Stjarnan - 01.10.1954, Page 3
STJARNAN
75
hefði rétt fyrir sér, og að fjöldi fólks út
um heiminn héldi sjöunda daginn, Guðs
heilaga hvíldardag.
Seinna var einn af starfsmönnum vorum
sendur til að heimsækja bónda þennan og
gaf honum nokkra Biblíulestra, svo leiddi
bóndinn ýmsa fleiri til að hlýða Guðs boð-
orðum.
í júlí 1953 voru haldnar opinberar sam-
komur í þessu þorpi, margir meðtóku fagn-
aðarerindið, gáfu Guði hjarta sitt og voru
skírðir, og söfnuður var stofnaður þar.
—R. H. ADAIR
------------☆------------—
Á leið til Bogota
Hér er eitt dæmi upp á einlægni og al-
vöru mótmælenda í Mið-Ameríku. Þetta
er reynsla Gusava Olaya, sem einn af
starfsmönnum vorum segir frá:
Það var miklu ódýrara að ferðást ríð-
andi heldur en með vagni yfir norður-
hluta Andesfjallanna frá Tula til Bogota
höfuðstaðar Colombia ríkisins. En það var
þó ódýrast að fara gangandi, og kostnaður-
inn yrði minstur ef maður gengi berfættur.
Skósólarnir yrðu útslitnir eftir ferðina, svo
Gusava tók af sér skóna og gekk berfætt-
ur meiri hluta leiðarinnar, bar skóna á
bakinu en hélt á fötum og nesti í hend-
inni, er hann ferðaðist yfir fjöllin til að
sjá litlu dóttur sína Sita Eiena. Hann hafði
ekki séð hana í tvö ár, svo ferðin var
ánægjuefni.
I þrjá daga hafði Olaya haldið áfram
göngu sinni, fjórða daginn sá hann annan
mann skamt á undan sér á sömu bráutinni
svo hann flýtti sér að ná honum.
„Hvernig líður þér, vinur?“ spurði hann,
„ertu á leið til Bogota?“
„Já, þangað er ferðinni heitið“.
„Eigum við ekki að fylgjast að, svo við
getum talað saman á leiðinni?11
„Með mestu ánægju“, svaraði ferðamað-
urinn. „Ég er á pílagrímsför til heiðurs
vorri elskuðu Guðs móður á Monserrata í
höfuðborginni“.
„Ég er á ferð til Bogota til að sjá litlu
dóttur mína“.
„Þá tefur það þig að fylgjast með mér,
því ég hef lofað að staðnæmast í öllum
kirkjum á leiðinni til heiðurs dýrðlingi
vorum og í hverjum stað lesa 5 Pater
Noster, 5 Ave Maria og 5 Milgros“.
„Ég skal bíða eftir þér meðan þú upp-
fyllir loforð þín“, sagði Olaya.
Alla leið þessa fimm daga var hinn nýi
vinur Olaya að tala um ferð sína og krafta-
verk, sem dýrðlingarnir hefðu gjört, oft
læknað sjúkt fólk, varðveitt menn í ó-
veðri og ýmistlegt fleira. Olaya talaði
varla orð, hlustaði aðeins kurteislega á
vin sinn.
Síðari hluta dags áttunda daginn, þegar
geislar kvöldsólarinnar skreyttu himin-
hvolfið, þá sneru þeir um horn á veginum
og við þeim blasti hin fagra höfuðborg.
Samferðamaðurinn féll á kné og hrópaði:
„Santa Fe de Bagota. Olaya, hinn hugrakki
Quesada, stofnaði þessa borg, hann bygði
kirkju og kringum hana 12 heimili, sem
hann nefndi eftir hinum 12 postulum
Krists. Ó, Monserrata, kirkja hinnar hei-
lögu meyjar! — Olaya, pílagrímsför mín
er þegar á enda, en mér datt í hug, rétt
núna: Ert þú alveg trúlaus? Ekki í eitt
einasta skifti á leið okkar hefir þú talið
perlurnar. Ekki í eitt einasta skifti hefir
þú gjört krossmark, og aldrei hef ég heyrt
þig segja Ave Maria, ekki í eitt einasta
skifti, ertu alveg trúlaus?11
Mjög dýrmæt trú
„Ég hef dýrmæta trú, það er trú Guðs
sonar, vors elskaða frelsara. Þú ættir að
þekkja mína trú, þá mundir þú sannfærast
um hve fögur hún er“.
„Segðu mér frá henni, Oiaya“.
„Við erum nú nærri komnir áfram, svo
ég hef ekki nógan tíma t*il þess, þú verður
að heyra alt um trú mína, en ég skal segja
þér alt, ef við getum orðið samferða til
baka eftir 10 daga“.
Þeir komu sér saman um hvaða dag
þeir skyldu leggja af stað heimleiðis; rétt
á eftir skildu þeir og hver fór sína leið.
Mánudagsmorgun 10 dögum seinna
voru báðir á leið sinni heim, og báðir voru
mjög ánægðir með dvöl sína í höfuð-
staðnum.
„Olaya, manstu, þú lofaðir að segja mér
frá trú þinni á heimleið okkar?“
„Já, ég hef beðið þess með eftirvænt-
ingu að verða þér samferða heim aftur.
Nú þarft þú ekki að hugsa um að efna