Stjarnan - 01.01.1954, Síða 3
STJARNAN
3
það skal aldrei undir lok líða, og hans ríki
aldrei til grunna ganga“. Dan. 7:9.—13.
Hvílík dýrðarsjón, sem spámaðurinn sá.
Hve alvarlegt á að líta.
Það er samkvæmt því, sem ritað er í
bækurnar sem menn verða dæmdir. „Ég
sá þá dauðu, smáa og stóra, standa frammi
fyrir hásætinu, og bókunum var lokið upp.
þá var annari bók lokið upp, það var lífs-
ins bók, og voru þeir dauðu dæmdir eftir
þeirra verkum, sem skrifuð voru í bók-
unum“. Op. 20:12. Syndarans eina von um
sáluhjálp er að nota sér tilboð Drottins,
játa syndir sínar og fá þær fyrirgefnar
áður en dómurinn er settur. Einungis með
því að viðurkenna syndir sínar, iðrast
þeirra og tileinka sér í trú kærleiksfórn
Krists á krossinum fyrir oss, getum vér
öðlast sáluhjálp.
Það þarf ekki að trufla rósemi vora,
þó vér vitum að vér verðum að mæta
fyrir rétti, heldur er hitt mesta aívöru-
efnið, hvort við séum undirbúnir þann
dag og þá stund. Ef vér höfum Jesúm
fyrir talsmann vorn og málafærslumann,
þá þurfum vér ekki að óttast. Sá sem
hefir Jesúm fyrir talsmann sinn verður
ekki dæmdur sekur. Hann hefir nafn sitt
skráð í lífsbók Lambsins og öðlast eilíft líf.
„Sá sem sigrar skal skrýðast hvítum bún-
ingi, og hans nafn skal ég ekki afmá af
lífsbókinni, ég skal kannast við hans nafn
fyrir mínum Föður og fyrir hans englum“.
Op. 3:5. Þá verður uppfylt loforðið, sem
gefið er bæði í Nýja og Gamla Testament-
inu. „Á þeim tíma munu landsmenn þínir
frelsaðir verða, allir þeir sem skráðir finn-
ast í bókinni“. Dan. 12:1.
Vor eilífa velferð er undir þessu komin.
Vér verðum að mæta fyrir rétti, það er
óhjákvæmilegt. Meðtak þú Jesúm sem
frelsara þinn og leiðtoga hvern dag og
hverja stund lífs þíns, þá mun hann taka
að sér mál þitt frammi fyrir hæsta rétti
himinsins.
Sú stund kemur að dóminum er lokið
og hið guðdómlega ákvæði verður gefið út:
„Sá rangláti haldi áfram að gjöra rangt,
sá saurlífi haldi áfram saurlifnaðinum, sá
réttláti haldi áfram í réttlætinu, sá heilagi
haldi áfram í heilagleikanum“. Op. 22:11.
Eitthvert hið einkennilegasta glæpa-
mál, sem fyrir hefir komið í Bandaríkjun-
um, var mál George Wilsons. Hann var
dæmdur til dauða fyrir að ræna póstvagn
nálægt Reading, Pennsylvania, árið 1829.
Fjórtánda júní 1830 veitti Jackson forseti
honum náð og fyrirgefningu, en hinn
dauðadæmdi maður hafði eitthvað á móti
forsetanum, svo hann afþakkaði náðunar-
bréfið. Nú vissu dómstólarnir ekki hvað
gjöra skyldi. Hér var maður, sem hafði
fengið glæp fyrirgefinn, en vildi ekki
þiggja fyrirgefningu. Átti að neyða upp á
hann fyrirgefningunni? Hæsti réttur
Bandaríkjanna tók málið til meðferðar.
Ákvæði þeirra var, að til þess að fyrirgefn-
ing næði tilgangi sínum, þá yrði að af-
henda hana þeim sem ætti að njóta henn-
ar, ef hann vildi ekki þiggja hana, þá
fundu þeir ekki að réttvísin hefði vald til
að neyða manninn til að taka á móti
henni.
George Wilson misti líf sitt af því hann
hafnaði fyrirgefningu forsetans. Þetta
virðist bæði ótrúlegt og heimskulegt, en
hversu margir hafna daglega með líferni
sínu þeirri einu hjálp, sem getur frelsað þá
á hinum mikla degi dómsins.
Gefum Jesú líf vort, meðtökum hann
og fylgjum honum, þá getum vér glaðst
af að vita, að syndir vorar eru fyrirgefnar
fyrir hans nafn og sakir. 1. Jóh. 2:12.
—M. K. ECKENROTH
----------.•&.-------
Er endurkoma Krists
nauðsynieg?
Vér þurfum hjálp. Miljónir manna
kalla eftir leiðtoga, sem geti leitt þá út
frá þeim glundroða í stjórnmálum, félags-
málum og andlegum efnum, sem vér erum
flæktir í.
Þegar leiðtogi var kosinn fyrir allar
sameinuðu þjóðirnar, þá gengu allir sem
elskuðu frið undir merki hans til að hlýða
skilyrðislaust öllum skipunum þans. Hví-
lík ábyrgð.
Mikilmenni liðinna tíma, hershöfðingj-
ar og sigurvegarar, hafa mætt kröfu síns
tíma, en samt erum vér ennþá staddir í
samskonar vandræðum. Þeir héldu þeir
hefðu ráðið fram úr vandamálunum,
frelsað mannkynið og hafið menn upp
yfir stríðshættuna. Nú sjáum vér að þeim