Stjarnan - 01.07.1954, Side 3
STJARNAN
51
trénu og megi inn ganga um borgarhliðin
inn í borgina“.
„Ekkert óhreint, enginn, sem fremur
viðurstygð eða fer með lýgi, mun þangað
inn koma, heldur þeir einir, sem skrifaðir
eru í lífsbók lambsins“.
Eilíft líf er komið undir þekkingu vorri
á Jesú Kristi og samfélagi voru við hann.
Jóh. 17:3. Til þess að fá þekkingu á hon-
um þurfum vér nákvæmlega að rannsaka
líf hans og kenningar, í hinni heilögu^bók.
Vér þurfum oft að tala við hann í bæn,
og í hinu dýrðlega framtíðarlandi munum
vér mæta ástvini vorum, sem dó fyrir oss
á krossinum.
Öll mein og sorgir þessa lífs verða þá
læknuð og gleymd. Þá munum vér skilja
tilgang og áhrif allra erfiðleika og von-
brigða þessa lífs, og geta gripið hinn óút-
málanlega kærleika, sem leiddi Jesúm til
að fórna sjálfum sér fyrir oss á krossin-
um. Þar munum vér sjá Jesúm og vera
með honum, hlusta með hrifnum hjörtum,
þegar hann segir oss frá sköpunarverkinu,
leyndardómum hins sýnilega heims, og
vísindum endurlausnarverksins, sem hefir
veitt oss barnarétt hjá Guði.
Tuttugasta öldin með öllum sínum
uppfyltu spádómum bendir ótvírætt á, að
tíminn er nær því kominn fyrir hina
lengi þráðu heimkomu til vors himneska
föðurlands.
Innan skamms mun hann, sem situr í
hásæti alheimsins segja: „Sjá, ég gjöri alt
nýtt“. Einmitt nú er Jesús að undirbúa
fólk sitt fyrir hina nýju jörð og nýju
Jerúsalem.
í því landi eilífrar hreysti og fegurðar
munu vinir, sem dauðinn aðskildi hér, fá
að sameinast aftur. Blómi eilífrar æsku
mun ljóma á hverju einasta andliti. Allir
verða hraustir og hamingjusamir. Þar
verður enginn ótti fyrir óvinaárásum eða
öðrum óhöppum, sem hindrað geti félags-
skap ástvinanna eða ánægjuna af ferða-
lagi og rannsóknum hins nýja heims. Þar
verður friður og fullsæla eilíflega.
Hefir þú trygt þér inngang í þetta dýrð-
lega ríki? —X. X. X.
-------------------------
Hundrað og þriggja ára gömul kona dó
nýlega í New Bedford, Massachusetts. Hún
lét eftir sig 205 afkómendur, þar á meðal
66 barnabarna-barnabörn.
Eru þetío fromíarir?
Vér stærum oss af framförum tuttug-
ustu aldarinnar. Vér bendum á upphituð
hús, járnbrautarlestir, neðanjarðar göng,
bifreiðar, flugvélar, viðvarp og fjarsýnis-
viðvarp, rafmagnsljós og alskonar raf-
magnstæki. Þetta eru undraverðar upp-
fyndingar. Vér hugsum til fyrri tíðar
manna og vorkennúm þeim, sem urðu að
búa 1 köldum, óhagkvæmum húsakynn-
um og höfðu engin þau þægindi, sem vér
nú njótum. Jafnvel Salómon konungur
hefði ekki getað keypt ódýra bifreið fyrir
helming ríkis síns.
Vera má þetta séu framfarir, en oss
ber einnig að líta á aðra hlið málsins, það
er uppfynding og framleiðsla hernaðar-
tækja. Fyrst var bogi og örvar, svo komu
handbyssur, fallbyssur, herskip, flugvélar
og sprengjur. Og nú í viðbót orkusprengj-
ur, hydrogensprengjur og seinast orkuryk-
sprengjur. Er orkuryksprengjan hið síð-
asta fullkomnasta eyðileggingartæki? Það
vitum vér ekki, en hitt er víst, að hún
getur eyðilagt heilar borgir og afmáð líf
manna á jörðinni. Það er haft eftir Albert
Einstein, að hann vissi ekki hvaða vopn
yrðu notuð í þriðja heimsstríði, en hann
vissi hvað yrði notað í hinu fjórða — grjót
og barefli. Vér álítum, að það sé engu
þjáningameira að deyja af orkusprengju
heldur en af venjulegri sprengju eða fyrir
skoti af boga eða byssu. Menn deyja af
hvoru tveggja, en munurinn er sá, að
orkusprengjan eyðileggur miljónir, en
boginn aðeins einn.
Eru þetta framfarir? Það sorglega er,
að vor andlega framför hefir ekki verið á
eins háu stigi eins og framfarir í veraldleg-
um vísindum. Þrátt fyrir allar uppfynd-
ingar og þægindi lífsins, sem vér njótum,
þá höfum vér sömu freistingar að stríða
við og forfeður vorir, afbrýðissemi, eigin-
girni og hatur. Menn hata nágranna sína
af sömu ástæðu og vísindamennirnir í
Babýlon hötuðu Daníel. Þjóðirnar berjast
um sama landskikan og forfeður þeirra;
ástæðan er sú sama og hjá þeim.
Til þess að geta notið sannra framfara
og velmegunar er fyrsta skilyrðið að
þekkja Jesúm og fylgja honum. Ef Guðs
heilagi andi býr í hjarta mannsins, þá út-
rýmir hann öllu því hatri og eigingirni.