Stjarnan - 01.08.1953, Síða 7

Stjarnan - 01.08.1953, Síða 7
STJARNAN 63 Jesús sagði: „Alt vald er mér gefið á himni og jörðu.“ Og 'hann býður þér og mér: „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eruð 'hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld, því mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ Matt. 11:28.-30. „Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttuga, sá er segir við Drottinn: Hæli mitt og há- borg, Guð minn, er ég trúi á, því hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drep- sótt glötunarinnar. Hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina er reikar um í dimm- unni eða sýkina sem geysar um hádegið. Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.“ Sálm. 91:1.—7. „Verið öruggir og hughraustir, allir þér er vonið á Drottinn." Sálm. 31:21. ☆ ☆ ☆ Treystum Guði af öllu hjarta „Mínir sauðir heyra mína raust, ég þekki þá og þeir fylgja mér, ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr minni hendi.“ Jóh. 10:27.-28. „Guð er trúr sem ekki mun leyfa að þér freistist yfir megn fram, heldur mun hann ásamt freistingunni einnig sjá um að þér komist út úr henni og fáið staðist.“ lKor. 10:13. „Náð mín nægir þér, því að mátturinn * fullkomnast í veikleika, því vil ég gjarna þess framar hrósa mér í veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað hjá mér.“ 2Kor. 12:9. „Guð minn mun uppfylla sérhverja þörf yðar, eftir auðlegð sinni með dýrð fyrir samfélag yðar við Krist Jesúm.“ Fil. 4:19. ☆ ☆ ☆ ■ Reynumst Guði trúir ali til enda „Sá sem stöðugur stendur alt til enda, hann mun hólpinn verða.“ Matt. 24:13. „Vertu trúr alt til dauðans, og ég mun gefa þér lífsins kórónu.“ Op. 2:10. Sagt er frá því, að í síðasta stríðinu var ein af trúsystrum vorum matarlaus í þrjá daga, og var orðin mjög svöng. Hún var nú á leið til kirkjunnar og mætti konu, sem bauð henni heim til sín, því hún hefði mat, en konan kvaðst vera á leið til kirkju og þakkaði fyrir ef hún mætti koma eftir að guðsþjónustunni væri lokið. Seinna um daginn, er hún var á leið til vinkonu sinn- ar, fann hún ekki húsið, heldur aðeins rústirnar, þar sem það hafði staðið. Hún mat meira að fara til guðsþjónustu heldur en seðja hungur sitt. Guð verndaði líf hennar og uppfylti þarfir hennar á annan hátt. Ef vér leitum fyrst Guðs ríkis, játum syndir vorar og fáum þær fyrirgefnar, þá getum vér öruggir treyst Guði og fengið reynslu fyrir varðveizlu hans og trúfesti. „Sælir eru þeir, sem afbrotin eru fyrir- gefin og syndir þeirra huldar.“ Róm. 4:7. „Ákalla mig á degi neyðarinnar: ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.“ Sálm. 50:15. --------☆--------- Trúboði nokkur sat á þilfari skipsins, sem var að flytja hann til trúboðsstöðv- anna og las í Biblíunni. Fjöldi fólks var með skipinu, þar á meðal vantrúarmaður einn, sem ætlaði að sýna fyndni sína og gjöra spaug að trúboðanum í áheyrn fé- laga sinna. Hann spurði hvar þessi Guð hans væri, tók svo upp sjónauka sinn, horfði upp í himininn og sagði: „Ég sé Guð ekki svo að hann getur ekki verið þar.“ Hann beindi sjónaukanum að hafinu, ekki sá hann Guð þar. Svo horfði hann í allar áttir gegn um sjónaukann, en sá ekki Guð, svo hann fullyrti að enginn Guð væri til. Trúboðinn svaraði engu en fletti upp í Biblíu sinni og lás upphátt: „Sælir eru hreinhjartaðir, því þeir munu Guð sjá.“ Matt. 5:5. ☆ ☆ ☆ Þegar Bandaríkin voru að reyna kjarn- orkusprengjuna á eyjunni Bikini, þá var meðal áhorfendanna læknir einn, sem seinna skrifaði bók um þennan atburð. Það sem vakti mesta eftirtekt var nafn bókar- innar: „Enginn felustaður.“ En þar hafði hann rangt fyrir sér, því Guðs óbrigðula orð fullvissar oss um varðveizlu. „Því að

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.