Stjarnan - 01.02.1954, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.02.1954, Blaðsíða 5
STJARNAN 13 Kraftur til að mæta erfiðleikum Við kvöddum vinina, feldum fáein tár og lögðum svo af stað frá Michigan, en ferðinni var heitið til Californíu. Vega- lengdin var yfir 2000 mílur yfir sléttur, fjöll og hæðir. Bíllinn var sama sem nýr. Við höfðum nóga peninga til að kaupa gas, olíu, mat og fleira smávegis ef með þurfti. Við höfðum haft allan nauðsynlegan viðbúnað og brautirnar voru góðar, svo vér væntum að hafa skemtilega og tafarlausa ferð alla leið. En sú von brást. Við höfðum varla keyrt yfir 20 mílur þegar bíllinn hægði á sér. Við vorum að fara upp hæð eina, sem við höfðum oft farið upp áður alveg hindrun- arlaust. Aðrir bílar keyrðu hratt fram hjá mér. Ég gat ekki fylgt þeim hvernig sem ég reyndi til þess. Við drógumst aftur úr. Hvað var að? Við höfðum nóg gas, nóga olíu, og hljóðið í vélinni var alveg náttúr- legt. Alt í einu skildi ég ástæðuna. Við höfð- um hlaðinn vagn aftan í bílnum. Það voru þessi auka þyngsli, sem hindruðu keyrslu- hraðann. Það var hægðarleikur að fara niður brekku og á jafnsléttu bar ekki á að þessi aukaflutningur tefði ferð vora, en þegar keyrt var upp brekku fundum við mismuninn. Einu bílarnir sem við fórum fram hjá voru þeir, sem höfðu stærri vagn og þyngri farangur í eftirdragi. Nú fékk ég nýjan skilning á Guðs orði hjá Páli postula í Hebr. 12:1. Þar stendur: „Léttum á oss allri byrði og viðloðandi synd, og þreytum þolgóðir það skeið sem oss er fyrirsett“. Ég fór nú að hugsa um alt sem við höfðum hlaðið upp í vagninn. Þar var fatnaður, leirtau, bækur ög fleira, sem við þurftum að brúka, en svo var ósköpin öll af gömlum tímaritum, sem tók upp mikið pláss. Svo voru gömul föt, sem ég hefði átt að gefa fátækri fjölskyldu sem bjó skamt í burtu. Ef við hefðum verið laus við alt þetta, sem ekki var nauðsynlegt þá hefði keyrslan verið þeim mun léttari. Auðvitað voru þyngslin af nauðsynjum vorum nóg til að draga úr hraðanum, en hefði vélin verið tvöfalt kraftmeiri þá hefði okkur ekki fundist brekkurnar- svo brattar eða fjallaskörðin svo löng. Sem kristinn maður hef ég byrði að bera. Ef ég reyni að bera hana með mínum eigin kröftum þá dregst ég aftur úr og næ ekki takmarkinu, þá yrði lífið þreytandi byrði. Ég þarf meiri kraft. Vér þurfum Jesúm. Orðið segir að Guð hafi nógan kraft. „Hann gefur styrk hinum þreytta og nógan kraft hinum þróttlausa11. Jesús sagði: „Mér er gefið alt vald á himni og jörðu“. Jes 40:29.; Matt. 28:18. Þegar vér fáum hjálp frá honum, sem hefir alt vald, þá verður engin hæð og ekkert fjall of bratt að komast yfir. Jes-ús stendur með útbreiddan faðminn reiðubúinn að hjálpa. Alt sem þú þarft er að biðja hann í trú, þá veitir hann strax hjálp sína. „Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég vil gefa yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því ég er auðmjúkur og af hjarta lítillátur, og þér munuð finna hvíld fyrir sálir yðar, því mitt ok er indælt og mín byrði létt“. Matt. 11:28.-30. Ef byrði þín er þyngri en þú fær borið, og brekkan of brött fyrir þig að klifrast hana, þá tak á þig Jesú ok. Varpaðu allri þinni áhyggju upp á hann. Hann ber um- hyggju fyrir þér. 1 Pét. 5:7. —D. A. WEBSTER ------------------------- Sólaruppkoma Einsöngnum var lokið og lófaklappinu linti. María lokaði útvarpinu. Með tár í augunum endurtók hún þessi orð sem sungin höfðu verið: „Heimurinn bíður uppkomu sólar“. Með þungum huga gekk hún út að glugganum og leit á hin tignar- legu fjöll í tunglskininu. María hafði átt erfiða æfi. Hún giftist ung og misti mann sinn í stríðinu. Viku eftir að hún fékk skeytið um dauða hans, misti hún 8 mánaða gamla barnið sitt, svo hún var sorgbitin mjög. Von hennar um eigið heimili með elskuðum manni hafði brugðist. Hún varð nú einsömul að horfast í augu við kaldan, kærulausan, eigin- gjarnan heim.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.