Stjarnan - 01.12.1950, Page 7

Stjarnan - 01.12.1950, Page 7
STJARNAN 95 Hitaveiki læknuð í fleiri ár hafði fólkið í Hope Bay á Jamaica gefið háttstandandi manni í ann- ari kirkju ýms kristileg blöð til að lesa. Hann var ekkert hrifinn af þeim. Svo fyrir nokkrum mánuðum síðan fór hann til Bandaríkjanna, og dvaldi þar um tíma. Þar tók hann Biblíu lexíur með pósti og sann- færðist um sannleika Guðs orðs. Nú skrif- aði hann formanni safnaðarins í Hope Bay, sagði honum frá sannfæring sinni og bað um að hann og kona hans yrðu skírð þeg- ar hann kæmi heim til Jamaica. Fyrir skömmu síðan kom hann heim og tíminn fyrir skírn þeirra var ákveðinn snemma sunnudagsmorgun í desember. Hvíldardaginn áður var bæði hann og kona hans við kirkju, en um miðnætti nóttina eftir fékk hann ákafa hitaveiki. Um inorguninn var hann ekkert betri Konan kallaði safnaðar formanninn sem bað fyrir honum, en hitinn rénaði ekki. Maðurinn var svo ákveðinn í að fá skírn að hann fékk vini sína til að hjálpa sér niður að ánni, hversu ákafur sem hitinn var. Honum batnaði ekkert meðan hann beið á árbakkanum, svo fór hann og kona hans bæði út í vatnið og voru skírð. Þegar Jackson kom aftur upp úr vatninu var allur hiti horfinn. Hann var alveg heil- brigður. Seinni hluta dagsins gekk hann að vinnu sinni. Bróðir og systir Jackson eru glöð og hamingjusöm. —S. C. Myers ----------_*----------- Draumur litla drengsins Einu sinni þegar starfsmaður vor var að heimsækja söfnuðina á Jamaica, kom hann að lítilli kirkju sem stóð inni í skóg- inum. Það voru mörg börn á samkomunni sem hann hélt þar; þau sátu róleg og hlustuðu á sögurnar og ræðuna. Safnaðar formaðurinn hvíslaði að Mr. Brown: „Sér þú litla drenginn þarna út við gluggann “ „Vissulega sé ég hann. Hvað hefir hann gjört?“ „Þessi drengur er besti starfsmaðurinn * sem við höfum í söfnuðinum.“ Seinna sag- ði hann honum þessa sögu um drenginn: Einu sinni deymdi Tom að hann sá Jesúm standa við rúmið sitt, og hann tal- aði við hann. Jesús var svo fallegur og góðmannlegur og talaði svo skýrt. Um morguninn sagði Tom móður sinni að hann hefði séð Jesúm í draumi. „Hann talaði við mig og sagðist bráðum koma til að taka öll börn sín heim til sín til himins. Hann sagði mér að fara til nágrannanna og segja þeim að hann færi að koma. Eg má til að fara yfir engið til nágranna okkar og segja honum frá því. Eg tek Biblíuna með mér. Eg hef lært mörg vers utanbókar, sem ég get lesið fyrir þeim. Mamma kom þú með mér.“ „Tom, þú verður að læra meira áður en þú fer þangað,“ svaraði móðír hans. Tom fór inn á svefnherbergi sitt og hað til Guðs. Svo tók hann Biblíuna, fletti upp textum í henni, setti mark við þá, og jafnvel lærði þá utanbókar, svo fór hann aftur til móður sinnar og bað hana að koma með sér. Hún hélt hann væri ekki fær um það sem hann ætlaði að gjöra, en gaf þó loks samþykki sitt til að hann færi einsamall. Eftir morgunverð fór Tom yfir til ná- granna síns með Biblíuna. Nágranninn undraðist yfir að sjá Aðventista prédikar- ann og spurði: „Hvernig líður litla prédik- aranum í dag. Eg sé þú hefir Biblíuna með þér.“ Tom gaf honum ekki tíma til að segja meira heldur tók til máls og sagði: „Mig dreymdi í nótt að ég ætti að fara yfir til þín og segja þér að Jesús kemur bráðum til að taka sín trúföstu börn heim til sín, til himins. Sjáðu hvað ég hef sett merki við í Biblíunni,“ og hann benti á Matt. 25:33-34. Tom hélt áfram að prédika fyrir ná- granna sínum sem var alveg steinhissa. Svo kallaði hann á konu sína og börn, rétt á eftir kom annar nágranni þangað líka, og Tom talaði svo alvarlega við þá um Jesúm að þeir óskuðu eftir að þjóna hon- um og verða viðbúnir komu hans. Daginn eftir fór Tom út aftur, og svo aftur dag eftir dag. Fréttir um litla prédik- arann bárust út um alt bygðatlagið, svo nú kom fjöldi fólks að hlusta á hann. Hann var orðinn nafnkunnur. Seinna beiddu yfirvöldin móður Toms að koma með hann, svo rannsakað yrði hvað væri að honum. Læknirinn rannsak- aði hann vandlega og fann ekkert rangt

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.