Stjarnan - 01.10.1954, Page 4

Stjarnan - 01.10.1954, Page 4
76 STJARNAN loforð gefin dýrðlingunum, svo ég vona, þú gefir mér tækifæri til að tala meiri partinn af tímanum, ég hef svo margt að segja þér“. Mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimtudag gengu þeir áfram og töluðu. Olaya hafði orðið oftast nær. „Trú mín byrjaði á því, þegar Guð skap- aði heiminn“, sagði Olaya. Svo sagði hann frá hvernig syndin kom inn í heiminn, og fyrsta loforðið, sem Guð gaf um frelsun mannsins. Því næst rakti hann sögu for- feðranna, spámannanna og ísraelsþjóðar- innar, og svo fæðing frelsarans og starf hans, líflát hans og upprisu. Svo mintist hann á líf og starf hinnar fyrstu kristnu kirkju, hvernig fráfall frá Guði komst inn í kirkjuna, svo hvernig siðabótin komst á, helgihald hvíldardagsins og kenningin um endurkomu Krists, sem nú væri væntan- leg innan skamms. Hann sagði allt, sem hann vissi frá byrjun til enda Biblíunnar. „Ekki einu sinni þegar ég var að læra til prests, varð ég eins hrifinn eins og nú, en Olaya, á morgun verðum við að skilja, þá fer hver sína leið, en getur þú sagt mér, hvernig ég get lesið meira um þetta? Olaya, hjarta mitt segir mér, að þú sért bróðir minn. Samvizka mín býður mér að fara strax að halda hvíldardaginn. Ég þrái að fá að sjá Jesúm, þegar hann kemur“. Olaya gaf félaga sínum utanáskrift til trúboða vors í borg einni, sem var skamt frá heimili hans, svo skildu vinirnir og hver fór heim til sín. Nokkrum vikum seinna fór vinur Olayas að heimsækja trúboðann og biður um skírn. Trúboðinn sagði honum að hann þyrfti að lesa meira fyrst og gaf honum Biblíu og fleiri bækur, svo fór maðurinn heim aftur. Nú liðu tvö ár svo ekkert heyrðist frá honum. Svo kom hann aftur til trúboðans og sagði: „Nú getur þú skírt mig, en þú verður fyrst að koma heim með mér, því það eru þrír hópar af fólki í nágrenninu, nærri 70 að tölu, sem allir halda hvíldar- daginn og bíða endurkomu Krists. Þeir óska líka allir að verða skírðir". Þetta átti sér stað 1928. Þá voru aðeins 50 Sjöunda dags Aðventistar í Colombia, og Colombia er víðáttumikið land. Nú eru þar nær því hundraðfalt fleiri Aðventistar. Olaya er þar ennþá. Hann og aðrir fyltir sama anda halda áfram að segja öðrum frá sinni dýrmætu trú. Það eru ótal tæki- færi til starfs, bæði fyrir presta og leik- menn í þessu víðáttumikla landi. Fagnaðarerindið er flutt með alvöru og áhuga í Mið-Ameríku og því verður haldið áfram þangað til Jesús kemur. —GLENN CALKINS -----------☆------------ Arfur Adrians Fyrir nokkrum mánuðum fékk bóndi einn í Maryland, sem einnig var málari, tilkynning um að hann væri erfingi að höll einni ásamt 3400 ekrum af landi í suðurhluta Skotlands. Adrian Ivor Dunbar, eins og hann var kunnur nágrönnum sín- um í Efra-Fairmont Maryland, var fremur fátækur maður, sem bjó á þremur ekrum af landi. Honum var sagt hann gæti, ef hann vildi, orðið Sir Adrían yfirmaður hinnar gömlu Mochram-eignar og tólfti Barón af Dunbar. Tveir menn, sem stóðu nær að fá eignina og titilinn, dóu báðir með tveggja daga millibili, svo eignar- rétturinn og heiðurstitillinn, sem haldist hafði við í margar aldir, var nú hans. Það var ekki létt að ráða af hvað gjöra skyldi. Fréttaritarar spurðu: „Þarft þú að afsala þér þegnrétt Bandaríkjanna?“ „Ég er hræddur um ég verði að gjöra það“, svaraði Sir Adrian, „ég hef fimm ára frest til að ákveða mig með þetta“. Nokkrum vikum seinna tók hann á- kvörðun sína. Sir Adrian og kona hans seldu húsgögn sín fyrir nærri 600 dollara. Þau vonuðust eftir að geta selt húsið seinna. Þau pökkuðu farangur sinn niður í tvö koffort og lögðu af stað til Skotlands. Börn þeirra urðu eftir; þau vildu heldur vera í Ameríku. „Ég fer af því það er skylda mín“, sagði Baróninn. Arfur Sir Adrians minnir mig á miklu verðmætari arfleið, sem bíður þeirra er kjósa að tilheyra fjölskyldu Guðs. Jesús sagði: „í húsi Föður míns eru mörg híbýli, væri ekki svo hefði ég sagt yður það. Ég fer burt að tilbúa yður stað“. Jóh. 14:2. Gamla steinhöllin í Mochram listigarði er að falli komin og umkring illgresi; það

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.