Stjarnan - 01.09.1951, Qupperneq 3
STJARNAN
67
nokkurs og konu hans og sonar. Litli
drengurinn bar sig aS eins og hann hefði
aldrei fyr séð föður sinn. Konan stóð
þarna, horði á mann sinn og fór að gráta,
svo faðmaði hún hann að sér og hló.
Litli drengurinn hélt annari hendi í pils
móður sinnar en hinni í buxnaskálm
föður síns og horfði undrandi á þau. Hann
skildi ekkert hvernig á þessu stóð.
Eg verð að kannast við að ég gat ekki
tára bundist er ég horfði á þau. Mér kom
til hugar fagnaðardagurinn þegar Guðs
börn sameinast hvort öðru og mæta frels-
ara sínum sem dó fyrir þau. Þegar þau
sjá naglaförin á höndum hans og örin á
cnninu eftir þyrnikórónuna. Ó hvílíkur
fagnaðarfundur það verður.
Nú komum vér að fjórða atriðinu. „Eg
kem aflur og mun taka yður fil mín, svo
að þér séuð og þar sem ég er." það er dýrð-
leg von að geta hlakkað til að Jesús kemur
aftur. Hann var hér fyrir löngu síðan og
hann kemur aftur. Þegar vér athugum
ástandið í heiminum, stríð, hungursneyð,
veikindi, stjórnleysi, glæpi og sorg, og
hvernig margra hjörtu eru yfirbuguð af
kvíða og áhyggjum, og menn deyja af
angistarfullri eftirvænting þess sem yfir
heiminn mun koma, þá minnumst vér þess
að Biblían sagði fyrir að þannig mundi
það verða á síðusfu dögum. Einmitt þegar
þetta á sér stað segir Jesús: „Hjörtu yðar
skelfist ekki.“ Og hvers vegna ekki? Af
því Jesús kemur aftur. „Þegar þetta tekur
að koma fram þá lítið upp og lyftið upp
höfðum yðar, því lausn yðar er í nánd.“
;,Þá munu þeir sjá manns soninn komandi
í skýjum með makt og mikilli dýrð“.
Nú sjáið þér hversvegna vér ættum
ávalt að líta upp til föðursins og sonarins
til himins, væntandi endurkomu frelsar-
ans. Verið hughraustir. Treystið Guði og
frelsara vorum. Reiðið yður á loforð hans.
Þetta nægir til að hrekja burtu áhyggjur
og kvíða.
Ef þú ert kristinn bið ég að Guð gefi
þér nýjan kraft og hugrekki. Ef þú ert
ekki kristinn þá snúðu þér tafarlaust til
Drottins og meðtak Jesúm sem frelsara
þinn, þá verður byrði þinni létt og þú getur
hughraustur gengið lífsferil þinn. Gef
Guði hjarta þitt. Treystu honum. Væntu
Guðs sonar frá himni. Lítið upp. Lausn
yðar er 1 nánd. —U.S.S.
XXVII. Innsigli Gu'ðs og merki
dýrsins
Lesið 13. og 14. kapítula Opinberunar-
bókarinnar.
I. Pardusdýrið eða páfavaldið í Op. 13.
kap.
1. Það kom upp úr hafinu. „Vötnin sem
þú sást þar sem skækjan situr eru
lýðir, fólk, þjóðir og tungur.“ Op.
17:15.
2. Það líkist hinum mikla rauða dreka,
í því að það hefir 7 höfuð og 10 horn.
Op. 12:3 og 13:1.
3. Það hafði bjarnarfætur. Munnurinn
var eins og á ljóni. Pardusdýrið
hafði þannig einkenni Babýlonar,
Medíu-Persíu og Grikklands, sem
tákn mynduð voru með ljóni, bjarn-
dýri og Pardusdýri. Þar sem dýr
þetta hafði 7 höfuð og 10 horn bend-
ir það á Róm. Þannig er páfavaldið
í Rómaborg samsteypa af Babýlon,
Medíu-Persíu, Grikklandi og heiðna
Rómavaldi.
4. Drekinn, heiðna Rómaveldi gaf
páfavaldinu mátt sinn, eða yfirráð-
in, og hásæti sitt.
5. Öll jörðin fylgdi dýrinu með undr-
un og þeir tilbáðu drekann af því
hann hafði gefið dýrinu vald sitt, og
þeir tilbáðu dýrið og sögðu: Hver
jafnast við dýrið og hver getur bar-
ist við það. Og því var leyft að heyja'
stríð við hina heilögu og sigra þá,
og því var gefið vald yfir sérhverri
kynkvísl og lýð, tungu og þjóð, og
allir þeir sem á jörðunni búa munu
tilbiðja það, hver og einn sá er
eigi hefir nafn sitt ritað í lífsbók
lambsins er slátrað var frá grund-
völlum veraldar." Op. 13:3. 4. 7. 8.
6. Dýrið talaði guðlöstunarorð. Páfinn
kveðst vera staðgöngumaður Guðs
Sonar og lætur eins og hann væri
Guð.
7. Þetta átti að halda áfram í 42 mán-
uði eða 1260 ár. Páfinn hafði yfir-
ráð frá 538 til 1798 eftir Krist.
8. Það háði stríð við hina heilögu, of-
sótti Guðs börn sem ekki vildu beyg-
ja sig undir vald þess.
9. Eitt höfuð þess átti að verða sært
dauðlegu sári. Op. 13:3-10.