Stjarnan - 01.01.1954, Blaðsíða 1
cZ<95
S+i
STJARNAN
JANÚAR, 1954 LUNDAR, MANITOBA
Gleðiiegt nýár 1954
Nýr náðardagur, nýtt náðarár, er enn-
þá upprunnið yfir oss. Öll Guðs dýrmætu
fyrirheit eru jafn áreiðanleg nú eins og
þegar þau voru gefin fyrir þúsundum ára.
Það er meira en þess vert að rifja þau
upp og gefa gaum að þeim, svo vér getum
fengið eigin reynslu fyrir trúfesti Guðs.
Nú skulum vér athuga nokkur þessara
loforða eða tilboða Guðs til vor.
Allir þrá öryggi, frið og hamingju.
Jesús, sem hefir alt vald á himni og jörðu,
býður oss: „Komið til mín, allir þér, sem
erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun
veita yður hvíld.“ Þetta er fyrsta skilyrðið
fyrir hamingju, að koma til Jesú, trúa á
hann og hlýða honum. Það er alment um
þennan tíma árs að foreldrar og aðrir,
sem geta, gefa börnum sínum og ástvin-
um gjafir, en Jesús segir: „Ef nú þér, sem
eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum
yðar góðar ^gjafir, hversu miklu fremur
mun þá faðirinn á himni gefa þeim' heilag-
an anda, sem hann biðja“. Lúk. 11:13.
Skilyrði fyrir þessari himnesku gjöf er
hlýðni við Guðs orð. Post. 5:32. Meir að
segja, ef vér mætum því skilyrði þá geium
vér fengið hvað sem vér biðjum um.
„Hvað sem vér biðjum um fáum vér hjá
honum af því að vér höldum boðorð hans
og gjörum það, sem honum er þóknan-
legt“. 1. Jóh. 3:22.
„Sérhvað það, er þér beiðist í bæninni
trúaðir munuð þér öðlast“. Matt. 21:22.
„Hvað sem þér biðjið um í mínu nafni,
það mun ég gjöra, svo faðirinn verði veg-
samlegur í syninum“. Jóh. 14:13.
Af þessu sjáum vér, að það eru engin
takmörk fyrir því, sem vér getum beðið
um og fengið, ef vér aðeins hlýðum Guðs
orði og gjörum hans vilja af öllu hjarta.
Þá þurfum vér ekki að óttast skort, því
Guð mun uppfylla sérhverja þörf vora.
Fil. 4:19. Enginn þarf að kvíða fyrir sjúk-
dómi, því Drottinn vor er læknir allra
meina. Vér getum með gleði horft fram á
elliárin, því Drottinn hefir sjálfur sagt:
„Ég mun- alls ekki sleppa þér og eigi heldur
yfirgefa þig“. Hebr. 13:5.
í hættu og erfiðleikum býður hann oss:
„Ákalla mig í neyðinni, ég mun frelsa þig
og þú skalt vegsama mig“. Sálm. 50:15.
Jesús, sem elskaði okkur svo mikið, að
hann var fús til að líða dauðahegninguna,
sem vér höfðum verðskuldað með synd-
um vorum og boðorðabrotum, hann segir
til ástvina og lærisveina sinna: „Sjá, ég
er með yður alla daga, alt til enda ver-
aldarinnar". Matt. 28:20.
Nú þegar vér vitum þetta og höfum
uppfylt skilyrðin, þá getum vér frá djúpi
hjartans sagt: „Þa3 er himneskt að lifa
og bíða þess að Jesús komi innan skams
til að taka okkur heim til sín og gefa
okkur ríkið með sér“.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegt og sann-
farsælt nýár, í Jesú nafni, vinir mínir.
(UHDSBÓKASAFM
tAI '05 558
—S. JOHNSON