Stjarnan - 01.03.1951, Side 6

Stjarnan - 01.03.1951, Side 6
22 STJARNAN Heppileg misgrip Dr. D. Smith sem var sannkristinn læknir mætti presti sínum, O. B. Gerhart, og sagði honum frá manni, Buckle að nafni, sem væri trúaður maður og hefði sótt samkomur vorar. Presturinn segir svo frá: „Læknir'inn leitaði uppi talsíma númer Mr. Buckles og gaf mér það. Seinna símaði ég og kona svaraði símanum. Ég spurði hvort þetta væri heimili Mr. Buckle, hún kvað svo vera og þetta var konan hans. Ég sagði henni nafn mitt og þar með að ég væri prestur Sjöundadags Aðventista og að ég óskaði að sjá mann hennar, og bætti því við að Dr. Smith hefði gefið mér nafn hans. „Ég heimsótti þessi hjón um kvöldið og Mr. Buckle spurði mig hvernig Dr. Smith hefði vitað að hann hefði áhuga fyrir Guðs orði. Mér þótti það einkenni- leg spurning þar sem hann hafði sótt sam- komur vorar, og að líkindum sagt lækn- inum frá áhuga sínum fyrir Guðs mál- efni, en þessi maður fullvissaði mig um að hann hefði aldrei talað við læknirinn. Áður en ég gat svarað hélt Mr. Buckle áfram og sagði að ég væri þriðji prestur- inn sem hefði heimsótt hann þennan mán- uð, en aldrei fyrri á ævi hans hafði prest- ur komið að heimsækja hann. Hann kann- aðist við að hvorki hann hé kona hans hefðu sótt kirkju. En þessar heimsóknir höfðu vakið áhuga hjá honum. „Ég er órólegur", sagði hann, „ég býst við að það sé kominn tími til að taka það alvarlega“. Þarna hafði ég gott tækifæri og litlu seinna fékk ég þau til að innrita sig í Biblíuskólann með pósti. Eftir jólin fór ég aftur að heimsækja þessi hjón, sem nú fögnuðu komu minni. Þau höfðu haft aðeins fáar lexíur með póstinum og tóku því með gleði þegar ég bauðst til að gefa þeim Biblíulexíur með myndavél. Þessi hjón og tveir nágrannar þeirra hafa vak- andi áhuga fyrir Guðs orði og Mr. Buckle er sannfærður um að Guð sendi mig til þeirra. „Nú skulum vér aftur snúa oss að lækninum. „Það var ágætt nafn sem þú gafst mér þessi Mr. Buckle“, sagði ég hon- um. Bæði hann og kona hans hafa áhuga fyrir að læra Guðs orð, en það skrítna við þetta er að hann er þér bráðókunnugur, og hann skilur ekkert í hvernig þú vissir nokkuð um hann“. „Maðurinn sem ég þekki er ekki gift- ur, þú hefir haft ranga utanáskrift“, sagði læknirinn. „Ég notaði símanúmerið sem þú gafst mér“. „Það kom nú upp úí kafinu, að lækn- irinn hafði gefið mér símanúmer annars manns með sama nafni“. „Seinna heimsótti ég Mr. Buckle, kunn- ingja læknisins, hann var áhugasamur trúmaður, sameinaðist söfnuði vorum litlu seinna og er nú djákni í söfnuði vorum í Sarnía. Hann fer með mér þegar ég er að lesa með nafna hans, og er þeir kyntust mintust þeir þess að þeir hefðu unnið saman á skipi mörgum árum áður“. Undanfarandi grein sannfærir mig enn betur um, að hvar sem Guð sér einlægt hreinskilið hjarta, sem þráir þekking á Guðs orði og samfélag við hann, þá finn-" ur hann einhvern veg að senda þá til vor eða oss til þeirra, svo þeir geti öðlast þekk- ingu sannleikans. Eftirfarandi er mín eig- in reynsla fyrir. nokkrum árum: „Ég byrjaði háskólanám í vestur On- tario um nýárið 1923. Ég hafði herbergi til leigu hjá norskum hjónum sem mér var vísað á í bænum þar sem háskólinn var, og fæddi mig sjálf. Sumarið eftir fór ég út að selja bækur í nágrenninu og gekk vel. Ég fékk margar pantanir og sumir borguðu niður. Svo þegar leið á sumarið fór ég að skila bókunum. Nú borgaði ég fyrir allar bækurnar, gaf dá- lítið til kristniboðsstarfsins, það hafði ég ekki getað um veturinn, því að ég hafði aðeins 50 til 60 dollara til að byrja með um nýárið fyrir húsnæði, fæði, bækur og borgarabréf. Auk þessa vann ég mér dá- lítið inn með prjónaskap. Ég prjónaði með- an ég las í bókinni fyrir framan mig á borðinu. Fyrir það Jsem nú var eftir af bóka- verðinu vænti ég að hafa nóg til að kom- ast af á skólanum veturinn eftir. En þeg- ar hér var komið sögunni var eins og öll sund væru lokuð. Sumir gátu ekki borg- að bókina strax, aðrir vildu helzt hætta við hana, og hjónin sem ég hafði leigt

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.