Stjarnan - 01.07.1954, Page 8
56
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price
$1.00 a year. Publishers: The Can. Union
Conference of S. D. A., Oshawa Ontario.
Ritstjórn og afgreiSslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
á hann trúir ekki glatist, heldur hafi ei-
líft líf“. Jóh. 3:16.
„í því birtist kærleikur Guðs á meðal
vor, að Guð hefir sent sinn eingetinn son
í heiminn, til þess að vér skyldum lifa
fyrir hann“. 1. Jóh. 4:9.
„Af því þekkjum vér kærleikann, að
hann lét lífið fyrir oss“. 1. Jóh. 3:16.
„í þessu er kærleikurinn, ekki að vér
elskuðum Guð, heldur að han elskaði oss,
og sendi son sinn til að vera friðþæging
fyrir vorar syndir“. 1. Jóh. 4:10.
☆ ☆ ☆
Það er aðeins 8 klukkutímaferð frá
París til Istanbul á Tyrklandi, en 20
klukkutíma ferð frá New York.
☆ ☆ ☆
Það er ekki þörf á því fyrir nokkurn
mann að ákveða hvað hann mundi gjöra
ef hann væri ríkur, hefði nógan tíma, góða
mentun og þægilegar kringumstæður,
heldur hitt, hvað hann vill gjöra við það,
sem hann hefur.
—MISSIONARY TIDINGS
☆ ☆ ☆
Á að gizka 50,000 Ameríkumenn sofa í
Pullman svefnvögnum á hverri nóttu.
☆ ☆ ☆
Þegar menn koma til Guðs í bæn ættu
þeir að koma eins og sjúklingar til læknis
til að láta rannsaka sig, og svo fylgja ná-
kvæmlega fyrirsögn þeirri, sem þeim er
gefin.
—NATIONAL VOICE
☆ ☆ ☆
Það eru tvær aðferðir, sem menn hafa
er þeir biðja til Guðs, önnur er sú, að
biðja um það sem þeir vilja fá, hin er að
finna út hvað Guð vill þeir fái.
—CHRISTIAN INDEX
☆ ☆ ☆
Fyrsta slökkvivél, sem gekk fyrir gufu-
krafti var notuð í Cincinati, Ohio, árið
1853.
Páfagaukur einn hefir verið í eign sömu
fjölskyldunnar gegn um þrjá ættliði. Nú
eru farin að sjást ellimörk á honum. Eftir
því sem Mrs. Roy Lambrecht í Fremont,
Nebraska, getur komist næst, er páfa-
gaukurinn að minsta kosti 117 ára gamall.
☆ ☆ ☆
National Geographic Society segir, að
hafskip geti gengið 2000 mílur upp eftir
Amazon fljótinu, frá Atlantshafinu til
Iquitos, Peru.
☆ \) ☆ ☆
Bells talsímafélag annast um fjóra
fimtu af öllum talsímum Bandaríkjanna.
☆ ☆ ☆
Brezkur maður, O. A. Denly, fór nýlega
yfir Alpafjöllin á reiðhjóli með þremur
hjólum, sem knúð var áfram með véla-
krafti. Denly hafði verið yfirmaður í sjó-
hernum, en meiddist svo hann gat ekki
gengið.
☆ ☆ ☆
Maður nokkur að nafni D. C. Culbertson
hefir keypt eyju í Potomac-fljótinu fyrir
23,750 dollara. Eyjan er kölluð Jenkins
eyja. Á henni er búgarður og 6 herbergja
steinsteypuhús. Als er eyjan 250 ekrur að
stærð.
☆ ☆ ☆
Bihar ríkið hefir haft hið versta flóð,
sem komið hefir fyrir á Indlandi. Ríkið
hefir 40 miljónir íbúa. Tvær miljónir urðu
heimilislausir. Eyðilegging á uppskeru er
metin að vera 120 miljónir dollara.
☆ ☆ ☆
Af öllum fuglum Evrópu og Norður-
Ameríku virðist andarhaukurinn að vera
sá hraðfleygasti. Hann getur flogið frá 165
til 180 mílur á klukkutíma.
☆ ☆ ☆
Árið sem leið seldi Cuba út úr landinu
yfir tólf og hálfa miljón dollara virði af
tóbakslaufum, vindlum og vindlingum, og
það á aðeins fjórum mánuðum.
☆ ☆ ☆
Miami Beach, Florida, er einkennilegt
þorp. Þar er enginn grafreitur, engin flug-
vélastöð, engin járnbraut og engar verk-
smiðjur. En það bendir á velmegun þorps-
búa, að síðastliðin 20 ár hafa menn að
tiltölu bygt þar á hverjum mánuði eitt
veitingahús og fjórar byggingar, sem rúma
margar fjölskyldur hver.