Stjarnan - 01.08.1953, Side 8
64
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontaxio.
Ritstjórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar Man., Can.
I
hann geymir mig í skjóli á óheilladegin-
um.“ Sálm. 27:5. „'Þú ert skjól mitt, þú
leystir mig úr nauðum.“ Sálm. 32:7. „Augu
Drottins hvíla á þeim, er óttast hann, á
þeim er vona á miskunn hans.“ Sálm. 33:18.
---------------------☆--------
Nær því tvær miljónir dollara voru
veittar 26 mentastofnunum' þrjá fyrstu
mánuði þessa árs frá Carnegie stofnuninni
í New York.
--------☆--------
Jes/i nafn er hið háleitasta, dýrðlegasta
nafn sem til er: „Ekki er hjálpræði í nein-
um öðrum, því eigi er heldur annað nafn
undir himninum, er menn kunna að nefna,
er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“
Post. 4:12.
Hvað innifelst í nafninu?
Nafn Jesú er inngangsorðið til hins
eilífa lífsins. Eins og hermaðurinn gætir
þess að muna inngangsorðið í herbúðirnar,
vitandi að líf hans er í hættu ef hann
gleymir því, eins er eilífðar framtíð manns-
ins innifalin í Jesú dýrðlega nafni.
María móðir Jesú réði ekki nafni hans.
Það var Guð sjálfur, sem gaf honum nafn
þegar hann sendi til Jósefs þennan boð-
skap: „Og þú skalt kalla nafn hans Jesús,
því hann mun frelsa lýð sinn frá syndum
þeirra.“ Matt. 1:21. Ekkert annað nafn gat
átt við hann, því þetta nafn þýðir Frelsari.
Nafn Jesú hafði mikla þýðingu fyrir
hina fyrstu Kristnu. Undraverk voru
framkvæmd fyrir það. Maðurinn sem
hafði verið haltur frá fæðingu fékk að
reyna kraft þess dýrðlega nafns. Pétur og
Jóhannes sáu ástand mannsins og sögðu
við hann: „í nafni Jesú Krists frá Nazaret
statt upp og gakk.“ Post. 3:7.
Hvað gat sýnst ólíklegra? Eftir öll þessi
ár, hvað var hægt að gjöra? En nafn Jesú
var það sem læknaði hann. Það er dásam-
legt að hugsa um hamingju mannsins er
hann „gekk um kring, hljóp og lofaði Guð.“
Jesú nafn var svo dýrmætt fyrir læri-
sveina hans á fyrstu dögum kristninnar,
að þeir voru fúsir til að leggja líf sitt og
alt sem þeir áttu í hættu fyrir það. Það
er minst á Pál og Barnabas, sem menn
„er lagt hafa líf sitt í hættu fyrir nafn
Drottins vors Jesú Krists.“ Post. 15:26.
Jesú nafn er öllum nöfnum æðra. Vor
elskandi Frelsari „lítillækkaði sjálfan sig
og varð hlýðinn alt fram í dauða, já, fram
í dauða á krossi fyrir því hefir Guð og
hátt upphafið hann og gefið honum nafnið
sem er hverju nafni æðra.“ Fil. 2:8.—9.
Þetta dýrðlega nafn er ofar . . . sérhverju
nafni sem nefnt er, ekki aðeins í þessari
veröld, heldur og í hinni komandi.“
Efes. 1:21. Jesú dýrðlega nafn.
Altof oft er það heilaga nafn nefnt í
hugsunarleysi, og stundum til að láta í
ljósi gremju eða vahþóknun. En sá dagur
kemur að fyrir Jesú nafni munu öll kné
beygja sig. Fil. 2:10. Á þeim degi munu
þeir dæmdir verða sem hafa misbrúkað
hans heilaga nafn, en þeir sem hafa elskað
Jesúm og fylgt honum munu „sjá hans
auglit og hafa nafn hans á ennum sér.“
Op. 22:4. Á ennum sér sem viðurkenningu
þess að Jesús hafi haft fyrsta pláss í huga
þeirra og hjarta. Sælir eru þeir sem til-
heyra þessum flokki.
Fyrir nálægt 300 árum varð kraftur
Jesú nafns bersýnilegúr í lífi manns nokk-
urs sem hafði þrælasölu fyrir atvinnu sína.
Hann æfði alla þá grimd og mannvonsku
sem fylgdi þrælasölunni. Ef hann nefndi
Jesú nafn þá var það í guðlasti. Vér getum
skilið dálítið af líferni þessa manns af því
sem hann sjálfur skrifaði eftir að hann
var umventur: „Ég var einu sinni villi-
maður á ströndum Afríku, en Jesús náði
mér og tamdi mig, nú kemur fólk til að
sjá mig eins og ljónin í turninum. Ef þér
efist um að Guð geti ummyndað heiðingj-
ana, þá lítið á mig.“
Það var þessi maður, John Newton,
umventur þrælasali, sem skrifaði einhvern
fegursta sálminn á enskri tungu:
„Hve indælt Jesú nafn fyrir eyra hins
trúaða, það mýkir sorg hans, græðir sár
hans og hrekur burt ótta og kvíða.“
—H. G. WOODWARD