Stjarnan - 01.01.1954, Side 2

Stjarnan - 01.01.1954, Side 2
2 STJARNAN Mál þitt fyrir rétti Varla mun vera nokkur annar spá- dómur Biblíunnar, sem menn gefa minni gaum heldur en spádóminum viðvíkjandi dómsdegi. Það er sitthvað að minnast at- vika og erfiðleika, sem koma fyrir á mannsaldrinum, frá æsku til elli, eða líta á hvert sérstakt atvik með tilliti til þess, að það hefir beinlínis áhrif á eilífðarkjör mannsins þegar Guð „leiðir alt fyrir dóm- inn, með öllu sem hulið er, hvort sem það er gott eða ilt“. Hver einasti atburður í lífi Jesú hefir ómetanlegt gildi fyrir manninn. Hugsið yður, hann er fæddur af meyju, án mann- legs tilverknaðar. Hann er Guð og maður. Hvernig getum vér skilið hin undraverðu kraftaverk, sem Jesús framkvæmdi, nema fyrir það að hann hafði guðdómlegan kraft. Hver getur gripið leyndardóm endurlausnarinnar fyrir dauða hans, eða útmálað slíkt miskunnar- og kærleiksverk. Dauðinn gat ekki haldið Jesú í greip- um sínum. Hann reis upp sigri hrósandi á fyrsta degi vikunnar til að boða og bjóða öllum mönnum alstaðar fullkomna frels- un. Sáluhjálp manna var ekki lengur bygð á framtíðarvon og trú. Fórnin var þegar framborin og frelsunarvegurinn opinn fyrir alla, sem vildu meðtaka frels- arann og fylgja honum. (Róm. 5:10.—11.). „Vér höfum þann æðsta prest, er situr hægra megin við hásæti hins alvalda á himnum.“ Hebr. 8:1. Vér getum aldrei of oft minst á dýrð og dásemd upprisunnar, vér getum heldur ekki skilið leyndardóm uppstigningar hans eftir 40 daga til að birtast fyrir Guðs aug- liti sem æðstiprestur og talsmaður vor. Frásögnin um sáluhjálp vora verður ekki fullsögð, þótt vér rifjum upp hmn rannsakandi dóm og starf Krists sem vor æðsti prestur. Endurlausnarverkinu er ekki lokið fyr en Jesús kemur í skýjunum til að saman safna sínum útvöldu til að gefa þeim ríkið með sér. „Þannig er og Kristur eitt sinn fórnfærður til þess að burttaka margra syndir, en í annað sinn mun hann birtast án þess að vera synda- fórn, öllum sem hans vænta til frelsunar. Hebr. 9:28. Oss er kent í Ritningunni að nafn hvers einasta manns kemur upp til rann- sóknar frammi fyrir hinum mikla dómara. Þar verður úrskurður gefinn, hvort hann dæmist sekur eða verði meðtekinn inn í Guðs eilífa dýrðarríki. Rannsóknardómurinn hlýtur að fara fram áður en Jesús kemur í skýjunum. Þessi dómur ákveður eilífðarkjör allra manna. „Allir hljótum vér að birtast fyrir Krists dómstóli, svo að sérhver úr býtum beri það sem hann hefir aðhafst í líkams lífi, hvort sem það hefir verið gott eða ilt“. Það er því ekkert efamál, að hver ein- staklingur verður að mæta fyrir Krists dómstóli. Menn á öllum öldum þektu þennan sannleika, bæði í Nýja og Gamla Testamentinu. Þegar Páll postuli hvatti Athenumenn til að yfirgefa skurðgoð en snúa sér til hins lifandi sanna Guðs, þá ísagði hann: „Því hann hefir fastsett dag, á hverjum hann ætlar að dæma heims- bygðina með réttvísi af manni, er hann hefir þar til kjörið, og gaf öllum fullvissu um það með því að reisa hann frá dauð- um“. Post. 17:31. 1 Préd. 12:14. segir hinn vitri: „Því Guð mun leiða alla hluti fyrir dóminn, yfir öllu sem er hulið, hvort sem það er gott eða ilt“. Hve nauðsynlegt er það því, að vér séum varkárir í öllu, smáu og stóru, að laga líf vort eftir kenningu og dæmi Krists, svo vér séum öruggir þegar nafn vort er kallað fram fyrir hinn mikla alls- herjar dómstól. Daníel spámanni var gefin dýrðleg sýn. Hann segir svo frá: „Nú sá ég að stólar voru settir fram og hinn Gamli settist niður; hans klæði voru hvít sem snjór og hans höfuðhár sem hrein ull, hans hásæti var eldslogi og hjólin undir því eldur brennandi. Fram undan honum gekk út fljótandi eldstraumur, honum þjónuðu þúsundir þúsunda, og frammi fyrir honum stóðu 10 þúsundir 10 þúsunda, dómend- urnir settust niður og bókunum var flett upp. í þeim sjónum, sem fyrir mig bar um nóttina, sá ég, að einhver kom í skýj- um himins líkur mannsins syni, hann kom þangað sem hinn Gamli var fyrir og var leiddur fram fyrir hann. Honum var gefið vald, heiður og ríki, svo að honum skyldu þjóna allar þjóðir og allir lýðir, hverrar tungu sem væri; hans vald var eilíft vald,

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.