Stjarnan - 01.08.1950, Blaðsíða 1
STJARNAN
ÁGÚST 1950 LUNDAR, MANITOBA
Þekking á guði
Guð leitast á marga vegu við að opin-
berast oss og fá oss í samfélag við sig.
Náttúran talar án afláts til skilningarvita
vorra. Opið hjarta verður vart við kær-
leika guðs og dýrð, sem opinberast í verk-
um hans handa. Þegar eyrað hlustar fær
það heyrt og skilið rödd guðs í náttúrunni.
Grænu ekrurnar, háu trén, brumið og
blómin, skýin, sem líða í lopti, regnið, sem
streymir niður, lækurinn, sem rennur suð-
andi um grænar grundir, og dýrðarskraut
himinsins tala til hjartna vorra og bjóða
oss að komast í kynni við hann, sem skap-
aði allt þetta.
Frelsari vor tengdi sína dýrmætu
íræðslu við náttúruna. Trén, fuglarnir,
blómin í dalnum, hæðirnar, vatnið og hinn
fagri himinn, atvik og viðburðir í daglega
lífinu voru tengd orðum sannleikans og
sett í samband við þau, svo að mennirnir
mættu opt minnast fræðslu hans, jafnvel
á annríkustu og erfiðustu stundum æfi
sinnar.
Það er guði þóknanlegt, að börnin hans
hafi mætur á verkum hans og gleðjist við
hina einföldu óbrotnu fegurð, sem hann
hefur skreytt vor jarðnesku heimkynni
með. Hann elskar hið fagra, en göfugt
lunderni elskar hann fremur öllu því, sem
er laðandi hið ytra. Hann vill að vér glæð-
um hjá oss hreinleika og einfaldleika, hina
kyrrlátu fegurð blómanna.
Vér munum’ öðlast dýrmæta fræðslu
um hlýðni og trúnaðartraust, ef vér áðeins
viljum gefa gætur að verkum guðs handa.
Öll náttúran hlýðir vilja skaparans, ailt
frá stjörnunum, sem gengið hafa sína leið
svo sem drottinn býður um óendanlegar
aldaraðir, og niður til hins minnsta dupt-
korns. Guð ber umhyggju fyrir öllu og
heldur öllu við, er hann hefur skapað. Og
hann, sem heldur við sólkerfunum ótelj-
andi í hinu ómælilega rúmi, annast líka
titlinginn, sem syngur óttalaus hina
óbrotnu söngva sína. Himnafaðirinn vakir
með ástríkri viðkvæmni yfir öllum; hann
vakir yfir mönnunum þegar þeir ganga til
sinna daglegu starfa og hann vakir yfir
þeim þegar þeir leita hans í bæninni;
hann vakir yfir þeim þegar þeir leggjast
til hvíldar á kvöldin og þegar þeir fara á
fætur á morgnana; hann vakir yfir auðuga
manninum, er hann heldur veizlu í höll
sinni, og hann vakir yfir fátæklingnum, er
hann sezt með börnum sínum við sitt fá-
réttaða borð. Ekkert tár fellur svo, að guð
verði ekki var við og ekkert bros dyist
hans altsjáanda auga.
Allar fánýtar áhyggjur mundu hverfa
ef vér aðeins vildum trúa þessu fyllilega.
Líf vort mundi ekki verða svo vonbrigöa-
fullt sem nú á sér stað; því að hvað eina,
stórt og smátt, mundi verða falið í guðs
hendur, og honum verða ekki áhyggjurn-
ar erfiðar; þungi þeirra bugar hann ekki.
Þá mundum vér eiga andlegri hvíld að
fagna, sem margir hafa lengi farið á mis
við.
Þegar skilningarvit þín gleðjast við
hrífandi yndisleik þessarar jarðar, þá skalt
þú minnast hins komandi heims, þar sem
aldrei verður vart við spilling syndarinnar
og dauðans, þar, sem náttúran myrkvast
ekki framar af skugga bölvunarinnar.
Hugsaðu þér heimkynni hinna sáluhólpnu
og minnstu þess, að það mun verða dýrð-
legra en svo, að skarpasta hugsun þín geti
leitt fram mynd þess. Vér sjáum aðeins
hinn veikasta bjarma af dýrð guðs í hin-
um margvíslegu gjöfum hans í náttúrunni,
eins og skrifað stendur: „Auga hefur ekki
séð, eyra ekki heyrt og í einskis huga kom-
ið það, sem guð hefur þeim fyirbúið, sem
hann elska.“
Skáldin og náttúrufræðingarnir kunna
frá mörgu að segja um náttúruna, en krist-