Stjarnan - 01.03.1951, Side 7

Stjarnan - 01.03.1951, Side 7
STJ ARN AN 23 hjá fyrir aðeins fimm dollara á mánuði voru nú að flytja til Saskatchewan, og annars staðar var óhugsandi að fá her- bergi fyrir minna en 10 til 12 dollara á mánuði. Það var mér ómögulegt að borga, svo að hér var um tvent að velja, annað- hvort hætta á skólanum eða fá mér her- bergi langt í burtu og ganga svo heim og heiman kvelds og morgna. Það var alls ekki álitlegt, því að ég var alt annað en sterk til heilsunnar. En að hætta á skólan- um. Hvernig gat ég það? Þar sem ég hafði oft og alvarlega beðið Guð að sýna mér hvað hann vildi ég gjörði, og það var ó- tvírætt hans ráðstöfun að ég færi á skól- ann. Ég fékk lítið herbergi í öðru þorpi þrjár mílur frá skólanum. Þegar ég bað um það vísaði konan mér til manns síns, sem ég hafði aldrei séð, ég hélt hún gerði það í þeirri von að hann neitaði mér um það. Svo beið ég þangað til maðurinn kom úr vinnunni. Hann sagði herbergið væri mér velkomið. En mér fanst ég væri ekki meir en svo velkomin hjá húsmóðurinni til að byrja með, en smám saman urðum við öll beztu vinir. Ég las fyrir þau á hverju kvöldi í nokkrar vikur, hafði svo sam- komur í þrjá mánuði á hverju sunnudags- kvöldi á nágrannaheimili þar sem var betra húspláss. Nokkru seinna sameinuð- ust þrjár konur söfnuði vorum, húsmóðir mín, nágrannakonan og móðir hennar. Eftir að ég var farin kom maður nágranna konunnar með okkur, þau hafa verið á- bugasöm fyrir eflingu Guðs ríkis ávalt síðan. Húsmóðir mín og maður hennar eru löngu dáin. Hann kom með okkur nokkrum árum seinna. Bæði trú alt til dauðans“. Ég minnist orða skáldsins: „Alstaðar sem að sólin skín, er sjálfur Guð að leita þín“. S. Johnson ------------■☆----------- Frá Lundúnum koma þær fréttir að einungis 86 manns hafi 6000 pund sterling tekjur á ári (eða 16,800.00 dollara eftir nú- tíðar peningaverði) eftir að þeir hafa borgað alla tolla. Fyrir 10 árum voru 6560 manns, sem höfðu 6000 pund á ári. ☆ ☆ ☆ Bandaríkjaherinn er nær því hættur að brúka hesta. Sem stendur eru aðeins 219 hermanna-hestar í Bandaríkjunum, og færri en hundrað hínu megin hafsins. Óeigingjam kærleikur . Edna var á barnaheimili, meðal fjölda barna. Það var gott heimili og vel annast um börnin, en það var alt öðruvísi heldur en vera hjá foreldrum á heimili sínu. Einu sinni kom kona í heimsókn á barnaheimilið. Hún óskaði eftir að fá litla stúlku til að taka sér í dótturstað, því hún átti engin börn. Edna var send inn til hennar og þær skildar eftir einsamlar. „Vilt þú koma heim með mér?“ spurði konan. Það mátti sjá á svip Ednu að hún vildi gjarnan fara með þessari konu, en hún þagði um stund og spurði svo: „Hvers vegna vilt þú ég komi með þér en ekki einhver önnur telpa?“ „Hvers vegna“, endurtók konan undr- andi; „Ég held af því mér leist vel á þig, Hví spyr þú um það?“ Edna hugsaði sig um augnablik. Hún vildi svara en þorði það varla. „Þú skilur, þegar fólk kemur hingað til að taka einhverja okkar, þá velur það ætíð þær sem eru hraustlegar og bezt út- lítandi. Ef þú vildir taka Dóru þá væri ég glöð að gefa upp heimili fyrir hana, hún þarf þess fremur en ég“. Konan varð steinhissa og spurði: „Hver er þessi Dóra?“ „Sástu ekki litlu stúlkuna með bognu fæturnar og föla andlitið? Þú hefir að lík- indum ekki tekið eftir henni, því þeir sem koma hingað veita henni aldrei eftirtekt. En Dórá er altaf að vonast eftir einhverj- um sem komi að sjá hana, og á hverju kvöldi biður hún Guð að senda einhvern til að gefa sér heimili“. „Og þú vilt missa af að fá heimili svo hún geti fengið það?“ „Já, það væri mér gleðiefni. Mér þætti svo vænt um ef Dóra fengi gott heimili. Húsmóðir okkar sagði nýlega að það væri hægt að rétta fætur hennar ef til væru peningar áð borga læknishjálp til þess“. Konan fór í burtu en kom aftur viku seinna. Edna var hrifin. Ætli hún hafi komið eftir Dóru. Henni var rétt strax sagt að bæði Dóra og hún sjálf tilheyrðu nú þessari indælu konu, og að Dóra ætti að fara á sjúkrahús til að fá aðgjörð á fótleggjum sínum. Þær voru báðar teknar út í stóran bíl og keyrðar langt út fyrir borgina út á stór- an fallegan bóndagarð.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.