Stjarnan - 01.12.1950, Side 1

Stjarnan - 01.12.1950, Side 1
STJARNAN DESEMBER, 1950 LUNDAR, MANITOBA „Áminnið hver annan og eflið hver annars sálarhei11ir/7 Guð ætlast ekki til að sumir af oss verði einbúar og munkar og dragi sig frá skarkala heimsins til þess að helga sig emtómum guðræknisiðkunum. Vér eigum að lifa að dæmi Krists — biðja í einrúmi, starfa meðal lýðsins. Sá, sem ekki hefur annað fyrir stafni en að biðjast fyrir, mun brátt hætta því, eða að öðrum kosti verða bænir hans tóm endurtekning. Þegar mað- urinn forðast allan félagsskap við með- bræður sína og leitast við að komast hjá sínum kristilegu skyldum og krossburði, þegar hann hættir að vinna með kostgæfni fyrir meistarann, sem vann svo kostgæfi- lega fyrir hann, þá glatar hann því, sem verulegt er í bæninni og hefur ekkert, er geti hvatt hann til að helga sig guði. Bænir hans verða persónulegar og eigingjarnar. Hann getur ekki haft þörf mannkynsins fyrir augum í bæn sinni; hann getur ekki heldur beðið um eflingu Krists ríkis né ákallað hjálp til að vinna verk sitt. Vér verðum fyrir tjóni, ef vér vanrækj- um að koma saman til þess að styrkja og örfa hver annan í þjónustu drottins. Sann- indi orða hans missa skýrleik sinn og sína miklu þýðingu fyrir oss. Hjörtu vor verða ekki upplýst né vakin af helgandi áhrifum þeirra og vort andlega líf veiklast. í sam- búð vorri kristinna manna hverra við aðra er oss mikið mein að því, að vér höfum of litla meðhyggð hver með öðrum. Sá, sem lifir einungis fyrir sjálfan sig, stendur illa í þeirri stöðu, sem guð hefur fengið honum. Hæfileg þróun félagseðlis vors vekur hjá oss áhuga á högum annara og hluttekning í kjörum þeirra, og er meðal til þess, að efla þroska vorn og styrkja oss í þjónustu drottins. Ef kristnir menn vildu safnast saman og tala saman um kærleika guðs og hin dýrmætu sannindi endurlausnarinnar, þá mundu hjörtu sjálfra þeirra fá endurnær- ingu og þeir mundu endurnæra hver ann- an. Vér eigum daglega að læra meira og meira, af vorum himneska föður og afla oss nýrrar reynslu af náð hans; þá mun oss langa til að tala um kærleika hans, og þegar vér gjörum það, hlýna og örfast hjörtu sjálfra vor. Vér mundum njóta meir náðar Krists en nú er raun á, ef vér hugs- uðum og töluðum meira um hann og minna um sjálfa oss. Ef vér að eins vildum hugsa um guð í hvert skipti, sem vér sjáum vott um um- úyggju hans fyrir oss, þá mundum vér ætíð hafa hann í huganum og gleðjast af því að tala um hann og lofa hann. Vér tölum um jarðneska hluti af því að þeir eru oss hugðnæmir. Vér tölum um vini vora af því að vér elskum þá; gleði vor og sorg er tengd minningu þeirra. En vér höfum óendanlega miklu meiri ástæðu til þess að elska guð en til þess að elska jarðneska vini vora og það ætti að vera oss eðlilegast í þessum heimi að hugsa fyrst og fremst um guð, tala um gæzku hans og boða vald hans og mátt. Sá var eigi tilgangur hans með því að gefa oss þær dýrmætu gjafir, er hann hefur látið oss í té, að þær skyldu drottna svo mjög yfir hugsunum vorum og kærleika, að vér hefðum ekki tíma til að hugsa um hann. Þær eiga sí og æ að minna oss á hann og tengja oss vorum himneska velgjörara með böndum kærleikans og þakklætisins. Vér dveljum um of á lág- lendi jarðarinnar. Látum oss lypta augum vorum til hinna opnu dyra helgidómsins hið efra, þar sem ljós guðs dýrðar ljómar upp ásjónu Krists. Hann getur „ætíð frels- að þá, þar hann æ lifir til að tala þeirra máli“. ^ Vér þurfum að lofa guð meira fyrir hans miskun og fyrir „hans dásemdir við

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.