Stjarnan - 01.02.1954, Side 4

Stjarnan - 01.02.1954, Side 4
12 STJARNAN Það er engin þörf á að ganga í klaustur til að geta notið friðar og hvíldar. Þú getur haft þessar blessunarriku stundir á heimili þínu. Bezti tíminn er snemma að morgnin- um áður en skyldur dagsins byrja. Hálf- tími notaður til íhugunar, Biblíulesturs og bæna er ekki tapaður tími, heldur mun hann breiða blessun yfir alt dagsverk mannsins, svo hann getur unnið meir og betur heldur en ef hann hefði gleymt Guði. Það er á þessum kyrlátu stundum í samfélagi við Guð, sem við lærum bezt að þekkja hann. Hér er það sem uppspretta kraftarins stendur oss til boða. Ekkert er Dýrmæt ein Mitt í annríki og framförum nútímans, hvað hefir orðið af bæninni? Bæn, sem er ' uppfylt og veitir kraft til þess, sem vísindi, læknisfræði og listir geta ekki framkvæmt, bæn sem opnar nýjan sjóndeildarhring vonar og gleði fyrir þreytta langferðamenn á lífsleiðinni, bæn sem stígur til himins og veitir miljónum manna hughreysti, frið og von. Bænin er samband mannsins við Guð. Einkaréttindi bænarinnar verða aldrei frá þeim tekin sem elska Guð og treysta honum. Spyr þú konu eina hvers vegna hún álítur bæn hið mesta kraftaverk nútímans. Hún svarar: „Sonur minn bað í gær, hann er aðeins 6 ára gamall, en trú hans er raun- veruleg. Hurðin á fataskápnum skeltist aftur svo hann og leikbróðir hans voru lokaðir inni. Eftir að þeir höfðu áttað sig þá báðu þeir saman, svo þegar þeir reyndu lokuna gátu þeir opnað hurðina. Sonur minn og vinur hans trúðu í barnslegri ein- lægni á kraft bænarinnar, og þeim brást ekki von sín. Þetta kendi mér lexíu líka“. Spyr þú ungan námsmann hvaða þýð- ing bænin hefir fyrir hann. Með lotningu svarar hann: „Hún þýðir það að ég, dauð- legur maður, get talað við skapara al- heimsins.“ Spyr kristinn kennara ef hún finnur þörf fyrir bæn. Hún svarar: „Styrkur og hugrekki til að vinna skylduverk mitt og eins nauðsynlegt fyrir manninn eins og það að þekkja Guð, því það er hið eilífa lífið að þekkja hann. Allir ættu að nota hvert einasta tækifæri sem gefst til þess að geta þekt hann betur. Ekkert er jafn áríðandi. „Því hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?“ Mark. 8:36. Guð er fús og reiðubúinn að opinbera sjálfan sig fyrir oss. Hann vill vér lærum að þekkja hann. Vilt þú taka tíma til að vera hljóður, svo þú getir öðlast þekking á honum? —M. L. RICE karéttindi hjálpa nemendum mínum að þroska göfugt hugarfar er beinlínis svar upp á bæn“. Spyr þú bóndann, verzlunarmanninn, læknirinn, sjúklinginn og hinn niður- beygða. Allir sem rétta hendur bænar- innar til Guðs finna. von og hugsvölun, því Guð er ávalt reiðubúinn að hjálpa. „Sérhvað það er þér beiðist í bæninni trúaðir, munuð þér öðlast“. Matt. 21:22. í kvöldkyrðinni á hlýju kvöldi í apríl- mánuði sátu tveir ókunnir menn á bekk i skemtigarðinum og töluðu saman. Það var svo dimt að yngri maðurinn gat aðeins séð hið hrukkótta andlit gamla mannsins. En þeir fundu til andlegs skyldleika, er þeir töluðu saman um vonbrigði og aðra erfið- leika, sem verða mönnum til blessunar ef þeir leiða þá til að biðja til Guðs. „Ég er sannfærður um að erfiðleikar mínir voru til að kenna mér hversu ég er í cllu kominn upp á Guð og hans náð. Ég elska hann og treysti honum. Ég met það mikils að hann skuli hlusta á og meðtaka mín ófullkomnu orð, er ég vegsama hann og þakka honum,“ sagði gamli maðurinn; svo skrifaði hann nokkur orð á lítið pappa- spjald og gekk hljóðlega niður götuna. Ungi maðurinn sneri sér við og þá fauk pappaspjaldið niður fyrir fætur honum. Hann tók það upp og las: „Bæn er einka- réttindi. Treystu Guði og þakkaðu honum fyrir að þú hefir lært þetta“. —A. M. JAYNES

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.