Stjarnan - 01.08.1953, Qupperneq 1
STJARNAN
ÁGÚST, 1953 LUNDAR, MANITOBA
Gleðjið yður í Drotni
„En þeir sjötíu komu aftur með fögn-
uði og sögðu: Herra, jafnvel illir andar
eru oss undirgefnir i þínu nafni.“
„Samstundis varð Jesús glaður í heilög-
um anda og sagði: Ég vegsama þig, faðir,
herra 'himins og jarðar, að þú hefir hulið
þetta fyrir spekingum og hyggindamönn-
um og opinherað það smælingjum. Já,
faðir, þannig varð það, sem þér er þóknan-
legt.“ Lúk. 10:17.-21.
Jesús hafði sent út 70 lærisveina, tvo
og tvo saman þangað sem hann ætlaði
bráðum að koma sjálfur. Nú voru þeir
komnir aftur fagnandi yfir því hvað þeir
hefðu getað gjört fyrir kraft hans nafns.
Hann gladdist líka yfir skýrslu þeirra.
Jesús var í stöðugu samfélagi við föðurinn,
nú fagnaði hann og vegsamaði föðurinn.
Vér komum til föðursins þegar vér
þurfum hjálp, en of sjaldan tökum vér
tíma til að þakka honum fyrir hversu
hann veitir oss yfirgnæfanlega náð og
hjálp. Vér líkjumst fremur hinum 9 lík-
þráu sem flýttu sér í burtu. Ef vér fyndum
stöðugt til návistar Guðs mundum vér með
þakklátum hjörtum segja: „Faðir, ég þakka
þér og vegsama þig.“ „Gleðjið yður í
Drotni,“ segir Páll postuli. „Og enn aftur
segi ég gleðjið yður.“
„Vér ættum oftar að vegsama Guð.
Guðræknis iðkanir vorar eru í því inni-
faldar að biðja og meðtaka. Vér ættum
ekki altaf að hugsa um þörf vora, en
gleyma allri þeirri blessun sem vér fáum
að njóta. Vér biðjum alls ekki of oft, en
vér sýnum alt of lítið þakklæti. Vér njót-
um náðar Guðs daglega í ríkum mæli, en
hve sjaldan látum vér í ljósi þakklæti vort
fyrir alt sem hann 'hefir fyrir oss gjört.“
Kraftur Guðs og nálægð hans er í nánu
sambandi við hversu vér þökkum honum
og vegsömum hann. Alt sem vér höfum
eru náðargjafir hans. Öll gleði og ham-
ingja sem vér njótum er frá honum og
verður því dýpri og innilegri sem vér
komumst í nánara samfélag við hann.
Þegar vér íhugum þetta þá ættum vér
fagnandi að vegsama hann. Þakklæti vort
til Guðs ætti að koma eins náttúrlega og
bænir vorar til hans. Lofgjörð, vegsemd
og þakklæti til Guðs ætti að stíga upp frá
hjörtum vorum eins náttúrlega eins og
blómin gefa ilminn frá sér.
Sál vor getur svifið til himins á vængj-
um lofgjörðarinnar. Hinar himnesku ver-
ur tilbiðja Guð og vegsama hann með söng.
Vér getum tekið undir með þeim.
„Á hverjum degi vil ég prísa þig og
lofa nafn þitt um aldur og æfi.“ „Munnur
minn skal mæla lofstír Drottins/1 „Ég vil
lofa Drottinn meðan ég lifi, lofsyngja Guði
mínum meðan ég er til.“ Sálm 145:2.—21.
146:2.
Það er eins nauðsynlegt að vegsama
Guð eins og að biðja hann. Vér eigum að
sýna bæði englum og mönnum að vér met-
um mikils Guðs undraverða kærleika til
syndugra manna, og að vér væntum mikils
meira frá hans almáttugu kærleikshendi.
Vér ættum að tala meira um reynslu vora
viðvíkjandi trúfesti Guðs.
Vér njótum daglega óteljandi velgjörn-
inga og blessunar Drottins. Vér höfum
sólskinið, fuglasönginn og ríkulega upp-
skeru af jörðinni, en hve sjaldan hugsum
vér um að alt þetta eru náðargjafir elsk-
andi föður, sem altaf hugsar um það sem
verði oss-til blessunar. „Ég þekki fyrir-
ætlanir, sem ég hef í hyggju fyrir yður —
segir Drottinn — fyrirætlanir til heilla en
ekki óhamingju, að veita yður vonarríka
framtíð.“ Jer. 29:11.