Stjarnan - 01.12.1950, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.12.1950, Qupperneq 5
STJARNAN 93 veröldinni og upprisunni frá dauðum, kvænast hvorki né giftast, þeir geta og als ekki framar dáið, því að þeir eru engl- um jafnir og þeir eru Guðs synir, þar sem þeir eru synir upprisunnar.“ Hvað eru englarnir kallaðir: „Um engl- ana segir hann? Hann sem gjörir vinda að englum sínum og eldsloga að þjónum sín- um.“ Hebr. 1:7. Nú skulum vér fletta upp í 1 Kor. 15:45; og sjá mismuninn milli hins fyrsta og annars Adams: „Þannig er ritað: Hinn fyrsti maður Adam varð að lifandi sál, hinn síðari Adam að lífgandi anda.“ Hinn síðari Adam er Kristur. Nú kemur spurningin: Er núverandi líkami vor náttúrlegur eða andlegur? Það svar er öllum ljóst. En lesum nú næsta vers. „En hið andlega kemur ekki fyrst heldur hið náttúrlega, því næst hið and- lega.“ Þetta verður skýrt er vér lesum 44. vers. „Sáð er náttúrlegum líkama en upp rís andlegur líkami.“ Með öðrum orð- um, maðurinn hefir ekki ennþá ódauðleika eins og englarnir, nema það sem hann hef- ir hann í Kristi fyrir trúna, en hann mun Öðlast ódauðleikann í upprisu réttlátra. Þá verður honum veittur ódauðleiki ef hann hér í lífi meðtók frelsarann, og þá mun hann aldrei framar deyja. Því þeir eru englum jafnir. Eilíft líf fyrir oss er komið undir upp- risunni, og vér erum vissir um upprisu af því Jesús reis upp. „Því ef dauðir rísa ekki upp er Kristur ekki heldur upprisinn, en ef Kristur er ekki upprisinn, þá er trú yðar fánýt. Þér eruð þá enn í syndum yðar og jafnframt einnig þeir glataðir, sem sofnaðir eru í trú á Krist . . . En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, sem frum- gróði þeirra sem sofnaðir eru.“ 1 Kor. 15:16-20. Þeir sem sofnaðir eru í Kristi eru ekki giataðir. Upprisa þeirra er eins áreiðanleg eins og þó þeir væru þegar upprisnir. Því Guðs loforð bregðast ekki. Sadúsear trúðu ekki á upprisuna. En Jesús sannfærði þá um hana. Lúk. 20:36-37. „Þeir geta als ekki framar dáið, því þeir eru englum jafnir og þeir eru Guðs synír þar sem þeir eru synir upprisunnar. En að dauðir upprisi það hefir jafnvel Móse sýnt, þar sem talað er um þyrnirunninn, er hann kallar Drottinn, Guð Abrahams, Guð ísaks, og Guð Jakobs.“ Því þeir mundu rísa upp og vitandi það þá munu þeir lifa Guði. Páll postuli talar um Guð ftsem lífgar hina dauðu og kallar það sem ekki er til eins og það væri til.“ Róm. 4:7. Orð Krists í Jóh. 3:16 eru ákveðin við- víkjandi hinu eilífa lífi. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn Son, til þess hver sem á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf.“ Guð hefir lofað þeim eilífu lífi, sem trúa á Soninn. En þetta eilífa líf er í Kristi. Aðskilinn frá honum getur enginn haft eilíft líf. „Því sá sem hefir Soninn hefir hefir lífið, sá sem ekki hefir Guðs Son hefur ekki lífið.“ 1 Jóh. 5:12. „Sá sem trúir á Soninn hefir eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum skal ekki sjá lífið heldur varir reiði Guðs yfir hon- um.“ Jóh. 3:36. Það er aðeins einn vegur til að frelsast frá reiðinni, það er skýrt tekið fram í Róm. 5:9. „Miklu fremur munum vér þá nú léttlættir fyrir blóð hans, frelsaðir verða frá reiðinni fyrir hann.“ Þegar vér fyrir trúna verðum réttlættir fyrir blóð Krists, þá nær það til vor sem stendur í Kól. 3:3-4. „Því að þér eruð dánir, en líf yðar er fólg- ið með kristi í Guði. Þegar kristur vort líf opinberast, þá munuð þér og ásamt hon- um í dýrð opinberast." Eilíft líf fyrir oss er komið undir Kristi, „sem er vort líf.“ Án hans höfum vér ekki ódauðleika eða eilíft líf. Vér lesum í 2 Tím. 1:10. „En hefir nú birst við opinberun Freslara vors, Jesú Krists, sem dauðann afmáði, en leiddi í ljós líf og óforgengileg- leika með fagnaðar erindinu.“ Trúum vér fagnaðar erindinu? Það er gleðiboðskapurinn um, að „eilíft líf er náð- argjöf Guðs í Jesú Kristi Drotni vorum.“ Róm. 6:23. Vér höfum ekki eilíft líf af náttúrunni til. Takið eftir. Það er Guðs gjöf, eins og Páll postuli segir oss í Róm. 2:7. „Þeim sem með staðfestu í góðu verki . . . leita ódauðleika,“ verður gefið eilíft líf. Maður þarf ekki að leita eftir því sem hann hefur. Látum oss því í trú leita ó- dauðleika sem er Guðs gjöf í Jesú Kristi. Hvenær munum vér öðlást þessa gjöf? Svarið finst í 1 Kor. 15:51-52. „Sjá, ég segi yður leyndardóm, vér munum ekki aliir sofna, en allir munum vér umbreytast í emni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður, því að lúðurinn mun gjalla,

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.