Stjarnan - 01.08.1950, Side 4
60
STJARNAN
5. Það er fyrir Guðs börn á síðustu
dögum.
(a) Þau munu halda það gegn um
erfiðleika. „Drekinn reiddist
konunni og fór burt til þess að heyja
stríð við hina aðra afkomendur
hennar, þá er varðveita boð Guðs
og hafa Jesú vitnisburð“. Op. 12:17.
(b) Þeir varðveita boð Guðs. „Hér
reynir á þolgæði hinna heilögu, þeir
er varðveita boð Guðs og trúna á
Jesúm.“ Op. 14:12.
VI. Það er almenn uppreisn gegn lög-
máli Guðs í heiminum. „Hyggja
holdins er fjandskapur gegn Guði,
með því að hún lýtur ekki lögmáli
Guðs, enda getur hún það ekki.“
Róm. 8:7.
. 1. Menn alment lítilsvirða lögmál
Guðs, árangurinn er að glæpir fara
í vöxt.
2. Fráfallin kirkja hafði í hyggju að
breyta Guðs lögmáli. „Hann mun
orð mæla gegn hinum hæðsta, kúga
hina heilögu hins hæðsta og hafa í
hyggju að umbreyta helgitíðum og
]ögum.“ Dan. 7:25.
3. Margir prestar og þeir sem kalla
sig kristna eru í uppreisn gegn lög-
máli Guðs og fótum troða það.
4. Drekinn, sem er djöfull eða satan
er þar í broddi fylkingar. „Varpað
var niður drekanum mikla, hinum
gamla höggtormi, sem heitir djöfull
og satan.“ „Drekinn reiddist kon-
unni og fór burt til þess að heyja
stríð við hina aðra afkomendur
hennar, þá er varðveita boð Guðs.“
Op. 12:9-17.
5. Guð mun láta til sín taka þegar hans
tími kemur. „Tími er komin fyrir
Drottinn að taka í taumana. Þeir
hafa rofið lögmál þitt.“ Sálm.
119:126.
VII. Hlýðni öðlast dýrðlegt endurgjald.
1. „Gnótt friðar hafa þeir er elska lög-
mál þitt og þeim er við engri hrös-
un hætt.“ Sálm 119:165.
2. „Æ að þú vildir gefa gaum að boð-
orðum mínum, þá mundi heill þín
verða sem fljót og.Jaamingja þín sem
bylgjur sjávarins.“ Jes. 48:18.
3. Öryggi í stormum og stríði lífsins.
„Sá, sem heyrir mín orð og breytir
eftir þeim, honum má líkja við
hygginn mann, sem bygði hús sitt
á bjargi og steypiregn kom ofan og
beljandi lækir komu, og stormar
blésu og skullu á því húsi, en það
féll ekki því það var grundvallað á
bjargi.“ Matt. 7:24-25.
4. Vegabréf til himnaríkis. „Ekki mun
hver sá er við mig segir: Herra,
herra, ganga inn í himnaríki, Held-
ur sá er gjörir vilja jöður míns sem
er í himnunum. Margir munu segja
við mig á þeim degi: Herra, herra,
höfum vér ekki spáð með þínu nafni
og höfum vér ekki rekið út illa
anda með þínu nafni og höfum vér
ekki gjört mörg kraftaverk með
þínu nafni. Og þá mun ég segja
þeim afdráttarlaust: „Aldrei þekti
ég yður, farið frá mér þér, sem
fremjið lögmálsbrot.“ Matt 7:21-23.
„Sælir eru þeir sem breyta eftir
hans boðorðum, svo þeir nái að kom-
ast að lífstrénu, og megi inn ganga
um borgarhliðin inn í borgina.“
Op. 22:14. (Eldri þýðingin).
-----------------------------
Fjársjóður fyrir dimma daga
„Eg geymi orð þín í hjarta mínu, til
þess að ég skuli. eigi syndga gegn þér.“
Sálm. 119:11.
Verslunarmaður einn, sem læknirinn
hafði sagt að hann yrði bráðum blindur,
losaði sig við verslun sína og bjó sig til
að taka langt frí uppi í fjöllunum. Hann
sagði: „Eg ætla að horfa á alt sem er ynd-
islegt og fagurt meðan ég ennþá hef sjón-
ina. Svo flyt ég endurminning um fegurð-
ina inn í dimmu dagana.“ Hann horfði
á bláu fjöllin, tæru stöðuvötnin, sem spegl-
uðu fegurð himinsins, skógarins og klett-
anna, hina glóandi sólar uppkomu og hið
gullna sólarlag, yndisleik blómanna og
gleðisvip barnanna þegar þau voru að
leika sér. Hann hafði svo margt að taka
með sér að blindan hans varð ekki myrk
eftir altsaman.
Sama hugmyndin lýsti sér hjá drengn-
um, sem í janúar, þegar alt var hvítt af
snjó, leit yfir blómagarðinn og sagði:
„Mamma, ég j*et séð rósir“.
„Sonur, það eru engar rósir þar nú,“
sagði móðir hans.