Stjarnan - 01.09.1951, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.09.1951, Qupperneq 8
72 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjðrn og aígreiBslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can. „Berið hver annars byrði” Einu sinni þegar William McKinley forseti Bandaríkjanna var á ferð með strætisvagni kom þar inn fátæk kona, sem vann fyrir sér með því að taka inn þvott. Hún bar stóran pakka af þvotti. Öll sæti voru full, hún fór inn í afturenda vagns- ins með byrði sína, en enginn bauð henni sæti. Nú stóð forsetinn upp, tók fatabögg- ulinn af henni og lét hana setjast í sæti sitt. Á þessum sama strætisvagni var mað- ur sem forsetinn hafði ætlað að senda sem fulltrúa sinn til annarar þjóðar. En hann var aldrei sendur. Hann hefir að líkindum aldrei vitað hvers vegna ekki. En það var af því hann var ekki nógu vingjarnlegur til að bjóða gamalli konu sæti sitt. ------------------☆---------- Abraham Lincoln var einu sinni á leið til skrifstofu sinnar þegar hann mætti grátandi telpu, hún grét eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Hann beygði sig niður að henni og spurði hvað gengi að henni. „Ég ætlaði með lestinni, og maður lof- aði mér að hann skyldi koma og taka koffortið mitt niður á járnbrautarstöðina. Hann kom ekki svo ég missi af lestinni11. „Hvar er koffortið þitt?“ spurði for- setinn. Hún sýndi honum húsið. Þau fóru inn og hann lyfti koffortinu á öxl sér og bar það ofan á járnbrautina. Stúlkan náði í lestina og var hin hamingjusamasta. Er það nokkur furða þó fólkið hafi elskað Lincoln og treyst honum? Ungur verzluharmaður hafði lokað búð sinni, en á heimleið mætti hann lítilli stúlku, sem hafði verið send til að kaupa tvinnakefli. Hann snerj við með henni, opnaði búðina og lét hana hafa týinnan. Var það ekki vingjarnlegt af honum? Þeir, sem eru góðir við aðra njóta mestu hamingjunnar sjálfir. C. L. Paddock Alvarleg yfirsjón Lestin staðnæmdist við járnbrautar- stöð eina. Þegar allir sem þangað ætluðu voru komnir út kallaði vagnstjórinn til þeirra sem ferðbúnir voru að koma inn, Fólkið flýtti sér upp í vagninn. Meðal þeirra var gamall maður sem var haltur. Það var eitthvað rangt við fætur hans. Af fatnaðinum að dæma leit hann út fyrir að vera verkamaður. Hann náði í handrið- ið en átti mjög erfitt með að hafa sig upp tröppurnar. „Flýttu þér maður, lestin getur ekki beðið hér allan daginn,“ kallaði vagnstjór- inn heldur hastur. Gamli maðurinn roðnaði. Vagnstjórinn hefir að líkindum sært tilfinningar hans. Hann var haltur og gat ekki flýtt sér, en hann staulaðist inn í vagninn og fékk sér sæti. Þegar vagnstjórinn fór að taka upp far- seðlana sagði einn af lestar þjónunum við hann: „Veistu hver gamli maðurinn var sem þú varst að reka eftir þegar hann var að koma upp í vagninn?“ „Nei, mér stendur líka á sama hver hann er,“ var svarað. „Getur skeð þér standi ekki á sama. Hann er yfirmaður þessarar járnbrautar. Þú átt á hættu að missa vinnuna. Hann heitir Erastus Corn- ing.“ Vagnstjórinn _sem hafði verið svo ó- kurteis við gamla manninn fór nú til hans og sagðist iðrast eftir að hann hefði verið svo ókurteis og óþolinmoður, og sagði „Eg hélt þú værir einn af viðskiftamönnum okkar.“ „Það skiftir engu hver ég er,“ svaraði Mr. Corning. „Ef þú hefðir verið óvingj- arnlegur við einhvern, sem borgaði far á járnbrautinni þá hefði ég séð um þú værir látinn fara. Þú sást ég var haltur og þurfti hjálp. Þú hefðir átt að hjálpa mér í stað þess að reka eftir mér. Eg vil ekki hafa óvingjarnlegan, ókurteisan mann vinna á þessari járnbraut. Þetta er sein- asta ferðin þín.“ Járnbrautarstjórinn lærði lexíu sína og hún var heldur erfið. —C. L. PADDOCK

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.