Stjarnan - 01.07.1951, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.07.1951, Blaðsíða 2
50 STJARNAN ist. Á seinni tímum voru það Napoleon mikli, Vilhjálmur keisari og Hitler, sem ætluðu að sámeina öll ríki Evrópu undir sína stjórn. Þeir gátu það ekki. Hvað stóð í vegi? Orð spádómsins, orð hins lifanda Guðs segir: „Þeir munu ekki samþýðasi hvorir öðrum". Það reyndist ómögulegt með stríði að sameina aftur í eina heild hið sundur- skifta forna Rómaveldi. Svo var önnur til- raun gjörð sem spádómurinn einnig segir fyrir: „Þá munu þeir með kvonföngum saman blandasi og þó ekki samþýðasi hvorir öðrum". Það er eftirtektarvert hve bókstaflega þessi spádómur hefir uppfylst. Athugið skyldleika þjóðhöfðingja Evrópu: Kristján IX. konungur Dana átti sex börn, þrjá syni og þrjár dætur. Elzti son- ur hans, Friðrik VIII. tók við ríkisstjórn af föður sínum. Annar sonur hans, prins Wilhelm, varð konungur Grikklands, Georg I. Elzta dóttir Kristjáns konungs IX. Alexandra, giftist prins Edward af Wales og varð drottning Englands. Önnur dóttir hans, Dagmar, giftist Alexander keisara Rússlands og varð þar með drottn- ing Rússlands. Drottningar Englands og Rússlands voru því systur. Eldri sonur Friðriks VIII. tók við ríkis- stjórn í Danmörku af föður sínum, en yngri sonurinn, prins Karl varð Hákon VII. konungur Noregs. Konungar Noregs og Danmerkur voru því bræður. Keisari Rússlands, Nikulás II. var sonur Dagmar drottningar. Konungur Englands, Georg V. var sonur Alexöndru drottning- ar, og Konstantín XII. var sonur Georgs I. Grikkj akonungs. Konungar Englands, Grikklands, Noregs og Danmerkur og keisari Rússlands voru systkinasynir og allir barnabörn Krist- jáns IX. D'anakonungs. Edward VII. konungur Englands var sonur Viktoríu drottningar. Elzta dóttir hennar, prinsessa Viktoría, giftist Friðriki III. keisara Þýzkalands og varð móðir Vil- hjálms keisara II. Systir Vilhjálms, prinsessa Sofía, gift- ist konungi Grikklands, Konstantín XII. Keisari Þýzkalands og konungur og drottning Grikklands voru því systkina- börn Englands konungs. Nikulás II. giftist þýzku prinsessunni Alix, sem var systkinabarn Vilhjálms keis- ara Þýzkalands og Georgs Bretakonungs, en ömmubarn Viktóríu drottningar. Konungur Noregs, Hákon VII. giftist ensku prinsessunni Maud, systur Georgs V. Englandskonungs. Drottningar Rúss- lands, Noregs og Grikklands voru því all- ar systkinabörn og ömmubörn Viktoríu drottningar. Drottnig Noregs og konungur Englands voru þannig systkini. Drottning Grikklands og keisari Þýzkalands voru einnig systkini. Drottning Spánar var dóttir erkiher- toga frá Áusturríki. Alfons konungur XIII. giftist prinsessu Enu, sem var ömmu barn Viktoríu drottningar. Konungur Englands, keisari Þýzka- lands, drottning Grikklands, drottning Rússlands, drottning Spánar og drottning Noregs voru öll ömmubörn Viktoríu drottningar og annað hvort systkini eða systkinabörn. í spádómi um heimsveldin segir á ein- um stað í bók Daníels: „Þá munu þeir með kvonföngum sam- an blandast og þó ekki samþýðast hvorir öðrum“. (EINING) Hvers megum vér vænta næst? „Á dög- um þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annari þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu; þar sem þú sást að steinn nokkur losnaði úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann, og mölvaði járnið, leirinn, eirinn, silfrið og gullið. Mikill Guð hefir kunngjört konung- inum hvað hér eftir verða muni. Draum- urinn er sannur og þýðing hans áreiðan- leg“. Dan. 2:44.—45. Menn hafa reynt allar hugsanlegar stjórnaraðferðir til að efla velgengni manna, en enginn þeirra hefir getað stofn- að stöðugan frið og hamingju fyrir þjóð- irnar. Tíminn er nú kominn, samkvæmt spádómi Daníels, að Guð himnanna taki stjórn ríkanna algjörlega í sínar hendur. Friðarhöfðinginn, Jesús Kristur, mun inn- an skamms hefja sitt eilífa ríki, sem aldrei mun til grunna ganga. Ert þú, er ég reiðu-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.