Stjarnan - 01.03.1954, Side 8
24
STJARNAN
STJARNAN Authorized as seeond class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price
$1.00 a year. Publishers: The Can. Union
Conference of S. D. A., Oshawa Ontario.
Ritstjórn og afgreitislu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
breyting á hjarta mannsins". Þetta er rétt
ályktað, en til þess að öðlast nýtt hjarta
verður maðurinn að meðtaka fagnaðar-
erindi Krists og fylgja lífsstefnu hans,
skilja hvaða kröfur eru gjörðar til borgara
Guðs ríkis og vera þeim fullkomlega sam-
þykkur. Vér getum ekki skilið leyndar-
dóm Guðs náðar ríkis fyr en vér erum
endurfæddir, en vér getum skilið nóg til
þess að vér þráum og sækjumst eftir
borgararétti Guðs barna.
Endurfæddur maður öðlast nýja og full-
komnari opinberun a-f Jesú Kristi er hann
les Guðs orð, biður til Guðs og helgar líf
sitt þjónustu hans. Þegar Guðs andi hefir
svo ummyndað líf vort að vér endurspegl-
um Jesúm í voru daglega lífi, þá erum vér
undirbúnir aðra breytingu, sem er takmark
endurfæðingarinnar, það er að verða iík-
amlega ummyndaður eftir Jesú mynd þeg-
ar hann kemur í dýrð sinni.
—D. A. DELAFIELD
---------☆---------
Nú er sú æskilega tíð
Maður nokkur var á ferð í vagni með
hest fyrir. Innan skams kom eitthvað fyrir
sem fældi hestinn. Maðurinn misti taum-
haldið og um leið alla stjórn á hestinum,
er hljóp sem óður væri. Maðurinn var í
mestu lífshættu og sömuleiðis hver sem.
yrði á vegi hans. Fólk þyrptist saman, en
það var hættuspil að gjöra nokkra tilraun
til að stöðva hestinn. Loks stökk maður
einn út úr mannþrönginni og honum lán-
aðist að kasta handlegg sínum um háls
hestinum og hékk á honum þannig þar til
hann náði í tauminn og smám saman gat
hann stjórnað hestinum. Keyrslumaður
þakkaði velgjörðamanni sínum fyrir hjálp-
ina, svo hvarf þessi vinur hans inn í mann-
þröngina og ekkert heyrðist frá honum.
Löngum tíma seinna var þessi sami
keyrslumaður kallaður fyrir rétt. Hann
hafði framið glæp og nú var líf hans í veði,
því brot hans mundi leiða dauðadóm yfir
hann.
Áður en dómur var uppkveðinn segir
hinn seki við dómarann, eftir að hann hafði
virt hann nákvæmlega fyrir sér. „Við höf-
um sést áður, þú frelsaðir Iíf mitt um árið
með því að stöðva viltan hest. Manstu
ekki eftir mér? Ó, frelsaðu mig nú“.
Dómarinn svaraði: „Ég man eftir þér,
þá var ég frelsari þinn, en nú er skylda
mín að dæma þig samkvæmt lögum lands-
ins, sem þú hefir brotið“. Svo var dómur-
inn uppkveðinn og hinn seki leiddur burt.
Jesús kom til að leita þess sem glatað
var og frelsa það. Hann kom til að frelsa
þig. Hefir þú meðtekið fyrirgefningu synda
þinna hjá honum- og um leið öðlast frá
honum kraft til að sigra synd og freisting-
ar? Hefir kærleikur hans til þín náð svo
sterkum tökum á hjarta þínu, að þú stöðugt
vakir og biður svo þú fallir ekki í freistni
og syndgir móti honum? Ef þú hefir enn-
þá ekki meðtekið Jesúm sem frelsara þinn
og Drottinn þá gjör það nú. Það getur orðið
of seint á morgun. Innan skams kemur
Jesús sem dómari lifendra og dauðra, þá
er of seint að biðja um hjálp. Snú þér til
hans nú, svo að þegar hann kemur í dýrð
sinni þú getir mætt honum með fögnuði.
—C. A. REEVES
---------☆---------
Yfir 20 miljónir Ameríkumanna spila
á spil eitt eða fleiri kvöld á mánuði, segja
þeir sem búa til spilin og verzla með þau.
☆ ☆ ☆
Rafmagnsljós voru fyrst notuð í far-
þegalestum járnbrautanna í Ameríku árið
1887.
☆ ☆ ☆
Rússar hafa gefið í skyn, að þeir vildu
leyfa norskum og dönskum ferðamönnum
að heimsækja land sitt, ef þeir vildu leyfa
Rússum að heimsækja Noreg og Dan-
mörku.
☆ ☆ ☆
París hefir eitt tré að tiltölu fyrir
hverja 10 innbyggjendur. Nýlega töldu
menn 400,000 tré, sem stóðu fram með
strætunum og inni í skemtigörðum
borgarinnar.