Stjarnan - 01.03.1954, Síða 5

Stjarnan - 01.03.1954, Síða 5
STJARNAN 21 þar. Áform Guðs með fullkomna jörð, bygða heilögu fólki, sem hindrað var um stund vegna syndarinnar, kemst þá í fram- kvæmd. Jesús verður konungur allrar jarð- arinnar. Allir íbúar hennar munu með fögnuði þjóna honum og hlýða. Nú er öllum boðið að meðtaka Guðs náðargjöf og öðlast hlutdeild í hans dýðar- ríki. Op. 22:17. —C. W. GUENTHER ---------☆---------- Hver er grundvöllur sannrar vináttu Davíð og Jónatan voru beztu vinir. Þeir bjuggu í næsta húsi hver við annan og voru saman frá morgni til kvölds. Þeir unnu saman í jurtagarðinum og ólu upp héra, svo skiftu þeir ágóðanum milli sín. Prédikari nokkur kom þar til þorpsins til að halda samkomur, hann heimsótti foreldra Jónatans og bauð þeim á sam- komurnar. Jónatan langaði til að fara og reyndi að fá Davíð með sér og hepnaðist það að lokurm Það var heitt um kvöldið en drengirnir sátu fyrir opnum glugga. Davíð varð dálítið órólegur er hann sá alvörusvipinn á andliti vinar síns. Textinn, sem prédikarinn notaði var: „Kjósið í dag hverjum þér viljið þjóna“. Jósúa 24:15. Eftir ræðuna var sunginn hjartnæmur sálmur. Prédikarinn bað þá, sem vildu kjósa að fylgja Jesú að koma fram í fremstu sætin. Jónatan hallaði sér að Davíð og tók í hönd hans. Davíð hrökk við og leit á hann svo augu þeirra mættust. Jónatan hvíslaði að Davíð: „Kom þú með mér.“ Það var sem Davíð heyrði tvær raustir tala til hjarta síns: „Ég vil.“ „Ég vil ekki.“ „Ég vil.“ „Ég vil ekki.“ Davíð ýtti hönd Jónatans frá sér og hristi höfuðið. Þegar Jónatan gekk upp að altarinu flýtti Davíð sér út, fór heim og strax í rúmið. Eftir að Jónatan hafði játað trú á Krist og látið í ljósi ásetning sinn að fylgja hon- um þá slitnaði upp úr vináttu drengjanna. Davíð reyndi að forðast Jónatan. Þeir unnu ekki saman lengur. Davíð náði sér í annan vin, Jack Mills, þeir keyrðu saman út um .alt á reiðhjólum sínum. Jónatan fann sig mjög einmana. Hann hrygðist mjög einn morgun, er hann sá að Davíð hafði neglt fyrir hliðið, sem þeir höfðu haft á milli sín og gengið um er þeir unnu saman í garðinum eða við hérana. „Hann hefði nú ekki þurft að gjöra þetta,“ hugsaði Jónatan með sér. „Ég get haldið mig heima* ef hann vill ekki hafa mig með sér.“ Nokkrum dögum seinna heyrði hann þrusk og hávaða mikinn bak við Thomp- sons húsið. Hann vissi fólkið var ekki heima, svo hann fór yfir að girðingunni og gægðist í gegn til að sjá hvað um var að vera. Hérarnir voru úti og aðkomu- hundur var að elta þá og gelti í ákafa. Jónatan hljóp yfir að hliðinu áður en hann mundi eftir að það hafði verið neglt upp. Það var langur vegur að fara í kring og inn um framhliðið, svo hann fann fjöl og hallaði henni upp að girðingunni og reyndi að klifrast yfir. Hann komst upp á girðinguna, en er hann ætlaði að renna sér niður hinu megin festist fótur hans, svo hann féll niður á steinhrúgu, sem var fyrir innan. Þegar hann reyndi að standa upp hafði hann sára tilkenning í hægri handleggnum og blóð rann úr nösum hans. Hann gat þó smánað hundinn svo hann hljóp í burt út um framhliðið, en hérarnir dauðhræddir hópuðu sig saman í horninu við girðinguna. Rétt í þessu bili kom Davíð heim á reiðhjólinu sínu. Jónatan reyndi að segja honum hvað hefði komið fyrir, en hann féll í ómegin og vissi ekki af sér fyr en hann lá á bedda heima hjá sér og lækn- irinn kom inn. Davíð sat á stól skamt frá og reyndi að verjast tárum. Hann vildi ekki yfirgefa vin sinn og sat þar meðan læknir- inn setti beinbrotið saman og tók nokkur spor í nef sjúklingsins. Davíð hugsaði margt meðan Jónatan var að ná sér eftir beinbrotið. Hann dáðist að þolinmæði hans og hvað hann var vin- gjarnlegur, hann hafði auðsjáanlega fyrir- gefið honum, sem í rauninni var orsök í slysi hans. Hann fór nú að bera mikið traust til Jónatans og skoðana hans. Jónatan gladdist mjög nokkru seinna, þegar Davíð sagði við hann: „John, pré- dikarinn þinn er að koma aftur, er mér

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.