Stjarnan - 01.09.1951, Side 6
70
STJARNAN
Þessar bænir og hvíldarstundir líktust
því sem hann hefði farið heim til himins,
svo kom hann til fólksins, sem beið hans
og færði því nýja von og nýtt líf.
Vér þurfum líka fyrir bæn að lifa í
samfélagi við Guð, til þess vér getum
komist sigrandi gegn um þessa annríkis
tíma. Vér höfum svo mikið að sýsla í heim-
inum, að vér þurfum að losa oss við það
með köflum, til að byggja upp vort and-
lega sjálfstæði, annars er oss hætt við að
bugast. í návist Guðs finnum vér hvíld
og frið. Fjarri hávaða heimsins getum vér
séð alt í bjartara ljósi, og verið hugrakkari
og sterkari þegar vér göngum aftur að
störfum vorum. Þannig var það með Enok.
Hann þráði nánara samfélag við Guð,
og komst í æ innilegra samband við hann,
þar til að lokum Guð tók hann til sín.
Hann stóð við takmörk annars heims, að-
eins fótmál á milli. Svo tók Guð hann.
Lengi hafði hann gengið með Guði hér á
jörðinni, og hélt nú áfram göngu sinni
gegn um hlíð hinnar heilögu borgar — sá
fyrsti jarðneskra manna að fá inngöngu
þar.
Vér megum ekki leyfa annríki þessa
lífs að taka upp allan tíma vorn og hugsun.
„Aldrei þekta ég yður. Farið frá mér,“
mun hann að lokum segja við þá sem hér
áttu of annríkt til að leita hans og þjóna
honum.
Frelsari vor býður oss að koma til sín
og lifa í samfélagi við hann eins og hann
er í stöðugu samfélagi við föðurinn. Hann
býður oss þá hvíld og þann frið, sem vér
getum aðeins öðlast 1 návíst hans, svo
hann geti lifað sínu lífi í oss, og líf vort
verið endurskin af hans heilaga lífi.
—INEZ BRASIER
----------☆----------
Californíans ætla sér að verða við öllu
búnir, svo þeir auglýsa eftir hálfri fjórðu
miljón manna til að læra „hjálp í viðlög-
um“, og þar að auki 350 þúsundir til að
vera varðmenn gegn loftárásum. Áfo'rm
þeirra er að hafa að minsta kosti einn
í hverri fjölskyldu sem veitt geti hjálp
í viðlögum, og að varðmenn loftárása verði
tilbúnir að læra strax þegar Samband-
stjórnin gefur út kenslubækur í því efni.
—U.S.S.
Clarence byggir hús
Ungur maður sem ásetti sér að verða
byggingameistari giftist stúlku sem átti
ríka foreldra. Tengdafaðir hans kallaði
hann inn á skrifstofu sína og sagði: „Clar-
ence, viltu byggja hús fyrir mig. Það
mundi hjálpa til að koma þér á stað. Get-
ur þú bygt fyrir mig hús af bestu tegund?“
Clarence var þakklátur fyrir þetta tæki-
færi og sagði: „Eg get bygt eins gott hús
eins og hægt er að byggja.“
Tengdafaðir hans fékk honum nú upp-
drátt af húsinu og sagði honum að kaupa
efni aðeins af bestu tegund, því hann vildi
húsið yrði hið fullkomnasta, svo komu
þeir sér saman um vinnu verðið.
Þegar ungi maðurinn fór að byggja
freistaðist hann til að kaupa ódýrara efni
og stakk svo mismuninum á verðinu í vasa
sinn. Hann notaði meira af sandi en minna
af steinlími heldur en vera átti í undir-
stöðurnar, og keypti svo lélegan við al-
staðar sem hann sæist ekki utaná. Vinnan
var óvönduð og efnið lélegt.
Eitt kvöld þegar byggingunni var lok-
ið kallaði tengdafaðirinn hann og dóttur
sína inn til sín og spurði: „Er húsið hið
fullkomnasta sem þú gast bygt fyrir
mig?“
„Já, herra minn,“ svaraði ungi maður-
inn.
„Það er gott sonur. Við mamma komum
okkur saman um að gefa ykkur húsið. Hér
eru lyklarnir."
Foreldrarnir og unga konan vissu ekki
hvernig Clarence leið innan brjósts. Hann
vissi sjálfur hvernig hann hafði bygt, en
ungu hjónin fluttu strax inn í húsið. Eftir
nokkra mánuði fór steinsteypan í kjall-
aranum að springa, og plásturinn fór að
bila innan í herbergjunum. Svo einn dag-
inn kom stór rigning og vatn lak gegn um
þakið ofan á fallega póleraða borðið þeir-
ra. Þegar konan kom þangað inn sat Clar-
ence þar grátandi með hendurnar fyrir
andlitinu.
„Hvað gengur að þér elskan mín?“
spurði hún. „Helen, hefði ég vitað að við
ættum að búa hér, þá hefði ég bygt betra
hús.“ Hann hafði ekki gjört sitt besta og
varð nú sjálfur að líða skömmina og
skaðan. —C. L. PADDOCK