Stjarnan - 01.08.1953, Qupperneq 3
STJARNAN
59
vorra er nær því eins rótgróin í eðli
manna eins og það að vernda líf sitt. Vér
höldum við sjálfsálit vort og hégómaskap
eins og það gæti veitt oss eilíf gæði.
En sjálfsálit og hroki draga fremur á
eftir sér órósemi, óánægju og öfund, held-
ur en að afla mönnum nokkurs góðs. Hroki
þjakar, blindar og óvirðir manninn. Löng-
un eftir að vera í góðu áliti hjá öðrum
leiðir menn til að hafa alt eins fullkomið
og nágrannarnir jafnvel þó efnin leyfi það
ekki. Fatnaðurinn verður að fylgja nýjustu
tízku. Heimilið og húsgögnin verða að
vera af dýrustu og nýjustu tegund, og
veitingar fyrir gestina hinar fullkomnustu.
Vér verðum að fylgjast með, segja menn.
Sjálfsálit skerðir skilning vorn á lífinu
og skyldum þess, og hindrar sannar fram-
farir. Því hrifnari sem vér erum af sjálf-
um oss, því blindari verðum vér fyrir
fegurðinni umhverfis. Hinn hrokafulli
metur alt einskis virði nema sjálfan sig.
Auðmýktin er alveg gagnstæð þessu.
Vera má vér höfum orðið svo hrifnir af
fegurð náttúrunnar að vér alveg gleymd-
um sjálfum oss. Eða að vér yrðum svo
frá oss numdir, er vér virtum fyrir oss
dýrð hins fjölstirnda himins. Þegar vér
lítum á sjálfa oss í samanburði við hinn
óteljandi hnattafjölda, sem Guð hefir
skapað, þá verðum vér hrifnir af mikilleik
skaparans og hans handaverka og finnum
þá um leið til þess að vér erum aðeins
sem ryk á metaskálinni. Þá hverfur sjálfs
álit vort og eftirsóknin eftir að sýnast fyrir
öðrum.
Ef vér lítum á ástand heimsins, neyð
fólksins, sorg og erfiðleika þess, og hversu
fjöldinn er blindur fyrir því eina nauð-
synlega, þá dofnar hroki vor og sjálfsálit.
Hvað erum vér í samanburði við lífið
og fegurðina umhverfis oss? Því meira
sem vér getum aflað oss frá uppsprettu
þekkingarinnar, því lítilfj örlegri verðum
vér í vorum eigin augum. Það er ekki
ástæðulaust að sönn mikilmenni heimsins
eru ætíð auðmjúkir, lausir við hroka og
sjálfsálit. Sönn mikilmenska er laus við
allan hroka.
Það er einkennilegt að sú þekking, sem
hrekur burt sjálfsálit vort, veitir oss einnig
skilning á voru sanna verðmæti. Þó vér
séum svo lítilfj örlegir sem vér erum, þá
tilheyrum vér Guðs dýrðlega alheimi. Þótt
staða vor sé lág, þá hefir líf vort verulega
þýðingu. Guð hefir sett oss þar sem vér
erum og falið oss þær skyldur sem á oss
hvíla. Þegar vér minnumst þess, þá leys-
um vér af hendi sem bezt vér getum hin
lítilmótlegu skylduverk, vinnum þau eins
og fyrir Guð, en ekki fyrir menn.
Hvað getur losað oss við þetta sjálfs
álit og eftirsókn eftir viðurkenning ann-
ara sem er svo inngróið eðli voru?
Hrifning yfir fegurð og dýrð náttúr-
unnar dofnar eftir nokkra stund og getur
ekki ummyndað oss eða breytt eðli voru.
Að líta til Jesú og hafa hann stöðugt í huga
og fyrir augum það getur frelsað oss frá
hinu blindandi töfravaldi sjálfsálits og
hroka.
Drottinn hersveitanna gaf oss fyrir-
mynd í sannri auðmýkt, er hann lagði af
sér konungskrúða himinsins og kom hing-
að til jarðar sem hjálparlaust barn, og
fæddist í jötu. í Betlehem líktist sú nótt
hverri annari nótt. En hirðarnir heyrðu
englana syngja, og þrír vitringar frá Aust-
urlöndum sáu stjörnu hans og komu til
að veita honum lotningu.
Jesús lítillækkaði sig vor vegna, og
hann einn getur kent oss lexíu sannrar
auðmýktar. Ef vér leyfum honum að sýna
oss hvernig vér erum í raun og veru, þá
mun hann hjálpa oss til að vinna sigur á
sjálfsáliti voru og hroka. Staðan sem vér
sóttumst eftir verður ef til vill gefin öðr-
um, svo Jesús segir við oss: „Ég vil þú
þjónir mér í þessari lægstu stöðu, svo þú
getir lært af mér.“
Vera má hann láti oss finna til hinnar
miklu ábyrgðar, er á oss hvílir, þegar hann
gefur oss vandasama stöðu, svo vér finnum
alls ekki til sjálfsálits, heldur hve ófull-
komnir og óverðugir vér erum til að leysa
af hendi það, sem oss er falið.
Þegar vér sjáum hvað hroki og sjálfs-
álit er ástæðulaust og heimskulegt, þá
komum vér til Jesú að fá lækningu við
því meini. Þegar vér auðmýkjum oss fyrir
Guði þá opinfoerar hann sig fyrir oss í
dýrð sinni. Þegar vér horfum á hann þá
finnum vér ekki lengur til sársaukans,
sem vér liðum, þegar snert var við sjálfs-
áliti voru. Vér keppum ekki lengur eftir
hrósi heimsins, því hjörtum vorum er full-
nægt fyrir elsku hans til vor.
Þegar vér höfum séð konunginn, Drott-