Stjarnan - 01.12.1951, Page 8

Stjarnan - 01.12.1951, Page 8
96 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Uni-on Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjórn og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man„ Can. v námumannsins. Þarna lá þessi hraustlegi ungi maður, sem ég hafði mætt tveimur dögum áður í styrkleika æskunnar. Nú var hann alveg hjálparlaus. Þegar ég kom inn leit hann á mig og reyndi að tala, en gat ekki komið upp orði. „Viltu ég lesi fyrir þig og biðji fyrir þér?“ spurði ég. Hann gaf af sér lágt hljóð, sem ég hélt ætti að vera, já. Ég las fyrir hann: „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son, tif þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Ég leiddi at- hygli hans að kærleika Guðs, sgm vildi frelsa hann og að Jesús dó fyrir syndir hans. Ég sagði honum að við hefðum allir syngað og vorum glataðir. En Jesús kom til að leita þess sem glatað var og frelsa það. Ég tók því fram að Jesús væri einmitt að leita að honum, hann hefði lagt fram lausnargjaldið, svo syndir hans yrðu fyrir- gefnar. Ég las líka fyrir hann söguna um týnda soninn, og bæn faríseans og toll- heimtumannsins, og endurtók oftar en einu sinni orð Jesú: „Þann sem til mín kemur fnun ég engan veginn burt reka“. Andlitssvipur hans breyttist, ljós von- arinnar lýsti yfir honum. Hann benti til að biðja um drykk. Kona hans hélt vatns- glasi að vörum hans. Hann drakk dálítið. Svo, öllum til undrunar sagði hann með skýrum orðum og upplyftum augum, eins og hann sæi hinn ósýnilega: „Rétt í tíma. Guð vertu mér syndugum líknsamur fyrir Jesúm Krist“. Hann hafði aðeins slept síð- asta orðinu þegar höfuð hans hneig niður á koddann, hann dró langt andvarp og var örendur. t Ég gleymi aldrei þessum atburði. Fyrir marga sem viðstaddir voru var þetta að- vörun frá takmarkalínu eilífðarinnar. Guð notar það fleirum til blessunar. „Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál“. Drottinn „vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar“. „Sjá, nú er sú æskilega tíð, nú er dagur hjálpræðisins“. „í dag, ef þér heyrið hans raust, for- herðið ekki hjörtu yðar“. „Vertu ekki hróðugur af morgundeg- inum, því að þú veist ekki hvað dagurinn ber í skauti sínu“. Orðskv. 27:1. —P. T. S. --------------------- „Berið þá ávexti samboðna iðruninni". Lúk. 3:8. Meðan trúarvakningin stóð yfir í Wales 1904—1905 þá sagði sveitalæknir einn við vin sinn: „Trúarvakningin hefir verið mikils virði fyrir mig“. „Hefir þú fleiri sjúklinga?“ spurði vin- ur hans. „Nei, alls ekki“, svaraði læknirinn, en 23 sterlingspund sem ég átti útistandandi og vænti aldrei að fá hafa verið borguð ‘inn síðan trúarvakningin byrjaði“. —WAR CRY ----------☆---------- Kæru vinir mínir, lesendur Stjörnunn- ar, hjartans þakklæti til ykkar allra, sem hafið á einn og annan hátt greitt veg minn. sýnt mér gestrisni, góðvild og samhygð á á ferðum mínum út um þorp og bygðir. Ég er líka innilega þakklát öllum sem hafa sent inn andvirði Stjörnunnar eða gjafir til starfsins. Guð launi ykkur öllum þúsundfalt bæði nú og síðar. Ég mundi meta mikils ef þeir kaup- endur sem enn ekki hafa borgað blaðið vildu senda mér andvirði þess við fyrsta tækifæri. Pappír og prentun hefir hækkað í verði og póstgjöld sömuleiðis. En ef allir viðskiftavinir mínir standa með mér þá vona ég eftir að blaðið geti haldið áfram að koma út. Enginn fer á vonarvöl fyrir að senda blaðinu einn dollar á ári, en þetta tillag frá mörgum getur hjálpað mér svo mikið. Guð veiti ykkur öllum ríkulega blessun sína og gefi ykkur öllum Gleðileg jól og farsælt nýár í Jesú nafni. — S. JOHNSON

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.