Stjarnan - 01.02.1954, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.02.1954, Qupperneq 8
16 STJARNAN STJARNAN Authorized as seeond class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa Ontario. Ritstjórn og afgreiSslu annast: MISS S. JOHNSÖN, Lundar, Man. Can. sundraðist árið 476 eftir Krist. Hvar erum vér þá staddir í dag? Vér lifum á síðasta tímabilinu, sem fyrirmyndað var með fót- um líkneskisins. Saga heimsins er þegar á enda. Það næsta, sem vér væntum eftir samkvæmt spádóminum, er endurkoma Krists. Hver einasti maður á kost á að eignast eilíft hamingjusamt heimili í ríki Krists, ef hann aðeins vill fá það. Hér stöndum við augliti til auglitis við hið alvarlegasta atriði í lífi voru. Erum vér svo undirbúnir að vér getum fengið inngöngu í Jesú eilífa dýrðarríki? Erum vér tilbúnir að mæta honum, þegar hann kemur sem konungur dýrðarinnar? —J. L. SHULER ------------☆------------ Guð svarar bæn Guð býður oss að koma til sín. „Nálægið yður Guði þá mun hann nálgast yður“. Jak. 4:8. Vér erum fullvissaðir um að bænir vorar eru heyrðar. „Þú sem heyrir bænir til þín kemur alt hold“. Sálm. 65:2. Vor himneski faðir hefir meiri áhuga fyrir velferð vorri heldur en foreldrar geta haft fyrir börnum sínum. „Ef nú þér sem vondir eruð hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá Faðir yðar sem er á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann“. Matt. 7:11. Guð ámælir ekki og telur ekki eftir það sem hann gefur. „Vanti einhvern yðar vizku þá biðji hann Guð, sem öllum gefur örlátlega og, átölulaust, og mun hún gefast honum“. Jak. 1:5. Alt sem vér þráum samkvæmt vilja hans mun oss veitast. „Og þetta er sú djörfung sem vér höfum til hans, að ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um“. 1 Jóh. 5:14.-15. Það er ómögulegt fyrir oss að biðja um svo mikið að Guð geti ekki veitt það. „En honum, sem eftir þeim krafti sem í oss verkar, megnar að gjöra langsamlega fram yfir alt það sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í söfnuðinum og í Kristi Jesú um öll æfiskeið öld eftir öld. Amen. Efes. 3:20.-21. Vér getum öruggir nálgast Guð í bæn. „Göngum því með djörfung að hásæti náð- arinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma“. Hebr. 4:16. __p. T. -----------☆----------- Hversu þrái ég lifenda landið Hversu þrái ég lijenda landið ofar lamandi sorgum og kvíða, þar sem bœtur við öllu mín bíða, og nú bráðlega þangað ég fer. Halleljúja! ég hátt verð að syngja, halleljúja! ég stefni á landið. Þó að margvíslegt megni að þyngja mína göngu, á heimleið ég er. Hversu þrái ég útvalda arfleifð fjarri armceðu, sjúkdóm og stríði, þar sem andar Guðs blærinn hinn blíði, og nú bráðlega þangað ég fer. Halleljúja! ég hressist í anda, halleljúja! ég sé þegar staðinn, þar sem ekkert má Guðs vinum granda, þar sem geng ég á blómskrýddri jörð. Hversu þrái’ ég þá himnesku hljóma, þar með heilögum Guðs lýð að vera, og hinn skínandi búning að bera, og nú bráðlega þangað ég fer. Halleljúja! það hrökkva af mér böndin, halleljúja! hve styttist nú leiðin. Sjá, þar opnast mér eilífðar-löndin. Ferðin endar. Ég kominn er heim. —E. G. x. AÐVENTÆSKAN Marz-apríl 1952

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.