Stjarnan - 01.02.1954, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.02.1954, Blaðsíða 1
STJARNAN FEBRÚAR, 1954 LUNDAR, MANITOBA Áreiðanleg lífsábyrð Framtíð manna í þessum heimi er alveg óútreiknanleg. Menn verða að vera við öllu búnir, því enginn veit hvað dagurinn ber í skauti sínu. Hvernig getum vér snúið oss undir slík- um kringumstæðum? Hvað getum vér gjört til tryggingar framtíðinni? Jesús gef- ur oss áreiðanlega aðferð til þess er hann segir: „Leitið fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis, og þér munuð fá hitt alt í viðbót“. Matt. 6:33. Þetta er eini vegurinn til far- sællar framtíðar, því Guðs eilífa dýrðarríkí er það sem vér getum haft örugga fullvissu um, því Jesús lofaði lærisveinum sínum: ,,Ég fer að tilbúa yður stað . . . og ég mun koma aftur og taka yður til mín, svo þér séuð þar sem ég er“. Það er hughreystandi að vita að veru- leiki hins komanda heims er óyggjandi. Alt skapað bendir á endalok hins núverandi heims og nálægð þess tíma, er Guð stofnar sitt eilífa friðarríki. Vér getum öruggir bygt von vora á þeirri trú, sem Páll postuli lét í ljósi, er hann sagði: „Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drott- inn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari; en ekki einungis mér held- ur og öllum sem elskað hafa opinberun hans“. 2 Tím. 4:8. Hvernig get ég verið viss um inngöngu í Guðs ríki? Er Guðs ríki aðeins hærri trappa, sem allir menn geta smám saman náð? Eða er ákveðinn vegur, sem vér verðum að fylgja til að komast þangað? Davíð hefir fullvissað oss um að Guð hefir veg, sem vér verðum að fylgja: „Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu“. Sálm. 16:11. Allir geta fylgt þessum vegi, ef þeir að- eins vilja, hann liggur upp á við beint til hliða himinsins. Jesús er vegurinn, sann- leikurinn og lífið, fylgið honum. Hann segir: „Lyftið upp höfðum yðar, því lausn yðar er í nánd“. Á þessari leið til himins eru tveir vegvísarar: „Hér eru þeir, sem varðveita boðorð Guðs og trúna á Jesúm“. Op. 14:12. Hver sem vill fylgja þessum vegi verður að byrja með því að meðtaka Jesúm sem frelsara sinn. „Því ekkert annað nafn er undir himninum í hverju oss ber sáluhólpnum að verða“. Post. 4:12. Enginn getur komist alla leið áfram, nema hann varðveiti Guðs boðorð. „Ef þú vilt inn- gang til lífsins þá haltu boðorðin“. Matt. 19:17. „Sælir eru þeir sem breyta eftir hans boðorðum, svo þeir geti fengið aðgang að lífsins tré og megi innganga um borgar- hliðin inn í borgina“. Op. 22:14. —P. M. MATACIO -----------☆----------- Engar hliðardyr til himnaríkis Eitt kvöld í Bombay á Indlandi var barið að dyrum hjá mér eftir að ég var sofnaður. Ég vaknaði og fór til dyranna. Þar var ungur maður, sem stöðugt hafði sótt samkomur þær, er ég hafði haldið í lengri tíma. Eftir fáar mínútur sagði hann mér erindi sitt þar sem við sátum í skrif- stofu minni. Hann óskaði eftir að verða kristinn, fylgja Jesú og halda öll Guðs boðorð. — Nærri öll. „Ég er fús að borga tíund og leggja fram gjafir til kirkjunnar,“ sagði hann, „en það eru einstök atriði, sem ég get ekki gengist undir, en það verður eflaust alt í lagi ef ég styð fjárhag kirkjunnar“.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.