Stjarnan - 01.08.1950, Síða 2
58
ST J ARN A Isi
inn maður, sem gleðst við fegurð jarðar-
innar, kann bezt að meta hana, því að
hann sér, að hún er verk föðursins og
verður var við kærleika hans í hverju
blómi, hverjum runni og hverju tré. Eng-
inn getur skilið til fulls þýðingu hæðanna
og dalanna, fljótanna og vatnanna nema
því að eins að hann sjái, að þar lýsir sér
kærleikur guðs til mannanna.
Guð talar til vor með stjórn forsjónar
sinnar og hann talar til vor með áhrifum
anda síns á hjartað. Vér getum fengið
marga dýrmæta fræðslu af kjörum vorum
og annara og þeim breytingum, sem dag-
lega eiga sér stað allt í kringum oss, ef
vér viljum aðeins gefa gaum að þeim. Svo
segir sálmaskáldið hebreska, er hann hug-
leiðir verk guðs forsjónar: „Jörðin er full
af hans náð.“ „Hver hygginn er, hann sér
þetta og tekur eptir drottins miskunsemd-
um.“
Guð talar til vor í orði sínu. Þar er vera
hans, stjórn hans á mönnunum og hið
mikla endurlausnarverk enn þá greinileg-
ar opinberað. Þar er oss sögð saga forfeðr-
anna, spámannanna og annara helgra
manna, er lifðu í fornöld. Þeir voru líkir
oss að breyskleika. Vér sjáum að þeir áttu
við sömu erfiðleika og vér að stríða, sjáum
að þeir féllu fyrir freistingum eins og vér,
fengu þó hugrekki á ný og unnu sigar
fyrir guðs náð. Þegar vér lesum þetta, þá
verður oss það til uppörfunar í kappkostun
vorri eptir réttlætinu. Þegar vér lesum um
þá dýrmætu reynslu, sem þeir fengu, um
það ljós, kærleika og blessun, sem þeir áttu
að fagna, og um það starf, sem guðs náð
veitti þeim þrek til að vinna, þá vekur
sá andi, sem ríkti í þeim, heilaga keppni
í hjörtum vorum og löngun til þess að
líkast þeim í hugarfari og ganga á guðs
vegum eins og þeir.
Jesús sagði um bækur gamla testa-
mentisins (og hversu miklu fremur á það
við um hið nýja?): „Þær eru það, sem
vitna um mig“. Þær vitna um endurlausn-
arann, sem öll von vor um eilíft líf er
byggð á. Öll biblían vitnar um Krist. í
henni lesum vér um verk hans og hlýðum
á hans röddu, frá hinni fyrstu frásögn um
sköpunina, (því án hans „er ekkert til orð-
ið, sem til er“) allt til hins síðasta fyrir-
heitis: „Já ég kem skjótt“. Ef þú vilt kynn-
ast- frelsara þínum, þá skaltu rannsaka
heilaga ritningu.
Lát hjarta þitt fyllast guðs orði. Það
er hið lifandi vatn, sem slekkur hinn
brennandi þorsta þinn. Það er hið lifandi
brauð frá himnum. Jesús segir; „Ef þér
ekki etið hold mannsins sonar og drekkið
ekki hans blóð, hafið þér ekki lífið í yður“.
Og hann skýrir orð sín þannig: „Þau orð,
sem ég tala til yðar, eru andi og líf.“
Líkamir vorir myndast af því, er vér etum
og drekkum, og eins og þessu er þannig
varið að því er hið náttúrlega líf vort
snertir, svo er það einnig í andlegum efn-
um. Það, sem vér höfum hugann við, gefur
voru andlega eðli stefnu og styrk.
—E.G.W.
------------☆------------
XV. Grundvallarlög Guðs ríkis
I. Guð hefir stjórn.
1. Hann er konungur. „Enginn er þinn
líki, Drottinn. Mikill ert þú og mikið
er nafn þitt sakir máttar þíns. Hver
skyldi eigi óttast þig, konungur þjóð-
anna?“ Jer. 10:6-7.
2. Hásœti hans er á himnum. „Drottinn
hefir reist hásæti sitt á himnum,
konungdómur hans drotnar yfir al-
heimi.“ Sálm. 103:19.
II. Engin stjórn getur staðist án þess
að hafa lög.
1. Drengir geta ekki farið í leiki án
þess að hafa reglur.
2. Menn geta ekki haft viðskifti án
þess að fýlgja settum reglum í mæii,
vigt, o.s.frv.
3. Leikir, viðskifti í félagslífi, siðferðis
lífi og andlegu lífi útheimtar lög eða
reglur.
III. Guðs stjórn hefir lög, heilög og rétt-
lát, bygð á kœrleika.
1. „Réttlæti er grundvöllur hásætis
þíns.“ Sálm. 89:15.
2. „Réttir og sannir eru vegir þínir
konungur aldanna.“ Sálm. 15:3.
3. „Þannig er þá lögmálið heilagt, og
boðorðið heilagt og réttlátt og gott.“
Róm. 7:12.
4. Kærleiki til Guðs og manna leiðir til
hlýðni við kærleikans lögmál. „Þú
skalt elska Drottinn Guð þinn af
öllu hjarta þínu. „Þú skalt elska ná-
unga þinn eins og sjálfan þig. Á