Stjarnan - 01.07.1951, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.07.1951, Blaðsíða 1
STJARNAN JÚLÍ 1951 LUNDAR, MANITOBA Undraverð opinberun Yfir 600 árum fyrir Krist opinberaði Guð fyrir Nebúkanesar, konungi Babýlon- ar, það sem verða mundi á komandi öld- um. Konunginn dreymdi draum, sem hafði mjög mikil áhrif á hann, en hann gat ekki munað drauminn til að segja frá honum svo hann lét kalla fyrir sig vitr- inga ríkisins og heimtaði af þeim að þeir bæði segðu honum drauminn og þýðingu, hans. Annars hótaði hann þeim lífláti. Vitringarnir gátu alls ekki uppfylt skip- un konungs, svo konungur skipaði að láta úrepa þá alla. En ungur maður nokkur, hebreskur að ætt sem konungur hafði áð- ur hertekið frá Gyðingalandi bauðst til uð segja konungi drauminn og þýðingu hans, og frelsaði hann með því líf vitring- anna. Hvernig gat hann vitað um draum konungs og þýðingu hans. Þetta var að- ferð hans: Hann fór heim til félaga sinna hriggja, og þeir, ásamt honum sjálfum iögðu þetta vandamál fram fyrir Guð í hæn. Þeir beiddu hann að opinbera þeim draum konungs og þýðingu draumsins. hæn þeirra var heyrð. Þessa sömu nótt ppinberaði Guð fyrir Daníel bæði draum- inn og þýðingu hans. Og þeir félagar veg- sömuðu himnanna Guð. Nú gekk Daníel fram fyrir konung og sagði honum drauminn: Konung dreymdi að hann sá afarstórt líkneski. Höfuð þess var af gulli, brjóst og handleggir af silfri, kviður og lendar af eiri, leggirnir af járni, en fæturnir sumt af járni en sumt af leir. Svo sá konungur stein, sem losnaði án þess að nokkur snerti hann og lenti steinn- mn á fótum líkneskisins og muldi þá sundur og alt líkneskið var svo fullkom- lega eyðilagt að það var eins og sáðir á sumarláfa, vindurinn feykti því á burt svo þess sá engan stað framar, en steinninn varð að stóru fjalli sem tók yfir alla jörð- ina. Sjá Dan. 2:31.-35. Þegar Daníel hafði sagt konungi drauminn bætti hann við: „Þetta er draumurinn og nú viljum vér segja kon- unginum þýðingu hans .... Þú ert gull- höfuðið. En eftir þig mun hefjast annað konungsríki .... Því næst hið þriðja ríki af eiri, sem drotna mun yfir allri veröld. Þá mun hefjast fjórða ríkið sterkt sem járn“. Dan. 2:36.—40. Eins og Daníel sagði reyndist draum- urinn sannur og þýðing hans áreiðanleg. Þessi stórveldi risu hvert eftir annað. — Babýlon, fyrirmynduð með gullhöfðinu,, 606 til 538 fyrir Krist. Medo Persía, fyrirmynduð með silfri, 538 til 331 fyrir Krist, Grikkjaríki, fyrirmyndað með eiri, 331 til 168 fyrir Krist. Rómaveldi, járnríkið frá 168 fyrir Krist til 476 eftir Krist. Svo skiptist járnríkið Róm í 10 parta. Vér sem nú erum uppi lifum á tímabilinu sem fyrirmyndað var með fótum líknesk- isins. Þessi síðasti kafli spádómsins hefir því mesta þýðingu fyrir oss. Vér skulum því nákvæmlega athuga orð spádómsins: „En þar eð þú sást fæturnar og tærnar að sumt var af pottara leiri, sumt af járni, þá merkir það að ríkið mun verða skift, þó mun það að nokkuru 1 sér halda hörku járnsins, þar sem þú sást járnið blandað saman við deigulmóinn, en þar eð tærn- ar á fótunum voru sumskostar af járni og sumskostar af leiri þá mun það ríki verða að nokkru leyti öflugt og að nokkru leyti veikt. Og þar er þú sást járnið blandað saman við deiglumóinn, þá munu þeir með kvonföngum samanblandast, og þó ekki samþýðast hvorir öðrum, eins og járnið samlagar sig ekki við leirinn“. Dan. 2:41.-43. Rómverska ríkið skiftist í 10 smáríki á fimtu öld eftir Krist, endurteknar tilraun- ir voru gjörðar til að sameina þessi ríki aftur í eina heild, en það hefir aldrer tek-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.