Stjarnan - 01.03.1951, Qupperneq 1
STJARNAN
MARZ 1951 LUNDAR, MANITOBA
Fögnuður
X v
Guðs börn eru kölluð til að vera sendi-
boðar Krists og bera vott um náð Drott-
ins 0g gæzku. Vér eigum að opinbera Krist
íyrir þeim heimi, sem ekki þekkir hinn
viðkvæma, miskunsama kærleika hans,
eins og Jesús hefir opinberað oss hina
sönnu veru föðursins. Jesús sagði: „Eins
°§ þú sendir mig til heimsins, hef ég sent
t>á til heimsins“. „Ég í þeim og þú í
mér . . . svo að heimurinn viti, að þú
sendir mig“. Páll postuli segir við læri-
sveina Jesú: „Alkunnugt er að þér eruð
Krists bréf“, „kunnugt öllum mönnum af
þeim lesið“. Sérhver lærisveinn Jesú
Krists er bréf, sem hann hefir sent í heim-
inn. Ef þú breytir eftir Kristi, þá ert þú
bréf hans til þess heimilis, þess bæjar
eða strætis, sem þú býrð í. Jesús, sem í
þér býr, vill tala til hjartna þeirra, sem
ekki þekkja hann. Vera má að þeir lesi
ekki ritninguna og heyri ekki þá rödd,
sem þar talar til þeirra. Þeir sjá ekki kær-
ieika Guðs af verkum hansr En ef þú ert
sannur þjónn Jesú, þá getur verið, að þú
getir komið þeim í skilning um nokkuð
af gæzku hans, fengið þá til þess að elska
hann og þjóna honum.
Kristnir menn eru settir til að lýsa
^aönnum á leiðinni til himins. Þeir eiga
aÖ láta það ljós skína í heiminum, sem
skín frá Kristi. Líferni þeirra og lunderni
a að vera þannig, að aðrir geti af því
fengið rétta hugmynck um Krist og þjón-
Ustu hans.
Ef vér breytum tftir Kristi, þá mun-
um vér sýna að þjónusta hans er svo lað-
andi, sem hún í raun og veru er. Kristnir
^uenn, sem hafa hjörtun full myrkurs og
hryggðar og mögla og kvarta, sýna öðr-
um ranga mynd Guðs og kristilegs líf-
emis. Þeir gefa mönnum tilefni til að
®tla, að Guði sé ekki þóknanlegt, að börn
hans séu farsæl, og bera þannig ljúgvitni
gegn himnaföðurnum. Satan er skemmt,
í Drottni
þegar hann getur vakið víl og vantrú hjá
Guðs börnum. Hann fagnar því að sjá að
vér vantreystum Guði og efumst um vilja
hans og mátt til að frelsa oss. Hann vill
að vér trúum því, að Drottinn muni vinna
oss tjón með stjórn forsjónar sinnar. Það
er satan, sem lýsir Drottni svo sem hann
sé vera, er sé ábótavant í miskunsemi og
líknsemi. Hann segir skakkt frá sannleik-
anum um Guð. Hann fyllir hugann með
röngum hugmyndum um Guð; og í stað
þess að hafa hugann á sannindum þeim,
er snerta föður vorn á himnum, leggjum
vér allt of oft trúnað á. hina ósönnu lýs-
ingu satans og óvirðum Guð með því að
vantreysta honum og mögla móti honum.
Satan leitast jafnan við að gjöra kristilegt
líferni svo dimmt og dapurlegt sem auðið
er. Hann vill að það sýnist erfitt og tor-
velt; og þegar kristinn maður lýsir trúnni
á þessa leið með líferni sínu, þá styður
hann lýgi satans með vantrú sinni.
Margir þeirra, sem ganga á lífsins vegi,
hafa hugann jafnan á yfirsjónum sínum,
tilraunum sínum, er misheppnast hafa, og
vonbrigðum sínum, og hjörtu þeirra fyll-
ast harmi og hugleysi. Þegar ég var í
Evrópu fékk ég bréf frá trúsystur minni
einni, er þetta hafði gjört, og var mjög
áhyggjufull. Hún bað mig að skrifa sér
eitthvað, til að örva sig og hugga. Nóttina
eftir að ég las bréf hennar, dreymdi mig,
að ég væri staddur í aldingarði, og þótti
mér maður, sem virtist vera eigandi garðs-
ins, leiða mig um hann. Ég tíndi blóm
og gladdist af ilm þeirra. Þá benti systir
mín, sem mér þótti hafa gengið við hlið
mína, mér á nokkra ljóta þyrna, sem voru
í vegi fyrir henni. Þarna stóð hún, full
sorgar og áhyggju. Hún fór ekki götuna,
sem leiðsögumaðurinn gekk, heldur gekk
hún meðal þyrnanna og þistlanna. Hún
kvartaði: „Æ, er það ekki sorglegt, að
þyrnarnir skuli spilla þessum fagra