Stjarnan - 01.09.1951, Page 5
STJARNAN
69
tilbiðja líkneski dýrsins . . . og kem-
ur því til leiðar að enginn geti keypt
eða selt nema hann hafi merkið,
nafn dýrsins eða tölu nafns þess.“
Op. 13:15-17.
Mörg ríki hafa nú þegar sunnudaga-
lög.
V. Guð varar menn við því að iaka merki
dýrsins, „Og annar engill kom á eft-
ir þeim og sagði hárri röddu: Ef
einhver tilbiður dýrið og líkneski
þess og fær merki á enni sitt eða
hönd sína, þá skal sá hinn sami
drekka af reiðivíni Guðs, sem byrl-
að er óblandað í reiðibikar hans og
hann mun kvalinn verða í eldi og
brennisteini í augsýn heilagra engla
og í augsýn lambsins." Op. 14:9-10.
Guð aðvarar bæði móti líkneskinu
og merkinu, og sendir aðvörunar-
boðskapinn til yztu endimarka jarð-
ar. -
VI. Vér kjósum hverjum vér viljum
fylgja? Vér stöndum annaðhvort með Guði
oða með mönnum á móti- Guði.
Guðrækni vor er einkisverð ef vér
fylgjum manna boðum. „Og til ein-
kis dýrka þeir mig, er þeir kenna
lærdóma sem eru manna boðorð.“
Mark 7:7. Maðurinn ber ábyrgð á
að fylgja því ljósi sem hann hefir.
„Jesús sagði við þá: Ef þér væruð
blindir væri ekki um synd að ræða
hjá yður, en nú segið þér. Vér erum
sjáandi. Synd yðar helst við.“ Jóh.
9:41.
VII. Guðs fólk hefir viss einkenni.
1. Guðs börn flytja boðskapinn til
endimarka heimsins. Op. 14:6-10.
2. Þau „varðveita boðorð Guðs og
trúna á Jesúm.“ Op. 14:12.
3. Sem þjónar Guðs verða þau innsigl-
uð. Op. 7:1-3.
4. Satan mun berjast móti þeim. Op.
12:17.
5. Þau vænta eftir og bíða komu
Krists.
Öruggur vegur til að forðast merki
dýrsins er að varðveita boðorð Guðs
öll hans boðorð, og hafa Jesú trú.
Trúmenska vor við Krist og lögmál
Guðs, er það sem um verður deilt.
Og hvíldardagshaldið er prófið.
Annríkisdagar
„En orðrómurinn um hann útbreiddist
því meir og mikill mannfjöldi kom saman
til að hlýða á hann, og til þess að fá lækn-
ing við sjúkleikum sínum. En sjálfur dró
hann sig út úr til óbygðra staða og var þar
á bæn“. Lúk. 5:15.
Fjöldinn fylgdi honum til að geta heyrt
orð hans. Hinir sjúku, höltu og líkþráu
réttu út hendur sínar til að geta snert
hann. Engum var vísað í burtu sem leitaði
hjálpar til hans. Þegar kvöld var komið
var hann svo þreyttur að lærisveinarnir
voru hræddir um líf hans.
í dagslokin fór Jesús burt í kyrþey til
að vera einn með Guði. Hann dró sig út
úr . . . og bað. Þv'í fjölmennara sem var
umhverfis hann, því tilfinnanlegri var
þörf hans á að vera einn þar sem hann gat
hvílt í samveru við föðurinn.
Líf Krists var fullkomlega helgað þörf
annara, og hann fann nauðsyn að leita
einveru í bæn til föðursins. þegar fólks-
fjöldinn fór sína leið þá fór Jesús upp á
fjallið til að vera einn með Guði og út-
hella hjarta sínu fyrir honum, í bæn fyrir
veikum, syndugum, þurfap.di mönnum.
Það var ekki fyrir sjálfan hann heldur
fyrir aðra sem hann lifði, vann og bað.
Eftir langar nætur með Guði kom hann
á morgnana til að veita mönnum lífsins
ljós. Daglega fékk hann á ný fyllingu heil-
ags anda. Orð hans voru endurlífgandi
dögg frá himni, sem hann talaði til hinna
þreyttu og undirokuðu.
Það var einungis einn vegur til að
halda við slíku lífi. Jesús lifði í stöðugu
samfélagi við Guð. Menn flýja við og við
til hins hæðsta og leita athvarfs undir
skugga hins almáttuga, þeir hvíla þar um
stund, og líf þeirra ber vott um hinn bless-
unarríka árangur, en svo veikist trú þeir-
ra, bænalífið fellur í mola og starf þeirra
og áhrif líða við það. En líf Krists var ó-
bifanlegt traust og stöðugt samfélag við
Guð, þess vegna var starf hans svo áhrifa-
mikið og fullkomið.
Sem maður baðst hann fyrir þar til
hans mannlega líf var svo fylt himneskum
krafti sem sameinaði hið mannlega og hið
guðdómlega. Hann öðlaðist líf frá Guði og
veitti mönnum það.