Stjarnan - 01.10.1954, Page 6
78
STJARNAN
Klukkan var 6 þegar ég kom inn á her-
bergi mitt, ég greip það sem ég þurfti að
hafa með mér og kastaði því í töskuna og
hljóp svo af stað. Ég kom á brautarstöðina
6.30, réttum klukkutíma eftir að lestin átti
að fara af stað, en hún var ókomin ennþá.
Guð seinkaði lestinni til að svara bæn
minni.
Vantrúarmenn geta hlegið að þessu og
sagt: „Lestin hefði verið á eftir tímanum,
þó þú hefðir ekki beðið“. En trúin er óbif-
anleg. Ég var 18 ára, þegar þetta kom fyrir.
Árin sem liðið hafa síðan hafa nógsamlega
fullvissað mig um: „Að augu Drottins eru
yfir hinum réttlátu og eyru hans hneigjast
að bænum þeirra“. 1. Pét. 3:12.
Fyrir þremur árum kom ég til New
York borgar með 14 dollara í vasanum og
veikur af mislingum. Hið fyrsta, sem toll-
þjónarnir gjörðu, þegar þeir vissu ég hafði
næman sjúkdóm, var að síma til sjúkra-
húss. Ég var látinn í burðarrekkju og
borinn út á sjúkravagn og fluttur á sjúkra-
hús í East River Drive. í sjö daga lá ég
þar, ekki nógu veikur til að vera ánægður
með hvíldina og aðgjörðaleysið. Áttunda
daginn var mér leyft að fara út, ég var
kominn yfir mislingana, en hafði í þeirra
stað 70 dollara skuldakröfu frá sjúkra-
húsinu.
Þetta var erfitt viðfangsefni. Hvernig
átti ég að geta boragð fæði og húsnæði og
skuldina á sjúkrahúsinu? Ég gat auðvitað
skrifað föður mínum og beðið hann um
hjálp, en ég vildi ekki gjöra það. Hann
hafði þegar gefið mér peninga til að borga
farið til New York frá Michigan. Ég ásetti
mér að biðja vorn himneska föður um
hjálp.
Ég bað til Guðs eins alvarlega eins og ég
hafði gjört í Rhodesía nokkrum árum áður,
og treysti því fullkomlega að hann mundi
hjálpa mér; ég reyndi samtímis að spara
það sem ég gat til að mæta útgjöldunum.
Fáum vikum seinna fékk ég bréf frá
föður mínum sem sagði að sjúkrahús-
reikningur minn væri borgaður. Hann
sagði: „Ég borgaði hann ekki, en ég hef
ímyndun um hver gjörði það. En jafvel þó
þessi góðviljaði maður hafi borgað reikn-
inginn, þá skil ég ekkert 1 hvernig hann
vissi um kringumstæðurnar".
Hvernig gat þessi maður vitað að ég var
í skuld? Ég var í New York, en einhver
maður í Cape Town, Suður-Afríku, um
9000 mílur í burtu hafði borgað reikning-
inn. Þessi leyndardómur verður ekki út-
skýrður á annan hátt heldur en taka Guðs
loforð til íhugunar: „Sérhvað það er þér
beiðist í bæninni trúaðir, munuð þér
öðlast“. Matt. 21:22.
Guð hefir ávalt svarað bænum mínum,
stundum veitt mér það sem ég hef óskað
eftir, en stundum hindrað áform mitt.
Vegna alvizku sinnar og kærleika til vor,
veitir hann oss aðeins það sem hann sér
að verður oss til blessunar.
Það er dýrmætt að geta lagt óskir vorar
og áform fram fyrir Guð og svo biðja um
blessun hans yfir þau, ef þau geta orðið
oss til blessunar og honum til dýrðar, en
koma í veg fyrir framkvæmd þeirra, ef
þau eru ekki í samræmi við áform hans
fyrir oss.
Einn rithöfundur hefir sagt: „Vér
megum ekki trúa á bœn, heldur biöja í trú,
ef vér höfum trú á bæninni, þá bregðast
vonir vorar, ef vér fáum ekki það sem vér
biðjum um. En að biðja í trú er að hafa
þá öruggu fullvissu, að: „Þeim sem Guð
elska verður alt til góðs“. Róm. 8:28.
Sjóliðsforingi, Ben Moreel, formaður
Jones og Laughlin stálfélagsins, kvað hafa
sagt við starfsmenn sína: „Vér reynum
að greiða úr of mörgum viðfangsefnum án
þess að biðja um guðdómlega leiðbein-
ingu . . . . Vér þurfum Guðs hjálp .... Líf-
erni vort, orð vor, verk og framkvæmdir
í ráðvendni og laus við alla eigingirni þarf
að vera eins og brú, sem hann getur aftur
gengið yfir í þennan heim vorn“.
Líf vort verður eins og brotin brú, ef
vér vanrækjum bæn til Guðs. Bænin er
eins og brú sem sameinar oss honum, sem
er uppspretta lífsins og ljóssins. Sleppum
vér þessu samfélagi við Guð í bæn, þá
sviftum vér sjálfa oss þeirri guðdómlegu
hjálp, sem ein getur trygt oss sigursælt
líf.
Fleiri og fleiri meðal hinna yngri eru
farnir að skilja nauðsyn bænarinnar. Það
var bænin til Guðs sem gaf þeim hug-
rekki til að mæta skelfingum stríðsins.
Margir, sem aldrei fyr höfðu beðið í kyr-
þey, beiddu Guð upphátt þar sem þeir
földu sig í refagreni sínu. Þessir ungu