Stjarnan - 01.03.1954, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.03.1954, Qupperneq 4
20 STJARNAN Ávalt síðan hafa íbúar heimsins liðið sorg, þjáningar og dauða. Áform Guðs með þennan heim hefir alls ekki breyst. Hann elskar heiminn og alla íbúa hans. Hann elskaði heiminn svo mikið, að „hann gaf sinn eingetinn son til þess að hver sem á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf.“ Jóh.-3:16. Dauði Krists á krossinum var lausnargjald fyrir alt sem tapað var vegna syndarinnar. Þessi endurlausn nær yfir jörðina sjálfa og hvert einasta mannsbarn er meðtekur Jesúm sem frelsara sinn. Það virðist sem syndin hafi haft yfir- höndina í heiminum þessi 6000 ár. Þjáning- ar, sorg og volæði hefir verið hlutskifti mannkynsins. Ranglætið hefir orsakað alls kyns neyð og vandræði fyrir íbúa jarðar- innar. Alt í gegnum aldirnar hefir Guð þó opinberað börnum sínum áform sitt með fullkominn heim bygðan hamingjusömu fólki. Hann lofaði Abraham að af hans sæði skyldu allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta. Fyrir hér um bil 2700 árum sagði Guð við spámanninn Jesajas: „Því sjá, ég skapa nýjan himin og nýja jörð, og hins fyrra skal ekki minst verða og það ssal engum í hug koma.“ Jes. 65:17. í uppreisn sinni gegn Guði hefir mað- urinn farið svo langt sem hann kemst, og ef hann væri látinn sjálfráður mundi hann brátt eyðileggja alt líf á jörðinni. Með atomsprengjur, gerla og önnur eyði- leggingar verkfæri í höndum óguðlegra manna virðist sem þessi heimur sé kominn að enda tilveru sinnar. En Guð hefir önnur áform. Hann mun skyndilega stöðva allar eyðileggingartilraunir manna. Hans fyrir- ætlun er að endurskapa jörðina til fegurðar og friðar Eden aldingarðs. Viðvíkjandi þessu áformi Guðs er oss sagt í Biblíunni að: „Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann lang- lyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist heldur að allir komist til iðrunar. En dagur Drottins mun koma sem þjófur á nóttu, þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita, og jörðin og þau verk sem á henni eru uppbrenna. Þar eð alt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá að framganga í heilagri breytni og guðrækni, þannig að þér væntið eftir og flýtið fyrir komu Guðs dags, en vegna hans munu himnarnir sundurleysast í eldi og frumefnin bráðna af brennandi hita. En vér væntum eftir fyrirheiti hans nýs himins og nýrrar jarðar þar sem réttlæti býr.“ 2 Pét. 3:9.—13. Jóhannes postuli minnist á þetta er hann segir: „Sá, sem í hásætinu sat sagði: Sjá, ég gjöri alla hluti nýja.“ Op. 21:5. Það felst í þessari hugsun að efnið í gömlu jörðinni, eftir að það er hreinsað með eldi verður notað til að mynda hina nýju jörð. Á þessari hreinsuðu, ummynduðu nýju jörð mun synd eða sorg aldrei eiga sér stað. Þar verður hin nýja Jerúsalem höfuð- borg ríkisins. Hún „Kemur niður af himni frá Guði búin sem brúður er skartar fyrir manni sínum.“ Veggir borgarinnar verða úr gagnsæjum gimsteini, og göturnar af skíru gulli. Eilífðar heimili hinna frelsuðu verður verulegur bústaður þar sem inn- byggjendurnir munu hafa starf fyrir hendi, sem er í fullu samræmi við fegurð og full- komleika heimilis þeirra. „Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta, því aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna, og mínir út- völdu skulu sjálfir njóta handaverka sinna.“ Jes. 65:21.—22. Það verður ekki einungis fegurð borg- arinnar sem mun gleðja fólkið og auka hamingju þess, heldur verða fyrir utan borgina hæðir og hólar, hægt rennandi fljót, blómareitir, jurtagarðar og aldin- garðar, sem veita öllum innbyggjendum næga vinnu, og þeir verða aldrei þreyttir né óhreinir við vinnuna. Þeir munu byggja sín eigin heimili og búa í þeim við full- sælu eilíflega. í þessu dýrðlega landi mun Guð sjálfur dvelja meðal vor. Op. 21:3. Þar verður enginn veikur. Jes. 33:24. Þjáningar sorg og dauði þekkjast þar ekki. Op. 21:4. Þar verður hvorki stríð né fjárþröng. Nóg pláss fyrir alla, og allir njóta þess sem hjarta þeirra girnist. Synd, sorg og stríð endaði í eldinum sem hreinsaði jörðina. Enginn þjóðarígur eða afbrýðissemi finst

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.