Stjarnan - 01.03.1951, Side 4
20
STJARNAN
„Ég hafði skipað þig verndar kerúb.
Þú varst á hinu heilaga goðafjalli.
Þú gekst innan um glóandi steina“.
Ez. 28:14.
4. Hann var fullur af vizku og fegurð.
„Þú varst ímynd innsiglishrings,
fullur af speki og fullkominn að
fegurð“. Ez. 28:12.
5. Hann varð hrokafullur yfir ^fegurð
sinni.
„Hjarta þitt varð hrokafult af feg-
urð þinni“. Ez. 28:17.
6. Hann ásetti sér, að verða Guði jafn.
„Þú sagðir í hjarta þínu ég vil upp
stíga til himins. Ofar stjórnu Guðs
vil ég reisa veldisstól minn . . . Ég
vil upp stíga ofar skýjaborgum,
gjörast líkur hinum hæsta“. Jes.
14:13.-14.
7. Satan var varpað niður á jörðina.
Lúk. 10:18. og Op. 12:9.
VI. HvaSa stöðu hefir saian tekið sér
á jörðunni?
1. Hann tók yfirráð jarðarinnar frá
Adam.
„Þeir heita þeim frelsi þó þeir séu
sjálfir þrælar spillingarinnar, því
sérhver verður þræll þess sem hann
hefir beðið ósigur fyrir“. 2Pét. 2:19.
„Vitið þér ekki að þeim sem þér
frambjóðið sjálfa yður fyrir þjóna
til hlýðni, þess þjónar eruð þér sem
þér hlýðið, hvort heldur er syndar —■
til dauðá' eða hlýðni til réttlætis“.
Rgm. 6:16.
2. Hann er Guð þessa heims.
„Guð þessarar aldar hefir blindað
hugsanir hinna vantrúuðu, til þess
að ekki skuli skína birta af fagnað-
arerindinu um dýrð Krists, hans
sem er ímynd Guðs“. 2Kor. 4:4.
„Nú bar svo við einn dag að synir
Guðs komu til þess að ganga fyrir
Drottinn, og kom satan meðal
þeirra“. Job. 1:6.
3. Satan er höfðingi þessa heims.
„Nú gengur dómur yfir þennan
heim. Nú skal höfðingja þessa heims
kastað út“. Jóh. 12:31.
„Ég mun ekki framar tala margt við
yður, því að höfðingi þessa heims
kemur, og í mér á hann alls ekkert“.
Jóh. 14:30.
4. Hann drotnar í loftinu.
„Þér eitt sinn lifðuð samkvæmt
aldarhætti þessa heims, að vilja
valdhafans í loftinu, anda þess, sem
nú starfar í sonum óhlýðninnar".
Efes. 2:2.
5. Satan er foringi illu andanna.
„En er farisearnir heyrðu það
sögðu þeir: Þessi maður rekur ekki
út illu andanna nema með fulltingi
Belsebuls, foringja illu andanna“-
Jesús vissi hugsanir þeirra og sagði
við þá: „Ef satan rekur satan út,
þá er hann orðinn sjálfum sér
sundurþykkur, hvernig ætti þá ríki
hans að standast?" Matt. 12:24.—26.
VII. Hvernig noiar saian iíma sinn?
1. Hann ferðast um jörðina.
„Mælti þá Drottinn til satans: Hvað-
an kemur þú? Satan svaraði Drotni
og sagði: Ég hef verið að reika um
jörðina og arka aftur og fram um
hana“. Job. 1:7.
2. Hann leitar uppi þá sem hann getur
eyðilagt.
„Verið algáðir, vakið, óvinur yðar
djöfullinn gengur um sem öskrandi
ljón, leitandi að þeim, sem hann
geti gleypt“. lPét. 5:8.
VIII. Hvaða fjórar aðferðir nolar saian
við siarf siii?
1. Svik og lýgi. Hann er lygari.
„Sannleiki er ekki 1 honum“. Jóh.
8:44.
Hann kom til Evu í höggormslíki.
lMós. 3:1.
Sveik og tældi Evu. lTím. 2:14.
Hann tekur á sig ljóssins engils
mynd. 2Kor. 11:14.
Hann vinnur gegn um falskennend-
ur og svikula verkamenn, og gegn
um „heimsdrotna þessa myrkurs“-
Efes.6:12.
Hann svíkur menn með fram-
kvæmdum kraftaverka. Op. 16:14.;
2þess. 2:8.—9. ....
2. Hann ásakar og áklagar.
Hann ásakaði Guð fyrir Evu. lMós.
3:1.
Hann ásakaði Job fyrir Guði. Job
1:8.—11. og Job 2:4,—5.
Hann ásakaði og stóð á móti æðsta
prestinum Jósúa. Sak. 3:1.—4.
3. Hann þjáir menn.
„Þá gekk satan burt frá augliti