Ég þakka þér Guð
að ég er ekki eins og aðrir menn.” Af orð-
um þeirra að dæma lítur svo út^sem þeir
finni ekki þörf á dýpri eða fullkomnari
kristilegri reynslu.
Það er mikill mismunur “Milli þess sem
menn hugsa og þess sem þeir gjöra,” segir
Lincoln Barnett. Átta af hverjum tíu álíta
að flest viðfangsefni yrðu ráðin ef menn
algjörlega breyttu eftir kærleikans lög-
máli En það einkennilega er að átta af
hverjum tíu álíta sjálfa sig hlýða þessu
lögmáli. “Hér kemur í ljós aðal synd mann-
sins . . . hann vill ekki kannast við að hann
sé syndari.”
Of mikið sjálfstraust veiklar grundvöll
andlega lífsins hjá núverandi kynslóð. Vér
viljum oft helst ekki nefna syndina hennar
rétta nafni. Vér erum allir syndarar. Synd
er ekki eins og margir ætla aðeins nokk-
urskonar siðferðis skortur, sem vér verð-
um sjálfir að bera ábyrgð á. Syndin er
voldugt afl sem heldur mannkyninu í helj-
argreipum sínum.
Bak við sjálfstraust mannsins stendur
ímyndun hans um að hann sé að náttúrunni
til góður. Hann sér ekki hvað syndin er
rótgróin í eðli hans. Hann skilur ekki að
synd er mótstaða gegn Guði og uppreisn
móti vilja hans.
Allir hafa syndgað. Vér erum óvinir
Guðs nema því að eins að við höfum með-
tekið Jesúm sem staðgöngumann vorn og
meðalgangara. En svo verðum vér daglega
í auðmýkt að fylgja frelsara vorum.
Páll postuli líkir hinu holdlega synduga
eðli mannsins við lík, sem hann er bund-
inn við. í Rómverska ríkinu á dögum Páls
var morðingjum stundum hegnt með því
að binda þá við lík þess sem þeir höfðu
myrt. Páll hrópar: “Ég aumur maður, hver
mun frelsa mig frá þessum dauðans lík-
ama?” Hann skildi ástand sitt hve syndugt
og vonlaust það var. Hann þráði guðdóm-
legan kraft til að brjóta hlekki syndarinn-
ar. Postulinn skildi að hann var glataður og
sneri sér til Guðs til að fá frelsun. “Laun
syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs
er eilíft líf í Jesú Kristi Drotni vorum.”
Róm. 6:23. Maðurinn getur ekki frelsað
sjálfan sig með góðverkum, eða eigin vits-
munum. Sáluhjálp er Guðs náðargjöf.
Þegar postulinn hafði játað syndar sín-
ar og snúið frá þeim þá fyltist hjarta hans
af kærleika Krists, og í lifandi trú var
hann fullviss um að ekkert gat skilið hann
við kærleika Guðs “sem birtist í Jesú
Kristi Drotni vorum.” Róm. 8:39. Þá gat
hann sagt: “því að ég ásetti mér að vita
ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Krist og
hann krossfestan.” I Kor. 2:2.
Menn þurfa að skilja hið skelfilega
djúp syndarinnar, sem aðskilur þá frá vor-
um himneska föður, annars geta þeir ekki
séð þörf sína á endurlausn fyrir Jesúm
Krist.
Menn þurfa að hata synd vegna þess
hve vond hún er, en ekki aðeins til að
komast hjá hegningu hennar í framtíðinni.
Syndin var orsök í dauða Guðs sonar á
Golgata. Synd mannsins særir stöðugt
hjarta vors himneska föður. Maðurinn þarf
að sjá að hann er glataður vegna syndar-
innar, en að Guð af kærleika sínum býður
honum fyrirgefningu, náð og frelsun.
Þangað til hann sér og skilur þetta þykist
hann nógu góður þó hann sökkvi dýpra og
dýpra niður í afgrunn syndarinnar.
Dr. Simon Greenberg, Gyðingur að ætt,
lýsir andlegu ástandi manna nú í heimin-
um með þessum orðum: “Þessi kynslóð