Stjarnan - 01.09.1951, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.09.1951, Qupperneq 7
STJARNAN 71 Gæti þetta hent þig? Unglingarnir stóðu í þyrpingu fyrir framan ræðustólinn. „Lofið mér að komast að,“ hrópaði ég, og ýtti til hliðar fyrst einum og svo öðrum, „Hvað er um að vera?“ Eg komst áfram en tók alt í einu eftir því að ég var sá eini af þeim sem við- staddir voru, sem hreyfði sig eða lét til sín heyra. Allir störðu á hinn tignarlega mann sem stóð bak við ræðustólinn. Eg var nú kominn svo langt að ég stóð nærri fyrir framan hann. Nú heyrði ég hann skýrt og rólega kalla nafn vinar míns, Roy. Eg heyrði Roy nieð daufum málrómi svara til nafns síns. Honum var bent að koma og nú stóð hann beint fyrir framan ræðumanninn, sem nú fletti blöðum í stórri bók, þeirri stærstu bók sem ég hef séð. Hann sagði: „Þetta er blaðsíðan sem talar um lotningu. Nafn þitt stendur hér og við það þessi athugasemd: Roy truflaði guðsþjónustuna 16. júlí 19. rneð því að koma of seint, skella hurðinni og vera síhvíslandi. „Er þetta satt Roy?“ Með hneigðu höfði og veikum rómi svaraði Roy: „Já, herra minn.“ Fleiri spurningar voru lagðar fyrir Roy, og hann svaraði þeim öllum: „Eg er sek- ur.“ Loks spurði maðurinn: „Hef ég ekki boðið: „Þér skuluð halda hvíldardaga mína og bera lotningu fyrir helgidómi mínum?11 Aldrei þekkti ég þig, far þú frá mér.“ Nú spurði ég þann sem næstur mér stóð: „Hvers konar samkoma er þetta?“ i.Veistu það ekki. Hefir þú ekki heyrt að það er dómsdagur?“ svaraði hann. Við þessa frétt brá mér svo að ég skalf ó beinunum og hrollur fór um mig allan, on rétt í þessu var nafn mitt kallað. Ó, bversvegna hafði ég rutt mér braut til að standa fremst? En nú var enginn tími til afsökunar. Eg stóð frammi fyrir dómstóln- om. Loks náði ég mér svo að ég leit upp og borfði á dómarann. Augnatillit hans þrengdi sér inn í instu fylgsni sálar minn- ar- Eg gat ekki orði upp komið. Hann brosti sorgarbrosi um leið og hann sagði: »Sonur, þú hefir líka vanhelgað hvíldar- daginn með því að gjöra það sem þig lystir á helgum degi mínum.“ „En,“ byrjaði ég að segja en komst ekki lengra. Hann hélt áfram: „Þú hædd- ist að fötluðu barni sem var í Guðs húsi og komst öðrum til að hlæja að fyndni þinni.“ „Já, herra minn,“ svaraði ég, „en ég vissi ekki—.“ „Þú tugðir sælgæti og talað- ir: forstöðumanninum leið svo illa við að sjá hve illa þú hegðaðir þér. Hefir þú nokkra afsökun?“ Nú skildi ég hvernig Roy hlýtur að hafa liðið. Eg hengdi niður höfuðið og sagði: „Það hryggir mig sárt, ég skal aldrei gjöra þetta aftur.“ „Það er of seint nú, sonur. Þetta er dómsdagur. Vík frá mér óhlýðni ungling- ur.“ Of seint skildi ég hvað það kostaði. Eg fór að kveina og gráta hástöfum — við það vaknaði ég — Ó, það hafði þá verið draumur. Já, Guð hafði sent draum mér til aðvörunar. Eg hafði ennþá tíma til að breyta háttum mínum, og er fastráðinn í því með Guðs hjálp að sýna honum lotn- ingu og hlýða boðum hans. —C.O.G. ---------☆--------— YFIRSTANDANDI HAMINGJA Ennþá ljómar æskustjarna yfir lífs míns paradís, og með gleði góðra barna Guð ég bið: minn veg upplýs. Drykk úr lífsins dýrstum brunni Drottinn stöðugt veitir mér sjálfur hann sem æ mér unni ávalt stýrir mínum knör. ☆ ☆ ☆ FRAMTÍÐAR VONIN Höfuð mitt með hárið hvíta hermir: Brátt er runnið skeið. svo með fögnuð fæ ég líta frelsarann, og þá um leið Hann mig sigurkransi krýnir kallar mig síns Föðurs vin, perluhliðið senn mér sýnir sjálfur leiðir mig þar inn. S. Johnson

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.