Stjarnan - 01.03.1954, Page 2
18
STJARNAN
svo þeir geti ekki skilið eða vilji gefa
gaum að áformi Guðs. Spádómar heilagrar
Ritningar benda á bæði hið táldræga á-
form og Guðs óbrigðula áform með frið-
sæla stjórn heimsins. Uppástunga um al-
heimsstjórn, sem mun reynast tál stendur
hjá Jes. 2:3.—4. „Og margar þjóðir munu
búast til ferðar og segja: Komið, förum
upp á fjall Drottins til húss Jakobs Guðs,
svo hann kenni oss sína vegu, og vér
megum ganga á hans stigum; því frá Zíon
mun kenning út ganga og orð Drottins frá
Jerúsalem. Og hann mun dæma meðal
heiðingjanna og skera úr málum margra
þjóða, og þær munu smíða plógjárn úr
sverðum sínum og sniðla úr spjótum sín-
um. Engin þjóð skal sverð reiða að annari
þjóð og ekki skulu þeir temja sér hernað
framar.“ Undir slíkri stjórn munu alheims
trúarbrögð verða grundvallarlög heimsins.
Þetta verður tilraun manna til að umvenda
heiminum og stofna veraldlegt þúsund ára
friðarríki.
Guð gefur oss alvarlega áminning um
að reiða oss ekki á mennina. „Þér skuluð
ekki kalla heilagt alt sem þetta fólk kallar
heilagt, og ekki óttast það sem það óttast
og eigi skelfast. Herklæðist, þér skuluð
samt láta hugfallast. Takið saman ráð yðar,
þau skulu að engu verða. Mælið málum
yðar, þau skulu engan framgang fá, því
Guð er með oss.“ Jes. 8:12., 9., 10.
Vér þurfum að skilja Guðs orð þessu
efni viðvíkjandi. Áform satans með al-
heimsstjórn mun enda með skelfingu eyði-
leggingarinnar. Áform Guðs með stjórn
heimsins mun ná tilgangi sínum og fram-
leiða stöðugan frið og eilífa sáluhjálp fyrir
þjóna hans.
Vér ættum að gefa gaum að spádómum •
Biblíunnar eins og ljósi sem skín á myrk-
um stað. Gæti yður komið til hugar að
keyra bíl að nóttu til á alfaravegi án þess
að snúa ljósunum á til að sýna veginn
framundan? Vissulega ekki. Það er eins
nauðsynlegt fyrir þig að rannsaka spádóma
Biblíunnar eins og að hafa ljósin á bílnum
að nóttu til.
í Dan. öðrum kap. er áform Guðs
með stöðuga, réttláta alheimsstjórn sem
bráðum verður stofnsett. Hver einasti
maður hefir tækifæri til að verða borgari
þessa eilífa friðarríkis. Guð gefi að vér
verðum reiðubúnir, og þess verðugir að
fá þarinngöngu.
—J. L. SHULER
Lesið „Leyndardóm framtíðarinnar“ í
febrúarblaði Stjörnunnar. —S. J.
-☆-
Er ekki nóg að
Sumir halda því fram, að það skifti
engu hverju maður trúir ef hann er ein-
lægur í trú sinni. Þeir segja öll trúarbrögð
séu aðeins mismunandi leiðir, sem allar
stefni að sama takmarki, og séum vér ein-
lægir í trú vorri, þá gildi einu hver trúar-
atriðin eru. Er þetta sannleikur? Nei, og
aftur nei.
Fyrir nokk’rum árum, er ég keyrði frá
Iowa til Florida gegn um Wabash dalinn
í Indíana, þá varð ég þess var að ég hafði
vilst. Ég fór heim á bændabýli og fékk þar
ieiðbeiningu, hélt svo af stað eins og mér
hafði verið sagt til vegar. Nú var ég viss
um að vera á réttri leið og keyrði hratt.
Hugsið yður undrun mína og gremju, er
ég sneri inn á næstu hliðarbraut, að sjá
þá rétt fram undan, ekki aðalveginn sem
ég vænti eftir, heldur beljandi strauminn
í Wabash ánni. Einlægni mín í þeirri trú,
vera einlægur?
að ég væri á réttri leið, nægði ekki í þetta
skifti. Ég var á rangri leið og einlægni mín
að fara inn á hana hjálpaði mér alls ekk-
ert. Hér var ekkert um að velja. Ég varð
að snúa aftur.
Hið sama á sér stað í vorri andlegu
reynslu. Einlægni er dygð, en hún getur
ekki komið í stað þekkingar á Guðs vilja
og hlýðni við orð hans. Guð hefir séð um
að vér getum öðlast þekkingu á sannleik-
anum, hann krefst þess af oss að vér leit-
um hans og fylgjum honum, að vér gjörum
Guðs vilja af hjarta.
Jesús er hinn eini áreiðanlegi vegur.
Hann sagði: „Ég er vegurinn, sannleikur-
inn og lífið, enginn kemur til föðursins
nema fyrir mig.“ Jóh. 14:6. Af þessu sjáum
vér ljóst að það eru ekki margar leiðir
til himins. Það er aðeins einn vegur, sá
sem ekki fylgir þeim eina vegi nær aldrei